RÚV afsökunarbeiðni til Lýðræðishreyfingarinnar

Útvarpsstóra sagt upp

Gott hjá RÚV að biðjast afsökunar á subbulegri frétt stofnunarinnar um fasteignakaup.  Ekki er síður ástæða að biðja undirritaðann, Lýðræðishreyfinguna og Íslensku þjóðina afsökunar á sóðaskapnum í framgöngu ríkisfjölmiðlanna í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.

RÚV hafði bein áhrif á úrslit lýðræðislegra kosninga með svipuðum hætti og tíðkast í alræmdum kommúnista og enræðisríkjum. RÚV var misnotað í þágu einstakra framboða m.a. framboðs undir forystu starfsmanns RÚV. Framganga RÚV mánuðina og vikurnar fyrir kosningar átti lítið skylt við frjálsa og óháða fjölmiðlun. Lýðræðið var fótum troðið af stjórnendum RÚV.

Hvar í lýðræðisríki þurfa löggilt framboð að leita til lögreglunnar til að fá inni í "kosningaumfjöllun" ríkisfjölmiðla? Hversvegna þurfti að framleiða hávaða með sírenu og gjallarhorni við fréttastofu RÚV til að fá vefsíðutengil Lýðræðishreyfingarinnar á kosningasíður RÚV?

HerbertHversvegna var Lýðræðishreyfingunnni algerlega úthýst úr Silfri Egils? Þáttarstjórnandinn upplýsti nokkru eftir kosningar um stuðning sinn við Borgarahreyfinguna sem bauð fram til Alþingis undir forystu starfsmanns RÚV. Starfsmanns sem varð uppvís að því að ganga erinda framboðsins um landið á launum frá RÚV og sem tók á móti símtölum um skiptiborð RÚV í farsíma á kosningaferð um Akureyri!

Það þarf að hreinsa út yfirstjórn RÚV. Við þurfum hæfari og heiðarlegri útvarpsstjóra. Fjölmiðlar þjóðarinnar eiga að vera óhlutdrægir í starfsháttum og umfjöllun. RÚV getur ekki starfað áfram sem pólitískt hóruhús.

Ástþór Magnússon


mbl.is Bað þingmenn og sendiherra afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband