Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Haldið áfram þar til utanþingsstjórn er skipuð. Nafn Íslands ónýtt erlendis

Geir HaardeÚtilokað er að ríkisstjórnin og Alþingi sitji áfram.  Ég skora á mótmælendur að standa vaktir um Alþingishúsið eins og þarf næstu daga og vikur með friðsömum og ábyrgum hætti en með staðfasta kröfu um að stjórnarþingmenn OG EINNIG stjórnarandstaða segi af sér í mótmæla- skyni við ruglið sem er í gangi innandyra.

Þingið verður í raun óstarfhæft og úthrópað einræði erlendis gangi stjórnarandstaðan út í mótmælaskyni. 

Ráðherrarnir verða að átta sig á stöðunni og segja sig frá völdum nú STRAX:

1. Trúverðugleikinn er enginn, hvorki á Íslandi né erlendis. Ég er í dag staddur í Hollandi og dagurinn hefur farið í að leita að nýju nafni á fyrirtækið mitt islandus.com. Erlendir viðskiptafélagar okkar segja að allt sem bendlar okkur við Ísland eyðileggi fyrir viðskiptum. Sama saga berst frá breskum samstarfsaðilum, að Ísland sé orðið samnefnari fyrir bankamisferli og fjárglæframenn.

Ólafur og Ólafur hala inn frá Katar2. Fjórir mánuðir eru liðnir og ALLIR FJÁRGLÆFRAMENNIRNIR ganga enn lausir. Hér er í Hollandi er litið á þetta sem fáranlegt grínleikrit. Menn tala um að stjórnvöld hljóti að vera með eitthvað óhreint í pokanum úr því að þau taka ekki á ævintýralegu peningaþvættinu í bönkunum og þjófnaði útrásarvíkinganna á sparifé almennings.  Nýjasta, skýrasta og eitt öfgafyllsta dæmið er Ólafur Ólafsson í Samskip. Hversvegna er þessi maður ekki kominn í gæsluvarðhald?

FinnurOlafur3. Útilokað er fyrir Íslensk útflutningsfyrirtæki að senda peninga til Íslands á meðan þar situr við völd snarbrjáluð ríkisstjórn og fjárglæframenn ganga lausir með löngutangir inní bönkum og stofnunum þjóðfélagsins beint eða í gegnum leppa og stjórnmálaflokkaskrípi.

Það virðast flestir nú farnir að sjá í gegnum lygavefinn nema valdasjúkir og veruleikafyrrtir ráðherrar sem enn sitja sem fastast í brennandi Alþingishúsinu.

Þeir setja ólög á Alþingi sem hóta 2ja ára fangelsi þeim sem ekki vilja stunda fjárdrátt af sínum erlendu viðskiptavinum og senda pengingana þeirra í gjaldþrota bankastofnanir á Íslandi. Hver getur tekið mark á slíkum lögum? Hvaða dómara ætlar að dæma mann fyrir að neita að gerast þátttakandi í fjársvikum Íslensku bankanna?

Ísland á sér ekki viðreisnar von fyrr en allur þingheimur, stjórnarliðar og stjórnarandstaða yfirgefa Alþingishúsið, ríkisstjórnin segir af sér, forsetinn segir af sér, stjórnendur bankanna segja af sér, stjórn seðlabanka og fjármálaeftirlits segja af sér. Skipuð verði neyðarstjórn með amk 50% erlendum sérfræðingum er starfi fram yfir kosningar til að hreinsa upp spillinguna.

LýðveldishreyfinginÍ kjölfarið þarf að setja bráðabirgðalög til að breyta kosningakerfinu og koma á beinu og milliliðalausu lýðræði. 

Slík uppstokkun og valdið til þjóðarinnar sjálfrar er eina leiðin sem getur tryggt að spillingapésarnir geti ekki grafið um sig aftur í stofnunum og Alþingi Íslendinga. Nánar um beint og milliliðalaust lýðræði: www.lydveldi.is


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrt stjórnarandstaða í leikhúsi fáránleikans

Þingmenn á jötunni"Nei nei við Vinstri græn fórum bara út til þess að taka þátt í þessum mótmælum og tala við fólk svo förum við í okkar vinnu núna" svaraði Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG skælbrosandi út að eyrum þegar blaðamaður spurði hvort búið væri að loka Vinstri græna úti úr Alþingishúsinu.

Hvaða vinnu er þessi mótmælandi að tala um? Vinnu við að lífróður undir galeiðu snarbrjálaðrar ríkisstjórnar? Vinnu við að sigla þjóðarskútunni í strand? Vinnu við að gala ofaní tóma tunnu um hvort selja eigi áfengi í matvörubúðum á meðan húsið brennur og þjóðin missir endanlega allt?

Dictator parliamentFylgir ekki nægjanlegur hugur máli hjá þingmönnum VG til að segja af sér þingmennsku og ganga úr Alþingishúsinu og sýna þannig í verki að þeir styðja ekki þinghaldið?

Ætlar Steingrímur J og hans lið áfram að kynda undir að börn og unglingar séu handtekin af lögreglu við Alþingishúsið á meðan þeir sitja inní hlýjunni í veruleikafirrtu Alþingi og viðhalda leiksýningunni?

Einsræðistilburðir og heitir ráðherrastólar Eins og ég sagði í fyrri grein: "Yfirgefi stjórnarandstaðan þingið yrði það heimsfrétt. Erfitt fyrir ríkisstjórn að sitja áfram á slíku þingi því þing án stjórnarandstöðu myndi á augabragði afhjúpa séríslenska ráðherraræðið sem einhverskonar einræðistilburði í augum heimsins. Stjórnvöld myndu endanlega missa alla tiltrú og hitna svo undir ráðherrastólum að ekki yrði í þeim vært stundinni lengur".

Þessi aðgerð myndi einnig afhjúpa hvort stjórnarandstaðan er eitthvað betri. Hvort þeir sem þarna sitja fyrir Vinstri Græna eða aðra flokka eru þar af hugsjón eða sem áskrifendur að þægilegu launaumslagi.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband