Steingrímur og Jóhanna - Afsögn strax!

Það er landráð ef þið sitjið áfram eftir þjóðaratkvæði dagsins. Slíkt myndi valda þjóðinni stórkostlegum skaða, grafa undan trúverðugleika og þvælast fyrir nýjum og betri samningi.

Fyrirrennarar ykkar þau Geir og Ingibjörg Sólrún voru eins og olía á þann eld sem brenndi upp hundruði milljarða í misheppnuðum "björgunarleiðangri". Það væri skelfilegt ef slík ráðherramistök yrðu nú endurtekin.

Nú þarf að skipta um í brúnni eins og þú segir oft Steingrímur. Ný andlit, nýtt fólk, nýjar hugmyndir. Hvorki aðilar í ríkisstjórn né stjórnarandstöðu eiga að koma nálægt nýju Icesave samningaferli.

Ef eitthvað af viti á að koma út úr þessum samningum þarf að byrja algerlega uppá nýtt með hreint borð. Nýjar Alþingiskosningar og síðan sterka ríkisstjórn með afdrifarlaust umboð frá þjóðinni. Ekkert minna dugar!

Sjá einnig:

Lítisvirða þjóðina


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri ÁSTþór, mér sýnist að "Lady GaGa & SteinFREÐUR ætli að taka slaginn áfram við þjóðina & alþingi...lol....!"  Þau hafa ítrekað sýnt að þau valda ekki störfum sínum og eru því miður stórhættuleg fyrir land & þjóð - nú er mál að linni - Jón Baldvin vildi að Lady GaGa skilaði stjórnarumboði sínu í byrjun janúar 2010 enda augljóst að Samspillingin er ekki "stjórntækur FLokkur" - nú er mál að linni...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.3.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband