26.10.2010 | 15:23
Samruni stjórnmála og viðskipta orsök spillingar
Eins og ég benti á í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 var Íslandi stjórnað af huldumönnum sem vildu hagnast á að ræna þjóðina. Fjölmiðlar skúrkanna kölluðu mig öllum illum nöfnum og drógu mannorð mitt í ræsið til að þjóðin tryði ekki staðreyndunum sem ég benti á.
Fyrir alþingiskosningar 2009 benti ég á nauðsyn þess að handtaka þá klíku manna sem stóð fyrir bankasvindlinu. Setja á þá sérstök efnahagsleg hryðjuverkalög á Alþingi til að stöðva starfsemi þeirra um allan heim. Aðeins þannig yrði hægt að endurheimta stolnu peningana.
Nú er aftur tækifæri að taka á þessum málum af alvöru ef þjóðin óskar þess. Stjórnlagaþing veitir möguleika til að koma hugmyndum mínum um beint og milliliðalaust lýðræði, nýja stjórnskipan og virkja Bessastaði til að moka hér út landlægri spillingu og mútuþægum stjórnmálamönnum.
Kynntu þér framboð mitt til stjórnlagaþings á www.austurvollur.is/thor
Farið að lengja eftir ákærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Athugasemdir
Ég valdi mér nafnið "huldumenn" á MBL blogginu sem tilraun til að vekja athygli á einmitt þessu....án árangurs. Íslendingar þurfa að sturta nokkrum hundruðum milljarða í sjóinn áður enn þeir skilja þetta útstúderaða "Con Game" sem er í gangi...ákærurnar og hverjir munu taka skellinn er fyrir löngu ákveðið og frágengið...það er hluti af "leiknum".
Óskar Arnórsson, 26.10.2010 kl. 15:45
Sælir það erum við sem eigum að ráða og troða lýðræðinu uppí ráðamenn þessarar þjóðar sem eru klárlega löngu búnir að tapa áttum út af flokksræðinu og einkavinavæðingunni!
Sigurður Haraldsson, 26.10.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.