29.4.2012 | 17:24
Slúbbertafréttaflutningur Pressunar
Engu er líkara en aulabárðar hafi staðið vaktina á Pressunni um helgina.
í örvæntingafullum tilraunum til að gera lítið úr mínu framboði birtir Pressan slúbbertaskáldskap á heimsmælikvarða í fyrirsögninni Ástþór á atkvæðaveiðum í miðbænum með Sverrir Stormsker: Fáir aðrir á ferli en dimmiterandi ungmenni.
Það minnir á líf undir Stalínisma að geta ekki gengið 50 metra vegalengd milli húsa á Laugarveginum á virkum degi um miðjan dag án þess að það sé spilað uppí einhverjar atkvæðaveiðar sem á ekki við nein rök að styðjast.
Spunakallar Pressunnar fyrir fréttakonu í framboði spila út skáldskapnum í takt við álíka skáldsögu vina sinna á DV. Hafa blaðamenn þessara fjölmiðla engan starfsmetnað?
Sannleikurinn um miðbæjarferð okkar Sverris stuttu eftir hádegi á föstudag kemur fram í frétt hjá mbl.is sem segir: ein þeirra stúlkna sem kemur fyrir á myndinni staðfesti í samtali við mbl.is orð þeirra Ástþórs og Sverris. Bloggfærslur okkar um þetta mál má lesa hér:
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/04/28/aetludu_ad_fa_ser_t
http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/1236991/harmastiflulummu/
http://forsetakosningar.is/?p=341
28.4.2012 | 19:39
Spunakallar mótframbjóðanda
Sæll Ástþór,
Mig langar að fá viðbrögð þín við mynd og gagnrýni sem gengið hefur um á samskiptasíðunni Facebook (sjáhttps://www.facebook.com/photo.php?fbid=3492303820585&set=a.1149535252835.23587.1061193730&type=1&theater).
Á myndinni sést þú safna undirskrifta á meðal ungra einstaklinga sem eru með áfengi um hönd.
Er eðlilegt að biðja þá sem neytt hafa áfengis að skrifa undir meðmælalista vegna forsetaframboðs?
Hverju svarar þú gagnrýnni þeirra sem segja það óeðlilegt?
Bestu kveðjur,
Aðalsteinn Kjartansson
Ætluðu að fá sér þarmastíflulummu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2012 | 07:38
Kverkatak forsetans
Starfsstúlka Ólafs sendi það svar að hann vilji sýna mótframbjóðendum sínum virðingu með því að neita að mæta þeim á jafnréttisgrundvelli í kosningabaráttunni til að skilja kjarnann frá hisminu í umræðum um málskotsréttinn.
Með þessu sýnir Ólafur hinsvegar lítisvirðingu og heldur forsetakosningunum í gíslingu. Þótt Ólafi hafi tekist um tíma að blekkja þjóðina með lýðskrumi blekkir hann mig ekki.
Forsetinn sló sig til riddara með leikriti þar sem hann spilaði með málsskotsréttinn eftir eigin hentugleikum. Fyrst átta árum eftir að hann tók við embætti þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta.
Síðan eftir fimmtán ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir Ólafs í kjölfar útrásarvíkingana smjaðursins þá greip hann til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Það gerði Ólafur í örvæntingafullri tilraun til að ná lýðhylli við nýju keisarafötin sín og hafði þetta lítið með hagsmuni þjóðarinnar að gera.
Á meðan erlendir vogunarsjóðir liggja eins og blóðsugur á bankakerfi landsmanna og soga til sín peninga, heimili og atvinnufyrirtæki galar forsetinn í útlöndum eftir afsökunarbeiðni afdánkaðs stjórnmálamanns í Bretlandi í stað þess spyrna við yfirstandandi bankaráni frá Bessastöðum.
Ólafur Ragnar er tækifærissinni sem verður aldrei forseti fyrir neinn nema sjálfan sig sagði samstarfsmaður hans til margra ára Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra við mig áður en lýðskrumarinn var kjörinn í embætti forseta Íslands árið 1996.
Nú er mál að Ólafur láti af því kverkataki sem hann er með á lýðræðinu, kveði niður sinn eigin Bessastaðadraug og þær kommúnísku hugsjónir sínar að sitja til eilífðarnóns á forsetastóli.
Farðu í friði Ólafur og gefðu þjóð þinni tækifæri til að velja sér nýjan forseta eftir lýðræðislegum leikreglum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)