4.2.2010 | 11:53
Nornaveiðar kerlinganna
Það er ekki konum til framdráttar þegar kerlinganornir á fjölmiðlum misnota aðstöðu sína. Hér eru þrjú dæmi um slíkt:
1. Elín Hirst. Þegar ég kom í viðtal á Stöð2 í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 var ég í bókstaflegri merkingu hakkaður niður af Elínu Hirst. Í nornaveiðum sínum bar Elín á mig ýmsar grófar aðdróttanir sem áttu ekki við rök að styðjast. Þetta var sent út í opinni dagskrá. Þegar kom að mér að svara fyrir mig lét Elín læsa útsendingunni þannig að aðeins þeir sem höfðu greitt áskrift Stöðvar 2 gætu hlustað á svörin mín.
2. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Margir hafa deilt á hlutdræg vinnubrögð Þóru Kristínar þegar hún starfaði á Morgunblaðinu. Ég kynntist þessu þegar ég mótmælti því að Borgarahreyfingin hafði látið bera mig út af fundum sínum með ofbeldi fyrir þær sakir að leggja til lýðræðisleg vinnubrögð. Flestir fjölmiðlar sem fluttu fréttir af fundinum sögðu einnig frá mótmælum á fundinum. Þóra Kristín hinsvegar sneiddi algerlega hjá mótmælum mínum og lofsöng þess í stað í sinni frétt af sama fundi þá ólýðræðislegu hreyfingu sem sigldi mánuðum saman undir fölsku flaggi í Íslensku þjóðlífi. Frétt Þóru var þannig í litlu samræmi við það sem gerðist á þessum fundi. Á endanum fengu lýðskrumarnir nokkra vanhæfa einstaklinga kosna á þing með dyggri aðstoð Þóru sem lofsöng lýðskrumarana mánuðum saman á vef og síðum Morgunblaðsins, svo og formanns hópsins sem starfaði á RÚV eða sama fyrirtæki og Egill Helgason sem einnig misnotaði sína aðstöðu til blekkja þjóðina og ota lýðskrumurunum inná þing.
3. Agnes Bragadóttir. Fyrst man ég eftir Agnesi þegar ég hringdi á fréttastofu Morgunblaðsins vegna einhvers máls Friðar 2000. Það fór hálfgerður hrollur um mig þegar ég talaði við fréttastjórann á vakt sem í þetta skiptið var Agnes í miklum nornaham. Í apríl s.l. í aðdraganda kosninga mætti ég svo í viðtal í Zetu Morgunblaðsins þar sem Agnes sat á kústskaftinu ásamt Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og augljóslega ætluðu að efna til "grillveislu" með mig sem svínið. Vinur minn Sverrir Stormsker skrifaði pistil sem lýsir þessu ágætlega, bendi ykkur á að kíkja á hann: "Ástþór í stórfurðulegu viðtali"
Íslenskir fjölmiðlar þurfa endurskoðun og uppstokkun. Þeir þurfa að vera óhlutdrægur spegill samtíðar. Vettvangur mismundandi skoðana og lýðræðislegrar umræðu.
Þegar einstakir fréttamenn, stjórnendur eða eigendur fjölmiðla misnota aðstöðu sína til ota sínum tota eða vina sinna eru þeir að grafa undan þjóðfélaginu sem á endanum mun hrynja eins og við höfum séð gerast á Íslandi. Nýtt Ísland er byggt á sandi nema breyting verði á. Konur Íslands ættu að sameinast um að byggja nýtt og heiðarlegt Ísland og standa vörð um óhlutdræga fjölmiðlun.
Ofbýður ástandið á ritstjórnum landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Ástþór þitt framboð átti fullkomlega rétt á sér það þó svo að spilltir fréttamenn með rétta flokksskírtenið voru á öðru máli. Með þessu framferði sem þeir viðhöfðu, sem ég tel vera óafsakanlegt því að öll framboð sem bjóða sig fram eiga að fá sömu umfjöllun og sanngjarnar spurningar óháð skoðunum fréttamanna eða fréttagerðarmanna, eins og sumir kalla þetta blessaða fólk í ríkissfjölmiðlum og baugsmiðlum. Þetta viðhorf sem svokallaðir fréttamenn hafast við minnkar líkurnar á að lítil framboð með litla tekjumöguleika eigi einhvern séns. Og enþá í dag eru þessir fréttagerðarmenn að malla viðbjóð. Og þessir útrásarmenn þeir halda sínu og fjölmiðlarnir syngja með, forsetisráðherra segist ekkert geta gert til að stöðva þetta. Hvað er í gangi?. Þetta nýja Ísland er enþá spilltara en fyrirrennari sinn. Ég hlustaði á þetta viðtal og varð hálf agndofa hvernig framganga þeirra var. Það er greinilega ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón sem talað er við af hálfu fréttamanna sem eru ófærir að gæta hlutleysis.
Elís Már Kjartansson, 4.2.2010 kl. 22:10
Ástþór það sem þú sagðir gegn fölmiðlum og stjórnskipulaginu var frábært að láta liðið heyra það!
Sigurður Haraldsson, 5.2.2010 kl. 00:44
Maður sér það alltaf betur og betur hve nauðsynlegt það var hjá þér að ganga með lúður kring um Útvarpshúsið.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.2.2010 kl. 00:54
Lög eru ótvíræð um rétt fólks til að bjóða sig fram eins og þú gerðir, Ástþór, og mjög sérkennilegt þegar þeir, sem telja sig hlynnta lýðræði, vilja koma í veg fyrir að einstaklingar, sem ekki eru þeim hugnanlegir, nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt.
Framboð þín í forsetakosningum voru sjálfsögð og fullkomlega lögleg.
Hvað snertir fundinn í Iðnó fórst þú hins vegar ekki að reglum fundarins, sem aðrir urðu að fara eftir, en þær fólust í því að láta fyrst skrá sig á mælendaskrá og bíða eftir því að að manni kæmi.
Þetta veit ég, því að svo margir voru um hituna, að ekki komust allir að, og var ég þeirra á meðal á einum fundinum og sætti mig við þessar reglur, því að þær voru nauðsynlegar til þess að fundirinir yrðu ekki óhæfilega langir og fólk missti áhugann á að fara á þá.
Ómar Ragnarsson, 6.2.2010 kl. 12:28
Ómar, þú missir algerlega púnktinn í þessu með fundinn í Iðnó. Ég var ekki að sækjast eftir að flytja erindi í Iðnó, ég var að vekja athygli á ólýðræðislegum leiksýningum þessa fólks. Ég var borinn út af fundi þessara samtaka í Borgartúni mörgum vikum áður. Sök mín var víst sú að hafa sagt það álit mitt að vinnubrögðin gætu verið lýðræðislegri t.d. með því að nota netið til að hjálpa fólki að komast að með skoðanir sínar í tengslum við borgarafundi.
Aðstandendur fundanna þrættu fyrir að hafa borið mig út af fundinum í Borgartúni, en í Iðnó urðu fjölmiðlar vitni að því þegar útburðinn endurtók sig.
Hvernig var annars með þessa búsáhaldarbyltingu, fóru þeir að lögum og reglum Alþingis í tengslum við mótmælin þar. Eða er Nýja Ísland að fara eftir lögum og reglum um friðhelgi einkalífs þegar þeir vöktu upp heimilisfólk bankastjóranna með mótmælum sínum í morgun?
Ástþór Magnússon Wium, 6.2.2010 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.