Færsluflokkur: Fjölmiðlar
29.3.2009 | 21:14
Þitt atkvæði á þing!
Kjóstu þína eigin persónu á þing!
Flestir láta ekki pabba gamla ráða vali á maka. Slíkt er jafn úrelt fyrirbæri og fulltrúalýðræðið. Hvers vegna eiga aðrir að fara með þitt atkvæði á Alþingi þegar komin er tækni fyrir milliliðalaust lýðræði.
Beint og milliliðalaust lýðræði
Þingmenn XP Lýðræðishreyfingarinnar munu starfa í takt við rafrænt Almannaþing. Þar getur þú forgangsraðað málum og greitt atkvæði í einstökum málum. Þingmenn XP verða þitt verkfæri á Alþingi og þú hefur persónuleg áhrif á Alþingi STRAX! Framtíðarsýn XP er að koma á beinu lýðræði þar sem næsti hraðbanki er þinn kjörklefi.
Einstaklingsframboð í stað úrelt flokkakerfis
Við súpum nú seyðið af spilltum flokkadráttum og ráðherraræði. XP er kosningabandalag 126 einstaklingsframboða. XP ætlar að moka út spillingunni með beinu og milliliðalausu lýðræði.
Stefnuskrá xP Lýðræðishreyfingarinnar
Hvernig við förum úr núverandi kerfi í beint lýðræði
27.3.2009 | 20:17
Árangur af kæru til Útvarpsréttarnefndar
RÚV hefur breytt tilhögun kosningasjónvarps eftir að Útvarpsréttarnefnd fjallaði um kæru Lýðræðishreyfingarinnar.
Nú fá öll framboð aðgang að leiðtogafundi í sjónvarpssal sem birta opinberlega framboðslista í einu kjördæmi.
Áður en Útvarpsréttarnefnd fundaði um kæru Lýðræðishreyfingarinnar, hafði RÚV ákvörðun Alþingis um skilafrest að engu og setti eigin reglur og styttri en Alþingi um skilafrest framboða til yfirkjörstjórna.
Í síðustu kosningum voru slíkar reglur RÚV þess valdandi að Íslandshreyfingin fékk ekki að sitja fyrsta leiðtogafund í sjónvarpssal fyrir síðustu kosningar sem líklegast hefur orðið þess valdandi að framboðið náði ekki brautargengi í kosningunum.
Gott framtak hjá RÚV að bregðast við kæru Lýðræðishreyfingarinnar, en Egill Helgason virðist ætla að halda áfram sínum subbuskap í ríkisfjölmiðlinum ef marka má þetta skeyti frá honum í dag:
From: Egill Helgason [ehelgason@simnet.is]
Fri 3/27/2009 4:31 PM
Sæll Ástþór.
Ekki hringja í hana Halldóru, hún ræður engu um hvað er í þættinum.
Ég mun ekki bjóða þér í þáttinn að sinni.
mbk Egill
On 27.3.2009, at 16:28, Ástþór Magnússon wrote:
Sæll Egill,
Ég talaði við aðstoðarstúlkuna þína og hún sagði þig ekki vilja taka mig í þáttinn á sunnudag vegna þess að of stutt sé síðan ég hafi verið í Kastljósinu.
Mér finnast þetta furðuleg rök Egill, Kastljósið var örfáar mínútur, engin umræða um okkar málefni, og Lýðræðishreyfingin virðist hafa að mestu verið sniðgengin af RÚV og sérstaklega af þér. Við skiljum ekki hversvegna. Bæði er um að ræða áhugavert efni fyrir hlustendur þína og ætti einnig að vera eitthvað sem þér sjálfum finnst áhugavert nema einhver annarleg sjónarmið ráði för í þessu sem mér finnst miður ef svo er.
Ég vona að þú sjáir að þér með þetta mál og leyfir okkur að kynna okkar framboð og hugmyndafræði í þínum þætti til jafns við aðra en þú hefur rætt við önnur framboð og sum margsinnis þótt þau hafi komið fram á sjónvarsviðið löngu á eftir Lýðræðishreyfingunni. Þú getur séð nánar um okkar hugmyndafræði áwww.xp.is
Vonast til að heyra frá þér um hæl þótt ekki sé annað en ræða þetta við mig maður á mann.
Kveðja
Lýðræðishreyfingin
Ástþór Magnússon
Sími 6626053
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2009 | 13:19
Á launum hjá RÚV í framboðsferð
Formaður Borgarahreyfingarinnar Herbert Sveinbjörnsson er á ferð um landið í kosningabaráttu sinni á launum frá Ríkisútvarpinu.
Fram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri leiðir nú lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.
Ljóst er að Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV. Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar frá Lýðræðishreyfingunni með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar og Herbert stefndu á alþingisframboð.
Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir félagar létu bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði þá þegar tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.
Herbert skellti á mig símanum þegar ég hringdi í hann um skiptiborð RÚV og honum sagt að þar væri búið að staðfesta að starfsmenn RÚV héldu að hann væri í vinnunni enda á fullum launum.
Hlusta á umfjöllun á Lýðvarpinu og símtöl hér
Fylgist með á www.frettavakt.is
Persónukjör Lýðræðishreyfingarinnar: www.austurvollur.is
Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar: www.lydveldi.is
Sakar RÚV um að beita bellibrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2009 | 08:22
Þjóðin blekkt með bellibrögðum RÚV
Útvarpsréttarnefnd fundar í dag um kæru Lýðræðishreyfingarinnar vegna brota Ríkisútvarpsins RÚV á útvarpslögum og lögum um Ríkisútvarpið
Nú er ljóst að starfsmenn Ríkisútvarpsins beittu brögðum til að koma nýju framboði á framfæri en formaður Borgarahreyfingarinnar (sem eru í raun sömu samtök og "Opinn borgarafundur") starfar hjá Ríkisútvarpinu. Fram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri leiðir nú lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.
Ljóst er að Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV. Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar frá Lýðræðishreyfingunni með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar stefndi á alþingisframboð.
Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að hann lét bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.
Verði ekki gerð veruleg bragabót til að kynna Lýðræðishreyfinguna næstu daga í Ríkisútvarpinu og RÚV til að koma boðskap hennar á framfæri við þjóðina til jafns við ofangreind samtök Opin borgarafund og Borgarahreyfinguna, er ljóst að kosningar verða ekki með lýðræðislegum hætti og eiga því meira í ætt við kosningar í einræðis- og kommúnískum ríkjum þar sem aðgangi að fjölmiðlum er miðstýrt til að útiloka að ný framboð nái fram að ganga. Við erum nú að upplifa slíka misnotkun fjölmiðla hér á Íslandi nema Útvarpsréttarnefnd grípi í taumana næstu klukkustundirnar til að rétta hlut Lýðræðishreyfingarinnar í aðdraganda þessa kosninga.
Verði ekki bætt úr þessu hlýtur að vakna sú spurning hvort yfir höfuð sé hægt að taka þátt í slíku skrípalýðræði sem Ríkisútvarpið og stjórnvöld bjóða þjóðina. Hvort ekki þurfi frekar að beita kröftunum í að Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu aðstoði við að fá alþingiskosningarnar lýstar ólögmætar. Slíkur er alvarleiki málsins að mati lögmanna Lýðræðishreyfingarinnar.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verði ekki bætt úr hlýtur að vakna sú spurning hvort hægt sé að taka þátt í slíku skrípalýðræði sem RÚV og stjórnvöld bjóða þjóðinni.
Hvort ekki þurfi að fá aðstoð Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu að alþingiskosningarnar verði lýstar ólögmætar. Slíkur er alvarleiki málsins að mati lögmanna Lýðræðishreyfingarinnar.
Hér er birt efni kæru til Útvarpsréttarnefndar 25. mars 2009:
Undirritaður minnir Útvarpsréttarnefnd á fyrri kærur og erindi frá árinu 2004, 2008 og 2009 sem enn hefur ekki verið svarað. Athygli formanns Útvarpsréttarnefndar var vakin á þessu í símtali og að höfðu samráði við hann er þessi kæra nú framsett gegn loforði hans um að taka á málinu:
Ríkisútvarpið RÚV hefur undanfarnar vikur og mánuði ítrekað brotið lög og reglur nú í aðdraganda alþingiskosninga á Lýðræðishreyfingunni. Fjöldi erinda hefur verið sendur til Páls Magnússonar útvarpsstjóra með kvörtunum en hann hefur ekki svarað þeim. Haldinn var fundur með Páli í síðustu viku en þrátt fyrir góð orð er haldið áfram að fótum troða lýðræðislegar jafnaðarreglur og brjóta á Lýðræðishreyfingunni. Hér eru tekin 3 dæmi vegna síðustu daga:
1. Í Silfri Egils s.l. laugardag var rætt við talsmenn Borgarahreyfingarinnar og L-Lista en Lýðræðishreyfingin var sniðgengin þrátt fyrir sérstakar og ítrekaðar beiðnir um aðganga að þættinum til að kynna þar okkar stefnumál og framboð í komandi alþingiskosningum.
2. Í fréttum RÚV 19.03.09 var rætt við leiðtoga stjórnmálasamtaka um skoðanakannanir. Lýðræðishreyfingunni var synjað um að gefa álit á könnuninni. Við nánari athugun hefur komið í ljós að Ríkisútvarpið kostar þessar kannanir sem unnar eru af Capacent Gallup og áður en öll framboð eru komin fram. Því er um marklausar kannanir að ræða og sem eru framsettar af RÚV þannig að skekkt er lýðræðisleg umræða um framboðin.
3. Ríkisútvarpið hefur sent Lýðræðishreyfingunni áætlun um kosningasjónvarp og segist hefja kosningaumfjöllun í RÚV 3. Apríl með leiðtogafundi í Sjónvarpssal. Og svo segir: ATH! Þátttaka í þeim fundi miðast við þau framboð sem bjóða fram á landsvísu og hafa fengið framboð sitt staðfest fyrir 3.apríl! Næsta leiðtogafund á síðan ekki að halda hjá RÚV fyrr en kvöldið fyrir kjördag þann 24 apríl.
Frestur til að skila framboðum til alþingiskosninga 2009 er 11 apríl n.k. Ríkisútvarpið hefur ákvörðun Alþingis um þau tímamörk að engu og hefur sett sín eigin tímamörk að því virðist til að halda áfram að leggja steina í götu nýrra framboða og halda þeim frá umræðunni. Lýðræðishreyfingin hefur leitað álits lögmanns sem segir Ríkisútvarpið brjóta lög og reglur með framgangi sínum og það sé ólögmætt að útiloka framboð frá umræðunni með þessum hætti.
Í 9gr. Útvarpslaga segir:
Lýðræðislegar grundvallarreglur. Útvarpsstöðvar skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Þeim ber að virða tjáningarfrelsi og stuðla að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum. Þó skal útvarpsstöð, sem fengið hefur útvarpsleyfi í þeim yfirlýsta tilgangi að beita sér fyrir tilteknum málstað, vera óskylt að flytja dagskrárefni sem gengur í berhögg við stefnu stöðvarinnar.
Í lögum um Ríkisútvarpið segir um skyldur stofnunarinnar:
4 gr.: Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega og með þeim hætti tryggja hlutlæga upplýsingagjöf um íslenskt samfélag.
5 gr.: Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.
7 gr.: Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.
9 gr: Að miða útvarpsefni við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, þar á meðal að sinna eðlilegum þörfum minnihlutahópa.
Ljóst er hverjum manni sem fer yfir umfjöllun Ríkisútvarpsins RÚV nú í aðdraganda kosninga að ofangreind lög eru þverbrotin af stofnuninni og starfsmönnum hennar.
Fram kemur í nýrri skýrslu Öryggis- og Samvinnustofnunar Evrópu að Ríkisútvarpið haldi engar skrár yfir jafnvægi í umfjöllun gagnvart einstökum framboðum. Framganga Ríkisútvarpsins er með þeim hætti að hér er ekki hægt að heyja heiðarlega og lýðræðislega kosningabaráttu.
Þess er krafist að Útvarpsréttarnefnd hlutist án tafar til um eftirtalin atriði:
1. Lýðræðishreyfingunni verði veittur eðlilegur aðgangur til að kynna sín stefnumál og framboð. Sérstaklega er óskað eftir aðgangi að Silfri Egils n.k. sunnudag.
2. Ríkisútvarpið hætti kostun og umfjöllun um skoðanakannanir sem gerðar eru áður en framboðin eru fram komin og öll framboð verði tekin með í slíkum könnunum.
3. Ríkisútvarpið bjóði á leiðtogafund 3 apríl fulltrúum allra framboða sem lýst hafa yfir framboði í komandi kosningum eða þessum fundi sé frestað fram yfir framboðsfrestinn. Sé fjöldi framboða eitthvert vandamál hlýtur að vera hægt að skipta þessum leiðtogafundum á 2 daga, t.d. 2 og 3 apríl. Við teljum einnig ámælisvert að síðan séu þrjár vikur látnar líða þar til aftur er rætt við leiðtoga framboðanna. Fleiri slíkir fundir hljóta að vera nauðsynlegir fyrir kjósendur til að geta gert upp hug sinn með vitrænum hætti í svo mikilvægu máli sem alþingiskosningum við þær aðstæður sem nú er.
Verði ekki bætt úr þessu hlýtur að vakna sú spurning hvort yfir höfuð sé hægt að taka þátt í slíku skrípalýðræði sem Ríkisútvarpið og stjórnvöld bjóða þjóðina. Hvort ekki þurfi frekar að beita kröftunum í að Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu aðstoði við að fá alþingiskosningarnar lýstar ólögmætar. Slíkur er alvarleiki málsins að mati lögmanna Lýðræðishreyfingarinnar.
Fjölmiðlar | Breytt 25.3.2009 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2009 | 22:55
Útsending hafin á FM100.5 - frettavakt.is
Lýðvarpið er komið í loftið á FM100.5 og www.frettavakt.is
Hlustið á Íslandsklukkuna kl. 07 í fyrramálið og hádegisvaktina kl. 11:50 þar sem við fylgjumst með fréttunum og spáum í hverju er stungið undir stól af ritskoðun RÚV.
Lýðvarpið og frettavakt.is færir þér á einum stað fréttirnar af öllum fjölmiðlunum og óritskoðaðar fréttir frá Ríkisútvarpinu!
Vefsíðan er www.frettavakt.is og útvarp Lýðvarpsins á FM100.5
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2009 | 18:47
Áhugavert símtal við fréttastofu RÚV
Ríkisfjölmiðlarnir eru duglegir að sniðganga suma og hampa öðrum. Hér er áhugavert símtal við fréttastofu RÚV um þessa skoðanakönnun.
Auðvitað "mælist" Lýðræðishreyfingin alls ekki í könnuninni því Ríkisfjölmiðlarnir, Kastljós, Silfur Egils og frettastofa RÚV og Ríkisútvarpsins hafa synjað allri umfjöllun um okkar framboð og stefnumál fram að deginum í dag. Hlusta hér
Í dag fáum við að mér skilst "7 mínútur" í Kastljósinu. Það er klippt til af starfsmönnum RÚV, ekki var orðið við þeirri beiðni að hafa viðtalið óklippt.
Nánari upplýsingar um Lýðræðishreyfinguna: www.lydveldi.is
Prófkjör á austurvollur.is
Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 21:20
Mun þjóðin kjósa um einstök mál í hraðbönkum?
Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fjallaði um hugmyndir Lýðræðishreyfingarinnar um beint lýðræði með notkun hraðbanka. Bylgjan - Hlusta hér
Einnig var fjallað um stefnumál Lýðræðishreyfingarinnar á útvarpi Sögu. ÚtvarpSaga - Hlusta hér
Sjá nánar um Lýðræðishreyfinguna á www.lydveldi.is
Tilnefna frambjóðendur á www.austurvollur.is
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 15:59
Vonandi þýðir að umfjöllun fæst um málefnin án leiksýninga
Frábærar fréttir fyrir okkur sem viljum byggja nýtt Ísland með alvöru lýðræði.
Kærur mínar til ÖSE síðan 2004, 2008 og 2009 hafa nú borið árangur.
Vonandi táknar þetta endalok þess tímabils sem þurfti að setja ýmis fáranleg leikrit á svið fyrir fjölmiðla til að fá þar inni. Vonandi getum við nú fengið án slíkra hundakúnsta eðlilega og óhlutdræga umfjöllun um nýja hugmyndafræði í stjórnmálum.
Fjölmiðlar hafa þegar tekið við sér. Lýðræðishreyfingunni, sem áður var meinaður aðgangur að RÚV, hefur nú loks verið lofað tíma í Fréttum RÚV og Kastljósi á morgun fimmtudag til að kynna stefnuskrá sína í komandi alþingiskosningum:
1. Beint og milliliðalaust lýðræði:
- Allir Íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umföllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum.
- Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði.
- Tilbúin frumörp lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1.maí og 1.des ár hvert.
- Hraðbankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing.
- Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gilda fram að næsta þjóðþingi.
- Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis.
2. Tillaga að breytingum á Alþingi og ríkisstjórn:
- Þingmönnum fækkað í 31.
- Landið verði eitt kjördæmi.
- Þingmenn verði valdir í persónukosningum.
- Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði, skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er.
- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi.
- Ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis.
Nánari upplýsingar um Lýðræðishreyfinguna er að finna á www.lydveldi.is
Tilfefndu frambjóðendur á vefnum: www.austurvollur.is
ÖSE fylgist með kosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 22:03
Vanhæfir fjölmiðlamenn á ríkisjötunni
Fjölmiðlar sem standa sig ekki deyja drottni sínum.
Við þurfum einnig að hreinsa út hjá Ríkisútvarpinu.
Vanhæfni fréttamanna og stjórnenda RÚV stefnir lýðræðislegum kosningum í voða.
Spjátrungarnir sem hafa hreiðrað um sig í fílabeinsturni Ríkisútvarpsins fjarlægjast stöðugt meira grasrót samfélagsins og hafa lýðræðisreglur sem settar eru um starfsemina að engu.
Páll Magnússon tekur við uppsagnarbréfi frá Lýðræðishreyfingunni í yfirstærð sem tugir manns undirrituðu, en RÚV hefur gróflega brotið lýðræðislega jafnaðarreglu gegn samtökunum í aðdraganda alþingiskosninga.
Lýðræðishreyfingin hefur ekki fengið að kynna framboð sitt og stefnumál í RÚV eins og aðrir frambjóðendur.
Þessvegna viljum við Pál og allt hans vanhæfa hyski burt úr ríkisfjölmiðlunum.
Kynnið ykkur Lýðvarpið, nýtt útvarp þjóðarinnar á www.frettavakt.is
Nánari upplýsingar um Lýðræðishreyfinguna er að finna á www.lydveldi.is
Enn eitt dagblaðið hættir prentútgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)