6.2.2010 | 11:24
Stríðsglæpamaður misnotar Morgunblaðið
Mér verður hreinlega flökurt að lesa ruglið úr Davíð Oddsyni í pistli Morgunblaðsins í dag. Er það ekki lágmarkskrafa að hinn Íslenski stríðsherra haldi ekki áfram að skíta á sig á síðum blaðsins.
Í pistli sínum reynir Davíð að réttlæta innrásina í Írak og stuðning Íslands við bóðbaðið. Segir opinbera rannsóknarnefnd í Bretlandi vera á vegum þingmanna sem "þorðu ekki í Blair meðan hann var ennþá á staðnum" og sem eru að missa þingsæti sín í næstu kosningum. Hvílíkt fáranlegt bull!
Þá blandar hinn blóðþyrsti ritstjóri Morgunblaðsins saman í einn pott forsendum manna fyrri aldar fyrir seinni heimstyrjöldinni og segir innrásina í Írak hafa snúist um það sama. Fáranleg rökleysa, enda vita nú flestir sem ekki eru blindir og heyrnarlausir að innrásin Írak snérist um völd yfir olíulindum.
Þá segir hinn afvegaleiddi ritstjóri nánast berum orðum að morð á 300,000 Kúrdum hafi réttlætt að hann og félagar hans í stjórnunarstöðum á vesturlöndum hafi látið myrða yfir tvær milljónir saklausra barna og borgara í Írak með miskunnarlausu viðskiptabanni sem stöðvaði m.a. innflutning á mikilvægum lyfjum svo og blóðugum loftárásum sem sendu blómlegt samfélag aftur til steinaldar. Þá er hvítblæði og nýfæddir vanskapningar algengir í Írak í dag vegna úraníumhúðar á sprengjuoddum. Það liggur alveg ljóst fyrir að hér var um að ræða einn grófasta stríðsglæp mannkynssögunnar.
Ég vona að Alþingi hafi þor til að setja upp eigin rannsóknarnefnd að fyrirmynd Breta til að kafa ofaní þann skandal að Davíð og Halldór hafi dregið okkur Íslendinga ofaní þetta blóðbað. Síðan á að senda skáldið á Morgunblaðinu á Litla Hrauni fyrir sinn þátt í fjöldamorðinu. Kannski gamli klefinn minn sé laus þar sem ég var látinn dúsa fyrir að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina.
Aðeins með því að taka lögleysuna föstum tökum getum við lagt hornstein að heilbrigðum leiðtogum og friðsömum heim.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Athugasemdir
Ekki var Halldór Á skárri í viðtali á ruv á fimmtudaginn.
Allt rétt sem þeir drullusokkar gerðu í þessu máli.
Þessa siðblindu AUMINGJA á að senda á Kolbeinsey og láta þá dúsa þar , þangað til þeir biðjast afsökunar, þá má flytja þá í einangrun á Hraunið.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 13:14
Þetta er skandall að hann skuli nota moggann svona. Nu hef ég alveg misst þolinmæðina gagnvart þessum snepli. Ég las honum nú pistilinn líka á leiðarasíðunni.
Hann vogar sér að bera þetta saman við seinni heimstyrjöld og ástæður hennar. Segir réttlætinguna vera eiturefnaárás Saddams (eða slys segja sumir) í mars árið 1988, gegn eigin fólki!? !988 nota bene og ekki gergn umheiminum, né var það ógn við Breta eða Ameríkana frekar en seinna meir.
Ég vona að það takist að draga þessa vitleysinga fyrir rétt og dæma þá samkvæmt alþjóðalögum um stríðsglæpi, auk þess sem þeir gerðu þetta í óþökk þings og þjóðar.
Honum hefði farið betur að halda kjafti og vonað að þetta blési yfir. Það að fara fram á ritvöllinn með slíkt veruleikafirrtt yfirklór, segir manni raunar allt um ástand mannsins. Hann er algerlega í eigin fílabeinstruni, aflimaður frá öllum veruleika.
Djöfull hvað hann datt algerlega út af kortinu hjá mér við þetta.
Hann segir svo að 300.000 Kúrdar hafi verið drepnir (lesist Írakar, af því að það eru þeir) en raunin var sú að á bilinu 3.500 til 5000 manns dóu þarna og sumir segja miklu færri. Það er hreinlega ekki vitað með vissu út af öllum spunanum um málið.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 14:43
Það væri ástæða að nefna aðeins einn atburð til samanburðar í þessu ólöglega stríði, en það er fjöldamorð á 100.000 saklausum borgurum með fosfórsprengjum í Fallujah. Mönnum er ekki tíðrætt um slík smámál á síðum þessa helvítins snepils.
Það er heldur ekki fjargviðrast yfir slíku, þegar Ísraelsmenn verða uppvísir að slíkum stríðsglæpum. Hrsnin og viðurstyggðin er svo yfirþyrmandi í þessum leiðara stríðsglæpamannsins að maður verður nánast orðlaus.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 14:51
Kolbeinsey er of góð.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 16:01
Ástþór, mér finnst skrif þín bera merki skelfilegrar öfgamennsku. Þú ert svo orðstór um menn og málefni að orðin detta niður dauð áður en þau ná viðmælandanum. Þú virðist ekki skilja að þegar svo er verður engin umræða.
Guðmundur Pálsson, 6.2.2010 kl. 18:19
Fyrirsögnin hjá Ástþóri hefði alveg eins getað verið: Adolf Hitler var ógeðslega mikill mannvinur!
Flosi Kristjánsson, 6.2.2010 kl. 18:25
Guðmundur, er það ekki ófyrirletin öfgamennska að ráðast með sprengjuregni á varnarlaus börn, konur og gamalmenni? Eða að styðja slíkar aðgerðir í orðum og athöfnum? Hvar ætlarðu að draga línurnar?
Ástþór Magnússon Wium, 6.2.2010 kl. 20:36
Fyrirsögnin breytir engu. Davíð misnotaði aðstöðu sína.
Hann á að sjálfsögðu ekki að skrifa um þetta mál sem ritstjóri.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 20:37
Höfuð mistökin voru að klára ekki Persaflóastríðið. Hvernig skildi hafa staðið á því?
Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2010 kl. 22:40
Nú segir þú þetta Ástþór. Talar um óhugnað stríðs og hvernig það bitnar á saklausu fólki. Það er auðvitað rétt hjá þér. Það er umræða út af fyrir sig. Engum líkar stríð og það er auðvitað viðbjóðslegt. En þetta er allt önnur hugsun en sú sem stendur í fyrirsögninni: Stríðsglæpamaður misnotar Morgunblaðið. Annars ætla ég ekki að þjóna málstað þínum og segja þér að dempa þig. Þú ert liklega "bestur" þegar þú ert hvað öfgafyllstur.
Guðmundur Pálsson, 7.2.2010 kl. 01:12
Sæll Ástþór! Takk fyrir kjarnyrtan og hressandi pistil. Og sannan. Láttu nú ekki helgislepjurnar og þykjast manneskjur sem kritisera orðbragð og annað, hafa nein áhrif.
Maður þekkir fals og tvöfeldni fólks á því hvernig það talar.
"Hann var kurteis, dagfarsprúður, venjulegur fjölskyldufaðir, hversmanns hugljúfi og í góðri vinnu og sagði aldrei styggðarorð til nokkurs manns....!"
Þetta er lýsingin sem ég hef lesið á verstu óþverrum fangelsa, geðspítala og alls konar stofnanna, sem starfsmaður, þegar þeir verða uppvísir að hroðalegustu glæpum sem framdir hafa verið í Svíþjóð nokku sinni.
Skepnurnar í mannslíki fela sig oftast bakvið fágaða og óaðfinnanlega framkomu í orði og æði.
Og þú þekkir þá á því að þeir leita að stafsettningarvillum í fréttum af stríðsglæpum, og benda óspart á villurnar í framsettningunni.
Stafsettningarvillurnar eru mikilvægari hjá þeim en hryllingurinn í sambandi við stríð.
Það eru svona frík á síðunni hjá þér. Þeir tala mikið um öfgamennsku og eru oft að krítisera það sem er að hjá þeim sjálfum.
Að íslensk yfirvöld hafi vogað sér að styðja stríðsrekstur USA, er smánar blettur oh eiginlega stuðningur við skipulögð morð. Davíð ásamt mörgum öðrum, þótti við hæfi að sýna stuðning við þennan óþverraskap sem öll stríð eru.
Enda hafði USA enga áhuga á að beita þeim þrýstingi sem Saddam þurfti til að hætta morðáráttu sinni. Það var miklu hagstæðara að ráðast á þá og taka olíunna.
Davíð hefur séð að það var pólitískt hagstætt að styðja USA og þá verður allt í lagi að sprengja börn í loft upp.
Það er engin afsökun í boði fyrir stafsettningarvillur og lélega íslensku.
Óskar Arnórsson, 7.2.2010 kl. 07:05
Ekki það að það skipti neinu máli (því ég er sammála Moggapistlinum), en Davíð skrifaði ekki pistilinn
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2010 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.