Gjaldþrota DV fjármagnað af Sparisjóð Siglufjarðar

Sparisjóður SiglufjarðarInnistæður einstaklinga hjá Sparisjóði Siglufjarðar eru notaðar til að fjármagna rekstur sorpblaða m.a. DV sem rekið er af gjaldþrota pýramídaþrenningu undir stjórn hæstaréttarlögmannsins Hreins Loftssonar, sem margir telja sitja sem lepp fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson sem færði útgáfu DV úr Baugi með bókhalds töfrabrögðum skömmu fyrir gjaldþrot þess félags.

Útgáfufélag DV Birtingur ehf er í eigu Hjálmur ehf sem er svo aftur í eigu Austursel ehf. Daglegur rekstur sorpritsins er fjármagnaður af Sparisjóð Siglufjarðar.

HreinnJonAsgeirBirtingur er eignarlaust félag og í raun gjaldþrota en haldið uppi með bókhaldsbrellum kokkuðum af þessum fyrrum Baugsmönnum. Næst upp í pýramídanum kemur Hjálmur ehf sem einnig er algerlega eignarlaust og lestina rekur svo Austursel ehf. Aftur sama sagan það félag er einnig gjaldþrota og eignalaust. Yfir þessu trónir svo leppurinn Hreinn sem í hjáverkum hefur haft af því atvinnu að starfa sem lögmaður fyrir opinbera aðila.

Þótt útgáfa DV sé gjaldþrota og allur fyrirtækja pýramídinn eignalaus, þá stöðvar það ekki spunameistara útrásarvíkinganna að fjármagna þennan vonlausa rekstur með innistæðum grandvaralausra Siglfirðinga. 

Sorpritstjórinn sem lúffaðiSparisjóðurinn lætur einnig sem vind um eyru þjóta að ágætur lögfræðingur hefur kallað blaðamenn DV síbrotamenn á sviði ærumeiðinga enda kemur nánast mánaðarlega nýr dómur þar sem sorpritstjórn blaðsins hefur farið á svig við faglega blaðamennsku og gerst brotlegir við almenn hegningarlög. 

Hinsvegar hafa verið vandkvæði á því að fá dæmdar miskabætur greiddar því hvorki útgáfufélagið Birtingur né blaðasnápar þeirra virðast geta borgað. Hreinn Loftsson og Jón Ásgeir sitja stikkfrí frá öllu saman með þrjú eignarhaldsfélög sem stuðpúða!

Gæti ástæða þess að spilað er svo óvarlega með sparifé Siglfirðinga verið sú að eigandi Sparisjóðs Siglfirðinga er Afl Sparisjóður sem svo er í eigu Arion banka.

FinnurOlafurHver á svo þann banka er stóra spurningin og hvernig vogunarsjóðirnir sem þar eru sagðir standa á bakvið tengjast meintum bankaræningja Ólafi Ólafssyni, Baugsmönnum og öðrum samherjum þeirra með ryksuguðu Íslenskar peningahyrslur og settu þjóðfélagið á hausinn.   

Sjá einnig: 

Blaðamannafélag Íslands styður mannorðsmorðingja


mbl.is Upplýst verði um eignarhald fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Næ þessu ekki alveg. En hefur Dv ekki verið að flytja sukkfréttir af þessum drullusokkum öllum ?

Sveinn Elías Hansson, 26.2.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þeir hafa sneitt hjá ýmsu sem snertir Baugsmenn í sinni umfjöllun. Svo eru þeir með svona drottningarviðtöl eins og við Jóhannes í Bónus nú um helgina!

Ástþór Magnússon Wium, 26.2.2010 kl. 18:19

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Á nú almenningur að fara að vorkenna Jóhannesi karlgreyinu, svo sátt náist um að afhenda honum aftur Haga?

Sveinn Elías Hansson, 26.2.2010 kl. 18:24

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það er alveg ljóst að þetta viðtal í DV er sviðsett til að gera Jóhannes Jónson aumkunarverðan og einnig til að honum, kannski öðlist vorkunn lesenda eftir ömurlega umfjöllun síðustu daga.

Guðmundur Júlíusson, 26.2.2010 kl. 23:49

5 identicon

Ef ykkur langar að rifja upp fortíðina þá setti Davíð fram svokallað "fjölmiðlafrumvarp".... ég var ekki sammála honum, vorkenndi Jóhannesi í Bónus og syni hans gríðarlega....

en í dag er ég að fá svo rosalegan rassskell að hálfa væri nóg...

Viskan (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 12:09

6 identicon

En frábært hjá þér að "nenna" að standa í þessu, því ærumeiðingar og persónuniðurlægingar eru DV ær og kýr... hef reynslu af því !!!!

Viskan (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 12:13

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Drottingarviðtalið við Jóhannes dó eiginlega um leið og það birtst. Fréttir um feluleik með húsið hans á Flórída varpa miklu skýrari sýn á hugarheim Jóhannesar í Bónus en drottningarviðtalið við hann. En það var auðvitað líkt DV að reyna að standa sig í stykkinu fyrir hönd aðstandenda sinna með þessu viðtali.

Jón Pétur Líndal, 27.2.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband