Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.5.2010 | 14:03
Frábært ferðatilboð sérstaks saksóknara til Sigurðs Einarssonar
Skemmtilegt að fylgjast með nýjum vinnureglum lögreglunnar. "Aðdáunarvert hvernig þeir spara" í rekstrinum með því einfaldlega að senda fólki email og biðja það að mæta í eigin handtöku. Sumir myndu eflaust kalla þetta að henda þúsundkalli til að spara krónu.
Auðvitað er allt á fullu hjá sérstökum saksóknara en manni finnst hálf skondið hvernig einn af heimsins stærstu bankaræningjum er kurteislega beðinn að "flýta ferð sinni" til landsins. Ekki er ólíklegt að einangrunarvist bíði Sigurðar eins og annarra Íslenskra bankaræningja í fjögurra fermetra fangaklefa.
Glæpagengið, sem telur um tuttugu einstaklinga, fær ítrekuð tækifæri frá Íslenskum yfirvöldum nú í nær tvö ár til að koma þýfi og gögnum undan. Þannig verður flóknara og erfiðara að sækja stolnu peningana sem jafnvel eru komnir í umferð aftur á Íslandi leppað í gegnum erlenda vogunarsjóði.
Meðan athygli er beint að fyrstu peðunum ganga bakmennirnir, Íslensku mafíósarnir enn lausir með þýfið úr bankaránunum og halda þjóðinni í heljargreipum um stærstu fyrirtæki landsins.
Einn aðalskúrkurinn segist ekki hafa verið boðaður í viðtal en sá lifir lúxuslífi erlendis og stjórnar um helming allra flutningastarfsemi til og frá landinu í gegnum fyrirtæki sem tengist bankaránunum með beinum hætti. Aðrir stjórna m.a. stærstum hluta allrar verslunar og símaþjónustu landsmanna.
Hversvegna allt þjófagengið var ekki handtekið strax verður mér sífellt meiri ráðgáta. Enn furðulegra að þessir menn séu ekki sóttir allir á sama tíma með aðstoð erlendra lögregluyfirvalda.
Yfirheyrslur í Kaupþingsmáli halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2010 | 22:36
Vikapiltar teknir, mafíósarnir ganga lausir!
Nú þegar yfirvöld virðast loksins seint um síðir farin að meðhöndla bankasvindlið sem sakamál með tilheyrandi lögregluaðgerðum, vekur furðu að þeir einu sem komnir eru bakvið lás og slá eru undirtyllur sjálfra mafíósanna í þessari stórtæku á heimsmælikvarða Íslensku Ponzi svikamyllu.
Oftast er það nú þannig í lífinu að limirnir dansa eftir höfðinu. Þannig er nýja Ísland farið að dansa enn einn rúlludansinn undir stjórn t.d. Ólafs Ólafssonar í Samskip sem nú stjórnar um helmingi allra flutninga til og frá landinu úr lúxusvillu sinni í Evrópu.
Hversvegna þeir hafa ekki handtekið allt settið er mér óskiljanlegt.
Skýrslutökum lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.5.2010 | 17:35
Gamlar og úldnar fréttir í Silfri Egils
Egill, það þurfti ekki að bíða í rúmt ár til að segja þjóðinni þetta.
Ef þú hefðir verið óhlutdrægur fyrir síðustu alþingiskosningar og veitt okkur í Lýðræðishreyfingunni eðlilegan aðgang að þínum þætti eins og öðrum framboðum hefðum við rætt þetta við þig fyrir ári síðan.
Ég hef ítrekað síðan hrunið gerðist haustið 2008 bent á að það sem gerðist í bönkunum er Ponzi svikamylla.
Hér eru bloggin mín þar sem ég lýsi því að það sem gerðist í Íslensku bönkunum var Ponzi svindl. Þú sérð að þessar greinar eru aftur til ársins 2008 m.a. bréf sem Morgunblaðið neitaði að birta!
29.12.2008 | 16:56 Bréfið til Geir sem Mogginn neitaði að birta
30.12.2008 | 16:19 Forsetinn Ponzi Íslendingur ársins
1.1.2009 | 15:08 Hanastél og svívirt þjóð
15.1.2009 | 21:12 Útilokað er að skila útflutningstekjum í kardimomubæ Ponzílands
9.2.2009 | 23:54 Skilur forsetinn ekki ólögmæti viðskiptanna?
28.1.2010 | 14:36 Hversvegna er Ólafur ekki í gæsluvarðhaldi?
21.4.2010 | 09:16 Steingrímur, svona upprætir þú glæpagengið! Hafragrautur í öll mál.
Það var allt á sömu bókina hjá ykkur spilltu fjölmiðlagrísum, hvort sem það hét RÚV, Stöð2, Morgunblaðið, Fréttablaðið, eða DV, þið vilduð ekki að talað væri umbúðalaust um hlutina fyrr en nú að búið er að hengja ykkur með skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Það verður þér Egill til ævarandi skammar hvernig þú misnotaðir aðstöðu þína til að hafa áhrif á síðustu alþingiskosningar, enda situr þessi þjóð, m.a. þökk sé þér, nú uppi með handónýtt Alþingi og ríkisstjórn.
William K. Black: Íslensku bankarnir voru eitt stórt Ponzi svindl
Það var skólabókadæmi um fjársvik sem lagði bankana," sagði William K. Black, l...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2010 | 02:04
Snarbrjálaðar yfirlýsingar
Ég er farinn að halda að Ólafur Ragnar Grímsson sé endanlega gengin af göflunum.
Orðaval og yfirlýsingagleðin um hætturnar frá Íslenskum eldgosum með dramatískum tilvitnunum í Biblíuna eru varla við hæfi af forseta þjóðarinnar.
Ráðamenn hljóta að geta komið þeim skilaboðum áleiðis til réttra aðila að gæta þurfi að aðbúnaði við flug vegna hugsanlegra eldgosa í framtíðinni án þess að hrista svona rækilega í glasinu.
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
24.4.2010 | 16:22
Hrunakerling leikstýrir umræðu háskólanna um skýrslu rannsóknarnefndar
Senditík fjórflokksins skipaður varðhundur spillingaraflanna á opinni "ráðstefnu" háskólanna um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Háskólasamfélagið virðist ekkert hafa lært þótt það standi nú í miðjum rústum hrunsins undir ámæli fyrir útbreydda þöggun og lofsöng meðal fræðimanna við útrás sem byggðist á fjársvikamyllu og bankaránum.
Ég er einn þeirra einstaklinga sem varaði við því nær stöðugt frá árinu 1996 að stjórnkerfið væri gerspillt og þjóðin yrði sett á hausinn ef ekki væri gripið í taumana. Fyrir vikið hlaut ég hin ýmsu uppnefni meðal þjóðarinnar m.a. "þorpsfífl" í ritstjórnarleiðara Fréttablaðsins.
Mér sýnist hinsvegar að þorpsfíflin sé að finna víða í samfélaginu, m.a. sá ég slík fífl í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þar var einni klappstýru fjórflokksins Bryndísi Hlöðversdóttur Allaballa og Samfylkingarkerlingu spilað út í hálfkláraðri byggingu Háskólans í Reykjavík til að passa uppá að viðhvæmar spurningar yrðu ekki bornar upp á ráðstefnu um hrunaskýrsluna.
Þótt "opnað" væri fyrir fyrirspurnir í lok eins fundarins, þá mátti ég alls ekki bera þarna upp spurningu. Strax kveðinn í kútinn af brynvarinni klappstýrunni sem sendi liðið í kaffihlé í stað þess að leyfa spurningu sem átti þó fullt erindi til ræðumanns sem hafði fjallað um vald og lýðræði.
Hvernig ætlar Íslensk þjóð að losna úr vítahring spillingar og byggja hér upp opið og heilbrigt lýðræði með slíkan hrunadans enn í gangi um allt þjóðfélagið?
Ég minnist þess fyrir síðastliðnar alþingiskosningar þegar ég var að safna undirskriftum við framboð Lýðræðishreyfingarinnar í Háskólanum í Reykjavík að ég ræddi í smástund um beint lýðræði við unga konu sem sagðist nema stjórnmálafræði. Mér kom verulega á óvart að ungviðið vissi nákvæmlega ekkert um beint og milliliðalaust lýðræði og hvernig hún var full aðdáunar á stórgölluðu og spilltu fjórflokkakerfinu.
En á hverju er von þegar grísir fjórflokksins skríða beint af Alþingi til að taka við stjórn háskólanna þar sem unga kynslóðin er mótuð fyrir framtíðina. Bryndís Hlöðversdóttir er fyrrverandi alþingismaður Alþýðubandalagsins og síðar Samfylkingarinnar og fyrrum formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þar trjónaði hún í aðdraganda hrunsins. Í dag er þessi klappstýra spillingarinnar bæði stjórnarformaður Landsvirkjunar og forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Það liggur við að maður taki undir grín Shakespeare sem ágæta aðferðafræði við endurreisn Íslands: "The first thing we do, let´s kill all the lawyers". En svona í alvöru talað, telur háskólasamfélagið virkilega við hæfi að hrunakerlingar sem Bryndís Hlöðversdóttir leikstýri umræðu um eindurreisnina?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2010 | 09:16
Steingrímur, svona upprætir þú glæpagengið! Hafragrautur í öll mál.
Rannsóknarskýrslan sannar að um Ponzi svikamyllu var að ræða. Nýleg lög frá Alþingi eru nú notuð til að kyrrsetja "eignir" (þýfi) tveggja útrásarvíkinga.
Farið nú að mínum ráðum og setjið efnahagsleg hryðjuverkalög sem heimila kyrrsetningar og upptökur eigna allra svikahrappana svo og gæsluvarðhald og framsal frá útlöndum.
Ekki láta lengri tíma líða því hver dagur sem málið tefst getur orsakað frekari "uppgufun" peninga.
Úr því að hægt var að setja ofangreinda lagaheimild til kyrrsetningar, þá er alveg eins hægt að setja efnahagsleg hryðjverkalög yfir ponzi svikamyllu nokkurra einstaklinga sem settu þjóðina á hausinn.
Hætta gúnguskapnum Steingrímur og Jóhanna, nota tækin á Alþingi til að virkja hinn langa arm laganna.
Legg einnig til að útrásarvíkingar sem gista hjá ríkinu verði gefinn hafragrautur í öll mál í sparnaðarskyni og til að sýna samstöðu með eldri borgurum sem þurfa að lifa á því fæði í dag.
Þetta sagi ég fyrir ári síðan í aðdraganda Alþingiskosninga:
- Hvernig á að koma þeim í fangelsi
- Tenging stjórnmálaflokkanna við glæpamenn
- Alltof mikið kjaftað og alltof lítið gert
Tuttugu einstaklinga í fangelsi strax!
Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2010 | 22:44
Eignir stjórnmálaflokka gerðar upptækar
Þjóðin þarf meira en iðrunarleiksýningar grenjandi kerlinga og spillingarpésa á fundum mútuþægra stjórnmálaflokka. Hér þarf að stokka upp lög og reglur um lýðræðið.
Útilokað er að sætta sig við að stjórnmálaöflin séu rekin fyrir mútufé sem borið var á þingmenn og flokka í aðdraganda hrunsins. Rannsóknarskýrslan hefur staðfest að þetta var illa fengið fé, þýfi sem stolið var af þjóðinni.
Heilbrigt lýðræði verður ekki byggt á slíkum grunni spillingar. Best væri fyrir framtíðana að núllstilla fjarmál stjórnmálaflokkanna með því að eignir þeirra verði gerðar upptækar samhliða því að sett verði ný löggjöf um kosningar og fjármál stjórnmálaflokka.
Ég minni á tillögur mínar úr forsetakosningum árið 1996. Þá sagði ég að hættulegt sé lýðræðinu að kosningar fari fram með auglýsingaherferðum eða styrkjum frá atvinnulífinu. Þarna á ég við allar kosningar um opinber embætti. Eðlilegast er að banna slíka fjárstyrki og kaup á framboðsauglýsingum.
Setja í staðin fjölmiðlalög með þjóðfélagsskyldum á alla fjölmiðla, ekki síst ljósvakamiðla, að hliðra til í dagskrá fyrir kosningar þannig að sjónarmið allra framboða séu kynnt fyrir þjóðinni á jafnréttisgrundvelli. Slíkar framboðskynningar hefjist með góðum fyrirvara og að sjálfstætt skipuð nefnd eða embætti eins og Umboðsmaður Alþingis sjái um eftirlit með jafnræði í umfjöllun og hafi vald til að loka fjölmiðlum sem brjóta lögin.
Einnig þarf að setja nýjar reglur um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Ef framboð öðlast löggildingu með nægum fjölda meðmælenda, þá sitji það framboð við sama borð og stjórnmálaflokkar á Alþingi í þeim kosningum. Þetta er mikilvægt til að tryggja jafnræði og nauðsynlega endurnýjun á Alþingi.
Þann 25 maí 1996 birti dagblaðið Tíminn frétt undir fyrirsögninni: "Talaði um heim græðgi, valdapots, svika og pretta". Í greininni sagði m.a. "Ég fæ ekki betur séð en að Íslensku þjóðfélagi sé haldið í heljargreipum einhverra huldumanna". Það var ekki að ástæðulausu að ég kynnti framboð mitt til forseta Íslands undir þessum formerkjum.
Landlægt vandamál:
Allir flokkarnir hafa tekið við styrkjum frá atvinnulífinu, sumir tugmilljónir króna. Eftir ítrekaðar tilraunir til að hringja í formann eins flokksins fórum við á stúfana með videóvél og hljóðnema. Yfirlýsingar og kosningaloforð um að endurgreiða fimmtíu milljóna mútufé voru svikin eftir kosningar!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2010 | 20:38
Flokkadrasl og grenjandi kerlingar
Mér ofbýður að horfa uppá leiksýningar stjórnmálaflokkanna þessa vikuna sem spilað er við þann undirleik að flokksklíkunni er haldið gangandi með stolnum peningum frá glæpagengi milljarðaþjófa.
Það er enganvegin nægjanleg yfirbót að kerlingar sem migið hafa á sig í ráðherrastól spili út eiginmönnum með barn á armi gegn mótmælendum, eða öldruðum föður úr leikhúsi. Það er heldur ekki nóg að grenja á flokksfundum. Miklu meira þarf til að sýna raunverlega iðrun og yfirbót.
Þá gengur það bara alls ekki upp að menn sem hafa stolið hundruðum milljarða gangi lausir og séu enn að vasast með stærstu fyrirtæki landsins. Í fréttum kvöldsins var sagt frá hvernig stór hluti Icesave innistæðna frá útlöndum enduðu hjá Baugi, Kjalar og Exista. Hvað er svona erfitt við að sækja forkólfa þessara fyrirtækja og koma þeim í gæsluvarðhald á meðan málið er rannsakað eins og venja er með svipuð sakamál?
Eins og ég sagði í sjónvarpi fyrir síðustu alþingiskosningar er flokkadraslið á Alþingi ónýtt! Við þurfum að losa þjóðina úr fjötrum ónýtra flokka og stofna nýtt lýðveldi á Íslandi. Beint og milliliðalaust lýðræði er eina raunhæfa lausnin til að losna undan glæpagenginu.
Allir þingmenn og ráðherrar sem tengdust glæpalýðnum og sem nafngreindir eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og sem enn sitja eiga að segja af sér strax! Þá þurfa einnig Vinstri grænir að skoða sína stöðu því með aðgerðaleysi sínu síðastliðin misseri eru þeir að greiða fyrir því að glæpamenn sölsi undir sig stærstu fyrirtæki landsins og greiði fyrir með þýfi sem stolið var af þjóðinni. Þá á hirðfíflið á Bessastöðum einnig að segja af sér án tafar.
Hvenær fær Íslensk þjóð nóg af þessum viðbjóð? - Ég er svo sannarlega búinn að fá nóg og vil að boðað verði til nýrra kosninga. Ég er óhræddur að mæta þessu fólki í sjónvarpssal og benda á nýjar og betri leiðir til að leysa úr vanda þjóðarinnar.
Samkvæmt meðfylgjandi mynd virðast landvættirnir sammála því að þjóðin sé búin að fá nóg!
Lýsa yfir stuðningi við Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bessastöðum
16. apríl 2010.
Móðgandi niðurlagsorð þín í viðtali á Skjá1
Hr. forseti,
Ég ætla að biðja þig að láta af því að ákveða orð eða athafnir fyrir mína hönd eða annarra hugsanlegra frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Einnig krefst ég þess að forsetinn gefi út opinberlega afsökunarbeiðni á ummælum sínum í viðtalsþætti við Sölva á Skjá1 þann 14 apríl s.l.
Í þessu viðtali sagðist þú ekki hafa sagt af þér embætti sökum þess að þú vildir ekki stefna þjóðinni í forsetakosningar og val á nýjum þjóðhöfðingja, þar sem hver sem hann hefði verið hefði örugglega ekki gengið þá götu að ganga gegn ríkisstjórninni í Icesave málinu. Þessi yfirlýsing er ekki við hæfi og í raun móðgun við forsetaframbjóðendur og þjóðina sjálfa.
Ég hef t.d. lýst yfir mjög afdráttarlausum skoðunum um forsetaembættið í ræðu og riti og þar á meðal þeirri skoðun minni að nauðsynlegt sé að virkja þann öryggisventil sem málskotsréttur forseta er með ábyrgum hætti í stórum og mikilvægum málum. Það hefði því ekki vafist fyrir mér að hafna Icesave lögunum staðfestingar. Ég hefði óskað eftir því strax í upphafi þegar fyrri lög um þetta mál bárust forseta Íslands, að þeim yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefði ég með minni embættisfærslu á Bessastöðum tryggt mun betri stöðu Íslendinga í þessu mikilvæga máli.
Það hlýtur að teljast óeðlilegt að einstaklingur sem var keyptur, já ég segi og stend við þau orð keyptur í embætti forseta Íslands af helstu útrásarvíkingum, og sem hefur verið andlit svikahrappanna gagnvart erlendum þjóðum um árabil, sitji áfram sem þjóðhöfðingi Íslendinga.
Ég minni á að í aðdraganda forsetakosninganna árið 2004, ritaði ég OSCE (Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu) á annan tug kvartana yfir því hvernig fjölmiðlar í eigu stuðningsmanna þinna voru misnotaðir til að blekkja þjóðina í aðdraganda kosninga. Eins og þar kemur fram var lýðræðið fótum troðið með grófri misnotkun fjölmiðla eins og þekkist varla nema í einræðisríkjum, til að draga upp af þér ranga og fegraða mynd á meðan mitt framboð og persóna var dregin niður í ræsið af fjölmiðlum í eigu sömu manna.
Ég minni á þá staðreynd að helstu starfsmenn og kosningastjórar þinna forsetaframboða 1996 og 2004 voru jafnframt starfsmenn og eða tengdust mjög náið ofangreindum stuðningsmönnum þínum og fjölmiðlum þeirra.
Að lokum vil ég minna aftur á erindi mín send til þín sjálfs í aðdraganda forsetakosninganna 2004 að þú hafir misnotað forsetaembættið við synjun fjölmiðlalaga. Þar gekkst þú erinda útrásarvíkinga sem höfðu tangarhald á flestum fjölmiðlum landins og sem voru á þessum tíma notaðir óspart í þína þágu til að tryggja þér rússneskar kosningar á Íslandi.
Ég skora á þig að segja af þér án tafar og þvælast ekki lengur fyrir því endurreisnarstarfi sem þarf nú að eiga sér stað hjá Íslensku þjóðinni.
Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2010 | 12:05
Bretar spyrja um afsögn Forseta Íslands
Í ummælum um grein í breska blaðinu Guardian í dag, er spurt hvenær Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segi af sér í ljósi þess að Rannsóknarnefnd Alþingis hefur afhjúpað forsetann sem klappstýru glæpagengis útrásarvíkinga og einn helsta gerandann í því að umbreyta aldagömlu lýðræði Íslendinga í skrípræði.
Ég tek undir þessi orð. Nú þarf Ólafur Ragnar Grímsson að víkja úr embætti því annar er hætta á að áframhaldandi seta hans á Bessastöðum skaði orðstír Íslands á alþjóðavettvangi.
Útilokað er fyrir Íslenska þjóð að endurreisa lýðræðið með núverandi forseta eftir þau ummæli Rannsóknarnefndar Alþingis að "Forseti Íslands ber ásamt fleirum siðferðilega ábyrgð á því leikriti sem leikið var í kringum foringja útrásarinnar og fyrirtæki þeirra. Þau reyndust ekki vera í neinu frekar en keisarinn í ævintýri H.C. Andersen".
Einnig þurfa menn nú að líta á aðdraganda þess að Ólafur Ragnar Grímsson var kjörin í embættið, fyrst árið 1996, 2004 og 2008. Fjöldi erinda frá undirrituðum eru til hjá fjölmiðlum, stjórnsýslunni svo og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu um það hvernig fjölmiðlar voru misnotaðir í aðdraganda þeirra kosninga í þágu framboðs Ólafs Ragnars og til að rægja framboð og persónu undirritaðs. Það liggur nokkuð ljóst fyrir og er í raun staðfest með skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að Ólafur Ragnar Grímsson og forsetaembættið undir hans stjórn var keypt af þeim aðilum sem réðu helstu fjölmiðlum landsins.
Greinin í Guardian í dag: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2010/apr/13/iceland-truth-committee-report
Ástþór Magnússon
Þjóðin í spegli rannsóknarnefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)