Færsluflokkur: Bloggar
31.10.2010 | 14:38
Subbuleg vinnubrögð RÚV - Frambjóðandi 7176 til Stjórnlagaþings
Fjölmiðill þjóðarinnar RÚV með sinn herskara starfsmanna og peningastyrki frá ríki og landsmönnum, virðist ekki getað komið frá sér einföldum upplýsingum um frambjóðendur til Stjórnlagaþings.
Ég þurfti að berjast fyrir því að fá nafn Lýðræðishreyfingarinnar inná kosningavef RÚV fyrir alþingskosningar. Við vorum einfaldlega sniðgengin. Þrátt fyrir margar ábendingar var ekkert gert. Þeir bara hundsuðu allt.
Það var ekki fyrr en ég mætti með gjallarhorn og framleiddi hávaða við útvarpshúsið og eftir að hafa farið heim til Lögreglustjórans í Reykjavík með kæru, þá fyrst fengum við link á vefsíðu RÚV nokkrum dögum fyrir kosningar.
Ætli þetta verði svona með Stjórnlagaþingið? Amk tek ég eftir því að mitt nafn er hvergi að finna á lista yfir frambjóðendur til Stjórnlagaþings á vefsíðu RÚV: http://www.ruv.is/stjornlagathing/um
Viljirðu netáskrift að upplýsingasíðu RÚV um Stjórnlagaþing, færðu áskrift að íþróttum: RSS áskrift http://www.ruv.is/rss/frettir/sport
Lítill netmiðill svipan.is stendur sig mun betur en ferlíkið í þjóðareigu sem þó hefur beinar lagaskyldur hvað varðar að gæta hlutleysis í lýðræðislegri umfjöllun.
Framboð mitt til Stjórnlagaþings er opinbert. Frambjóðandi Nr. 7176 og vefsíða framboðsins er: www.austurvollur.is/thor
Facebook:
http://www.facebook.com/pages/Astbor-Magnusson-a-Stjornlagabing/153056021403045
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2010 | 13:23
Kexruglað Alþingi - Það étur engin einhverja heimreið sjálfstæðishetju þjóðarinnar!
Ég tek undir með bændunum á Vestfjörðum sem í grein á Pressunni fjalla um bruðl stjórnvalda vegna 2ja aldar afmælis Jóns Sigurðssonar.
Alþingi hefur afgreitt frá sér kexrugluð fjárlög hlaðin fjölda óþarfa gæluverkefna meðan 1200 fjölskyldur bíða úti í kuldanum klukkutímum saman eftir vikulegri matarúthlutun.
Í fjárlögum er að finna fleiri liði uppá tugir milljóna vegna þessa afmælis. Á annað hundrað milljónir á þessu ári. Hvílík veisla til viðbótar milljörðum bruðlað í alskyns aðra vitleysu. Afmælisbarnið hlýtur að snúa sér í gröfinni í hneykslan yfir forgangsröðun fjárlaga.
Það eru lágmarks mannréttindi að hafa til hnífs og skeiðar. Það étur engin einhverja heimreið sjálfstæðishetju þjóðarinnar.
Ég vil á Stjórnlagaþing og leggja þar fram tillögur að nýrri stjórnskipan. Ég vil einfaldara og skilvirkara kerfi en nú er. Framboðsnúmer mitt er: 7176. Meira hér: www.austurvollur.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2010 | 13:59
Hvað ætlar umboðsmaður skuldara að gera í þessu máli?
Íslandsbanki fékk í gær stuðning héraðsdómara til að ofsækja fjölskyldu með 58 milljón króna kröfu vegna gengisláns sem bankinn fékk afhent frá ríkisstjórninni fyrir aðeins 21 milljón við yfirtöku Glitnis.
Þetta er enn eitt Íslenska bankasvindlið. Hvaða rök eru fyrir því að dæma fólk til að greiða að fullu upphæð sem bankinn yfirtók með 47% afslætti frá þjóðinni?
Þessi dómur undirstrikar að Íslenskt stjórnkerfi ónýtt, frá Alþingi þar sem spilltar flokkstíkur verma sætin og niður stofnanir og dómstóla þar sem pólitískt skipaðir fulltrúar níðast á þjóðinni.
Þurfum að byggja stjórnkerfið upp frá grunni. Ég vil á Stjórnlagaþing og varpa spillingunni á dyr. Nánar hér: www.austurvollur.is
Fleiri sækja um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2010 | 11:59
Íslenskur dómstóll lögleiðir bankarán
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær fjölskyldu til að greiða Íslandsbanka tæpar 40 milljónir króna og lögleiddi þar um leið að bankinn stæli um 20 milljónum af fólkinu.
Lánasafn Glitnis sem innihélt þetta lán var afhent Íslandsbanka með 47% afslætti.
Bankaránin halda áfram!
Stöðvum Íslensku mafíuna með aðgerðum á Stjórnlagaþingi. Nánar á www.austurvollur.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2010 | 18:50
Þjóðnýta Haga - Fjármagnað með stolnum peningum - Gefa fátækum
Hagnaður Haga er tífalt það sem þarf til að útrýma vikulegum matarbiðröðum hjálparstofnana. Með útgáfu matar-kreditkorts væri hægt að leysa þennan bráðavanda á meðan úrlausna er beðið á víðtækari vanda heimilinna.
Það kostar minna en 90 milljónir (7,5 á mánuði) að styrkja 1200 fjölskyldur með matarinnkaup í heilt ár. Fáranlegt í tæknivæddu þjóðfélagi að láta þetta fólk bíða úti í kuldanum uppí fjóra tíma eftir matarúthlutun.
Hagar er eitt þeirra fyrirtækja sem fjármagnað er með stolnum peningum. Slík fyrirtæki á að þjóðnýta með sérstökum neyðarlögum frá Alþingi. Rífa þessi fyrirtæki af bönkum og útrásarvíkingum og útrýma hungursneyð og fátækt á Íslandi.
Bankarnir moka inn milljarðahagnaði eftir hrunið. Eru enn að mergsjúga þjóðina. Þetta eru ekki eðlileg viðskipti. Það bera engin fyrirtæki slíkan hagnað á fyrsta og öðru rekstrarári.
Á stjórnlagaþingi vil ég setja fram tillögur að nýju regluverki. Sjá nánar á www.austurvollur.is
Hagnaður Haga eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2010 | 16:22
Bréf til Egils Helgasonar RÚV
Ósk um stuðning við framboð mitt til Stjórnlagaþings
Sæll Egill,
Á bloggsíðu þinni þann 6 október lýstir þú yfir stuðningi við framboð nokkurra einstaklinga til Stjórnlagaþings.
Ég tek eftir því að þú gleymdir að nefna mig í þessu sambandi. Þessvegna fer ég nú fram á stuðningsyfirlýsingu frá þér við mitt framboð til Stjórnlagaþings. Nánari upplýsingar um framboðið er að finna á vefsíðunni: www.austurvollur.is/thor
Viljir þú ekki lýsa yfir stuðningi við framboð mitt til Stjórnlagaþings hljóta að vakna spurningar um óhlutdrægni þína og hvort þú getir þá áfram stjórnað umræðuþætti um stjórnmál á RÚV.
Sem frambjóðandi til Stjórnlagaþings, get ég ekki sætt mig við að þú dragir taum einstakra framboða á kostnað annarra eins og gerðist í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Þá hampaðir þú Borgarahreyfingunni ítrekað í Silfri Egils á meðan Lýðræðishreyfingunni var algerlega úthýst úr þættinum.Með þessu háttarlagi hafðir þú bein áhrif á úrslit kosninganna með ólögmætum hætti.
Vonast til að þú ráðir hið snarast bót á þessu og að ég heyri frá þér um hæl,
Með kveðju
Ástþór Magnússon
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2010 | 14:52
Vantar eitthvað í þetta fólk?
Um leið og ég óska kvennaliði Gerplu til hamingju með ríkisstyrkinn spyr ég hvort það vanti eitthvað í hausinn á fólkinu sem situr ríkisstjórnarfundi.
Nú er ég ekki að fárast yfir litlum styrk til handa góðu íþróttafélagi, en að sem vantar hér er styrkur til sveltandi Íslendinga sem bíða vikulega úti í kuldanum í fjórar klukkustundir eftir matarúthlutun.
Hjálparstofnanir úthlutuðu mat til handa 1200 fjölskyldum þessa viku. Það myndi aðeins kosta ríkissjóð 7 milljónir á mánuði eða 90 milljónir af fjárlögum þessa árs að leggja af þessar dapurlegu biðraðir eftir matarúthlutun til þeirra sem eru við hungurmörk á Íslandi, og úthluta matar-kreditkortum til þeirra sem þurfa á þeim að halda.
Ekkert mál er að finna þessa peninga í fjárlögum. Fyrsti liðurinn sem má skera í burt eru listamannalaun til Þráins Bertelssonar alþingismanns, hann hefur ekkert við tvöföld laun að gera. Síðan má hætta við hátíðarhöld vegna tveggja alda afmælis Jóns Sigurðssonar forseta, og taka þær 30 milljónir til matarkaupa til handa sveltandi Íslendingum. Þetta eru aðeins tvö dæmi um óþarfa bruðl í fjárlögum. Ég treysti mér til að skera fjárlögin niður um fleiri hundruð milljónir án þess að það kæmi með nokkrum hætti niður á nauðsynlegri þjónustu við almenning.
Það er engin þörf á að nokkur maður á Íslandi sé við hungurmörk.
Gerpla fær 3 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2010 | 10:43
ÚTRÝMA þessari þróun STRAX! Þjóðnýta fyrirtæki og eignir útrásarvíkinga.
Það má leysa úr þessu með einfaldri og fljótlegri aðgerð stjórnvalda eins og bent er á í þessum pistli: Gengur ekki!!!
Ísland er ekki ENNÞÁ á slíkri vonarvöl að þúsundir manns frá 1100 heimilum þurfi að standa úti í kuldanum klukkutímum saman bíðandi eftir matarúthlutun.
Þetta er spurning um forgangsröðun. Takið alla lausa peninga ráðuneyta og ríkisins sem ráðgert er að eyða í ýmis gæluverkefni og notið til að hjálpa þessu fólki.
Rífið fyrirtæki og eignir af útrásarskúrkunum, fyrirtæki eins og Samskip, Frumherja, fyrirtæki Jóns Ásgeirs & Co, Iceland Express og annað slíkt drasl sem hefur verið fjármagnað með stolnum peningum frá þjóðinni. Þjóðnýtið með lögum frá Alþingi og notið hagnaðinn til að hjálpa þeim sem eru verst staddir.
Hungursneyð er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við á Íslandi!
Styðjið framboð mitt á Stjórnlagaþing svo ég geti tekið þar til hendinni með nýrri hugmyndafræði sem varpar flokksklíkunum á dyr.
Sjá meira um ofagreint mál í fyrri færslum:
Öfgaeyjan í djöflahöndum
Gengur ekki!!
1.100 heimili fengu aðstoð í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2010 | 01:14
Öfgaeyjan í djöflahöndum
Friðrik Þór kvikmyndastjóri virðist hafa hitt naglann á höfuðið í nafngift á einni mynd sinna, því Djöflaeyjan virðist réttnefni á Ísland í dag.
Sjáið stuttmyndina hér fyrir neðan frá Bót samtökum gegn fátækt. Hvernig er hægt að láta glæpahyski ganga laust með tugi eða hundruð milljarða af stolnum peningum frá þjóðinni og láta hungursneyð þróast í "besta landi í heimi"? HVERSVEGNA GERA ALÞINGISMENN EKKERT Í ÞESSU?
Fyrir hvern er Ísland annars besta landið? Ólaf Ólafsson í Samskip, Finn Ingólfsson framsóknarýtu, Jón Ásgeir og félaga? Hversvegna eru þessir menn ekki í fangelsi? Hversvegna kýs þjóðin ítrekað yfir sig flokka sem eru handbendi þessara manna?
Það er komið nóg. Nú þarf að moka út flokksklíkunum af Alþingi og koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði. Alvöru stjórnkerfi sem vinnur fyrir fólkið í landinu. Ég vil nota tækifærið á Stjórnlagaþingi til að koma á þessum breytingum og kynni mitt framboð á www.austurvollur.is/thor
Innleystu kauprétt fyrir 300 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 21:15
Gengur ekki!!!
Útilokað er að sætta þjóðina við að hundruð fjölskyldna bíði úti í kuldanum eftir matarúthlutun. Slíkt er bara ekki ÍSLENSKT og þarf að uppræta án tafar. "Dæmi eru um að fólk hafi beinlínis veikst þegar það hefur beðið lengi í röðinni" segir formaður Mæðrastyrksnefndar í viðtali á visir.is og að síðasta miðvikudag hafi komið þangað 550 fjölskyldur!
Síðastliðinn mánuð hef ég dvalið í Buenos Aires í Argentínu þar sem ég horfði uppá bæði börn og fullorðna í þúsunda vís sofa á götunni. Vandamálið hefur margfaldast eftir nýlegt gjaldþrot ríkisins. Börn á götunni leiðast oft útí eyturlyf og vændi. Ætlum við Íslendingar að þróast í slíkt samfélag?
Karl Pétur Jónsson skrifar áhugaverðan pistil á Pressuna þar sem hann leggur til nýtt fyrirkomulag á neyðaraðstoð. Með sérstökum kreditkortum sem gilda einungis til kaupa á matvælum. Þetta er bráðsnjöll hugmynd til að brúa bilið þar til hægt er að sópa út spillingargrísunum af Alþingi og koma hér á alvöru velferðarstjórn.
Á Stjórnlagaþingi er tækifæri til að moka út gamla flokkadraslinu sem hefur áratugum saman mokað undir útvalda flokksgæðinga á kostnað almennings: Sjá nánar framboð til stjórnlagaþings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)