Þjóðnýta Haga - Fjármagnað með stolnum peningum - Gefa fátækum

fjolskylduhjalpin-bidrod_1038202.jpgHagnaður Haga er tífalt það sem þarf til að útrýma vikulegum matarbiðröðum hjálparstofnana. Með útgáfu matar-kreditkorts væri hægt að leysa þennan bráðavanda á meðan úrlausna er beðið á víðtækari vanda heimilinna.

Það kostar minna en 90 milljónir (7,5 á mánuði) að styrkja 1200 fjölskyldur með matarinnkaup í heilt ár. Fáranlegt í tæknivæddu þjóðfélagi að láta þetta fólk bíða úti í kuldanum uppí fjóra tíma eftir matarúthlutun. 

FinnurOlafurHagar er eitt þeirra fyrirtækja sem fjármagnað er með stolnum peningum. Slík fyrirtæki á að þjóðnýta með sérstökum neyðarlögum frá Alþingi. Rífa þessi fyrirtæki af bönkum og útrásarvíkingum og útrýma hungursneyð og fátækt á Íslandi.

Bankarnir moka inn milljarðahagnaði eftir hrunið. Eru enn að mergsjúga þjóðina.  Þetta eru ekki eðlileg viðskipti. Það bera engin fyrirtæki slíkan hagnað á fyrsta og öðru rekstrarári.

Á stjórnlagaþingi vil ég setja fram tillögur að nýju regluverki. Sjá nánar á www.austurvollur.is


mbl.is Hagnaður Haga eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Það er ekki líðandi að fyrirtæki sem er fjármagnað með stolnum peningum fái að grassera í þessu þjóðfélagi, ef þetta er rétt.

En nú er svo komið, að mikilvægara er að fólk læri að hjálpa sér sjálft, frekar en að þiggja matarpoka í biðröð.

Fyrst og fremst þarf að breyta skattalögum. Lágmarksframfærsla er kr. 160 þúsund skv. OECD, en íslenska ríkið hirðir skatt af lægri tekjum en þetta.

Ef skattalögum verður breytt, eiga margir til hnífs og skeiðar lengur, jafnvel út mánuðinn.

Held að það sé lágmarkskrafa ölmusuhafa, að fá viðunandi afgreiðslu hjá ríkinu, sem aðhafðist ekkert, þó að sífellt hafði verið mokað fé í bankana gegnum Seðlabankann, og aðhafaðist ekkert, þrátt fyrir alvarlegar viðvaranir á sínum tíma.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 21:32

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stefnan er ein hjá okkur og hún er beint á hausinn!

Sigurður Haraldsson, 29.10.2010 kl. 22:29

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Takk fyrir innleggið Ingibjörg. Ég er sammála þér að gera þarf langtíma breytingar. Hinsvegar er hætt við að slíkar breytingar sem þú fjallar um taki amk einhverja mánuði eða ár og mér finnst við ekki geta sætt okkur við þessar matarbiðraðir deginum lengur. Þeim gæti ríkisstjórnin útrýmt á nokkrum dögum með 90 milljón króna fjárveitingu og útgáfu matar-kreditkorts sem mætti t.d. úthluta í gegnum Fjölskylduhjálpina og Mæðrastyrksnefnd. Það yrði líklegast fljótvirkasta og skilvirkasta aðferðin til að bjarga því máli á nokkrum dögum.

Sigurður, við þurfum að stokka upp allt kerfið. Við getum auðvitað ekki sætt okkur við það stefnuleysi sem ríkir í dag, eða þá glæpastefnu að moka undir flokksgæðinga á kostnað almennings.

Ástþór Magnússon Wium, 30.10.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband