Lítisvirða þjóðina

Ég skora á hvern heilvita Íslending að hafna Icesave og styrkja þannig samningstöðu okkar.

Jóhanna og Steingrímur Ráðherraparið Jóhanna og Steingrímur hafa með einstaklega klunnalegum hætti snúið Icesave atkvæðagreiðslunni uppí kosningar um ríkisstjórnina.

Þau sýna þjóð sinni eindæma fyrirlitningu með yfirlýsingum um að þjóðaratkvæðagreiðsla, sem þau sjálf settu lög um á Alþingi, sé marklaus og þau ætli að sitja heima á kjördag.

Yfirlýsingar þeirra eru ekki við hæfi af vestrænum leiðtogum sem kjörnir voru fyrir fáeinum mánuðum undir eigin yfirlýsingum um aukið og beinna lýðræði.

Með yfirlýsingum sínum um að atkvæðagreiðslan sé markleysa og þau ætli þessvegna að sitja heima, eru þau Jóhanna og Steingrímur að lýsa því yfir við þjóðina að þau séu ekki starfi sínu vaxin.

Þau eru að hafa þjóðina að fíflum með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu sem þau sjálf mæta ekki til. Þau lítisvirða stjórnarskrá lýðveldisins og gera skrípaleik úr þeim sjálfsagða rétt fólksins í landinu að leita til forseta síns um að skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Óbreyttur þingmaður sagði í nýlegu útvarpsviðtali að 5% þjóðarinnar væru fávitar. Jóhanna og Steingrímur virðast taka undir þetta með framkomu sinni. Þótt parið segi það ekki berum orðum virðast þau telja að meirihluti þjóðarinnar séu fávitar.

Ljóst er að Jóhanna og Steingrímur hafa nú búið þannig um hnútana að ríkisstjórnin er fallin hafni þjóðin Icesave málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Útilokað er að þau sitji áfram við þær aðstæður og það myndi stórskaða hagsmuni þjóðarinnar. Trúverðugleikinn yrði nákvæmlega enginn.

Hafni þjóðin Icesave þarf að koma til nýtt fólk til að leiða samningaferlið. Senda skýr skilaboð undir nýju umboði frá þjóðinni að Íslendingar hafni lögum og samningsdrögum þessarar ríkisstjórnar og nú þurfi að semja algerlega uppá nýtt.

Þjóðinni væri einnig misboðið sé reynt að sjóða saman nýja ríkisstjórn úr stjórnarandstöðunni hvortsem slíkt yrði með eða án annars stjórnarflokkanna. Vona að flokkarnir ali ekki hugmyndir um slíka nauðgun á lýðræðinu.

Til að komast hjá stjórnarkreppu er ekkert annað í stöðunni en nýjar Alþingiskosningar sem eðlilegast væri að slá saman með sveitastjórnarkosningum þann 29. maí n.k.

Ég skora á hvern heilvita Íslending að hafna Icesave og styrkja þannig samningstöðu okkar.
mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Ástþór.

Alveg sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.3.2010 kl. 23:30

2 Smámynd: Höskuldur Pétur Jónsson

Ein góð vísa sem seigir allt sem seija þarf.

Með þeim úldna krataher,

stjórnvöld folkið smána ,

samfylkingarrakkarner,

rífa stjórnarskrána.

                      H

mbk DON PETRO

Höskuldur Pétur Jónsson, 5.3.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband