28.4.2012 | 07:38
Kverkatak forsetans

Starfsstúlka Ólafs sendi það svar að hann vilji sýna mótframbjóðendum sínum virðingu með því að neita að mæta þeim á jafnréttisgrundvelli í kosningabaráttunni til að skilja kjarnann frá hisminu í umræðum um málskotsréttinn.
Með þessu sýnir Ólafur hinsvegar lítisvirðingu og heldur forsetakosningunum í gíslingu. Þótt Ólafi hafi tekist um tíma að blekkja þjóðina með lýðskrumi blekkir hann mig ekki.
Forsetinn sló sig til riddara með leikriti þar sem hann spilaði með málsskotsréttinn eftir eigin hentugleikum. Fyrst átta árum eftir að hann tók við embætti þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta.
Síðan eftir fimmtán ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir Ólafs í kjölfar útrásarvíkingana smjaðursins þá greip hann til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Það gerði Ólafur í örvæntingafullri tilraun til að ná lýðhylli við nýju keisarafötin sín og hafði þetta lítið með hagsmuni þjóðarinnar að gera.
Á meðan erlendir vogunarsjóðir liggja eins og blóðsugur á bankakerfi landsmanna og soga til sín peninga, heimili og atvinnufyrirtæki galar forsetinn í útlöndum eftir afsökunarbeiðni afdánkaðs stjórnmálamanns í Bretlandi í stað þess spyrna við yfirstandandi bankaráni frá Bessastöðum.
Ólafur Ragnar er tækifærissinni sem verður aldrei forseti fyrir neinn nema sjálfan sig sagði samstarfsmaður hans til margra ára Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra við mig áður en lýðskrumarinn var kjörinn í embætti forseta Íslands árið 1996.
Nú er mál að Ólafur láti af því kverkataki sem hann er með á lýðræðinu, kveði niður sinn eigin Bessastaðadraug og þær kommúnísku hugsjónir sínar að sitja til eilífðarnóns á forsetastóli.
Farðu í friði Ólafur og gefðu þjóð þinni tækifæri til að velja sér nýjan forseta eftir lýðræðislegum leikreglum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2012 | 21:51
Ný vefsíða og Facebook flugmiðaleikur

Nú vill ég innleiða beint lýðræði á Íslandi og nýta hraðbankakerfið sem kjörklefa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur. Gjáin milli þings og þjóðar verður best brúuð með þjóðaratkvæðagreiðslum. Við þurfum að taka þetta upp í umræðunni um embætti forseta Íslands. Ég skora á forsetaframbjóðendur að mæta í kappræður í Háskólabíó 1. maí til að skilja kjarnann frá hisminu í umræðunni um málsskotsréttinn.
25.4.2012 | 15:45
Er RÚV búið að velja forsetann?
Mér var að berast tölvupóstur frá fréttastofu RÚV sem bendir til þess að stofnunin sé þegar búin að ákveða hver verði næsti forseti lýðveldisins og nú þurfi bara að skipuleggja kosningavöku og veislu í sjónvarpssal. Sjá netpóstinn hér:
Sæll,
ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og við erum þegar komin á fullt að skipuleggja kosningavökuna 30. júní n.k.
Við búumst við fyrstu tölum kl. 23.00, og vildum gjarnan reyna að búa þannig um hnútana að frambjóðendur verði í sjónvarpssal þegar þær verða birtar.
Ég veit að enn er langur tími til stefnu, en þori ekki annað en að ræða þetta við þig núna strax.
Bestu kveðjur,
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Fréttastofu RÚV
Sími 515 3030 / 699 1989
![]() |
Kappræður forsetaframbjóðenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |