11.6.2010 | 15:30
Glæpafyrirtæki valið af menntamálaráðherra
Glæpafyrirtækið 365 miðlar sem fjármagnað er með þýfi úr Íslensku bönkunum hefur verið valið af Menntamálaráðherra til að tilnefna fulltrúa allra einkarekinna útvarpsstöðva í Menningarsjóð útvarpsstöðva.
Eru ekki Vinstri Grænir alltaf að hamra á því að þeir vilji nýtt og heiðarlegt Ísland? Hvernig samræmist það með því að kenntöluflakkarinn 365 miðlar sem fjármagnað er með leynipeningum sé að vasast með menningarsjóði þjóðarinnar? Er ekki komið nóg að eigandinn sé búinn að stela hundruðum milljarða af þjóðinni. Á nú að setja menningarsjóð útvarpsstöðva undir sama hatt?
Ég legg til að Menntamálráðherra beiti sér fyrir því að gera 365 miðla upptækt sem þýfi og þjóðnýta fyrirtækið. Á meðan bankaræningjar reka þetta fyrirtæki er þetta sóðadæmi sem ekki er hægt að taka alvarlega.
Ég tek svo sannarlega undir þessa athugasemd Útvarps Sögu um málið:
Til útvarpsstöðva,
Að ósk menntamálaráðuneytisins hefur 365 verið falið að tilnefna einn einstakling í menningarsjóð útvarpsstöðva, sem allar útvarpsstöðvar geta sammælst um.
Fyrir hönd Pálma Guðmundssonar og Ara Edwald sendi ég ykkur tilnefningu okkar:
Frk. Hildur Sverrisdóttir, Lögfræðingur 365.
Ef upp koma einhverjar athugasemdir, vinsamlegast sendið þær inn á gydadan@365.is.
Með kærri kveðju,
Gyða Dan Johansen
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.