3.5.2012 | 13:03
Kem ríðandi að hætti Jóns Sigurðssonar
Nú fer að nálgast hálfur mánuður síðan ég sendi öllum yfirkjörstjórnum afrit meðmælendalista við forsetaframboð ásamt rafrænni skrá og óskaði vottorða yfirkjörstjóra að meðmælendur mínir væru kosningabærir, en samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta skal skila framboðinu til ráðuneytis með slíku vottorði. Engin kjörstjórnanna hefur orðið við erindi mínu.
Hinsvegar hafa nú birst smáauglýsingar frá einstaka kjörstjórnum, þar sem kveðið er á um allt annað verklag en áður hefur þekkst við forsetakosningar. Í samtölum mínum við yfirmenn einstakra kjörstjórna, starfsmenn Innanríkisráðuneytisins og Þjóðskrá kemur í ljós að hver höndin er upp á móti í annarri í þessu verkferli. Eftir þessum samtölum er engu líkara en aldrei hafið verið haldnar forsetakosningar áður hérlendis og kerfið allt að ganga úr böndum því starfsmaður sem sá um þetta áður hjá ráðuneytinu hefur látið af störfum fyrir aldurs sakir.
Þar sem farið er yfir alla meðmælendalista af einum aðila, einni skrifstofu sem er Þjóðskrá í Borgartúni, ætti að vera einfalt mál að skipa einn fulltrúa á vegum stjórnsýslunnar til að votta listana eða boða til fundar í Innanríkisráðuneytinu þar sem fulltrúar yfirkjörstjórna geta mætt og farið yfir það sem kemur frá Þjóðaskrá um þau nöfn sem eru innan þeirra kjördæmis.
Kóngarnir í yfirkjörstjórnum vilja hinsvegar sitja á sínum rassi með fylgdarliði fyrir fleiri þúsund krónur á klukkutíman greitt af skattfé þjóðarinnar með opið hús víða um land fyrir forsetaframbjóðendur að mæta á sama tíma á sama deginum með lista sína í hönd. Sumir þeirra neita að taka við sendingunni í pósti - eigin hendi skal það vera! Ég er vís til að mæta á hestvagni að hætti Jóns Sigurðssonar haldi þeir sér við slíka forneskju.
Í auglýsingum tveggja kjörstjórna 28. apríl s.l. í Fréttablaðinu kemur m.a. fram að kjörstjórnir muni taka við meðmælendalistum vegna forsetakjörs á milli kl. 13 og 15, 15 maí n.k. Í annarri auglýsingunni (frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis) er óskað eftir að meðmælendalistunum verði skilað til oddvita yfirkjörstjórnar á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki á milli kl. 13 og 15 hinn 15. maí n.k. og að skila verði frumritum listanna. Í hinni auglýsingunni, (frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis) er óskað eftir að að meðmælendalistum sé skilað til oddvita yfirkjörstjórnar á Geislagötu 9 á Akureyri á milli kl. 13 og 15 hinn 15. maí n.k. og skila verða frumritum listanna. Einnig er óskað eftir að fylgi skrifleg tilkynning um hverjir 2 menn séu umboðsmenn viðkomandi framboðs.
Vegna þessara auglýsinga vil ég benda á að í lögum um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945 eru engar heimildir til kjörstjórna til að neita að taka við meðmælendalistum vegna forsetaframboðs þegar frambjóðendur vilja leggja þá fram eða ákveða einhliða þröngan tímaramma til að taka við listunum. Af lögunum verður ekki annað ráðið en kjörstjórnir skuli úrskurða um kosningabærni þeirra er á meðmælendalista rita þegar eftir því er leitað.
Í lögunum er þess heldur ekki krafist að umboðsmenn séu vegna framboða til forseta Íslands. Þó virðist frambjóðendum það heimilt ef þeir kjósa svo að velja sér umboðsmenn skv. 11. gr. laganna.
Þá er í lögunum hvergi að finna ákvæði þess efnis að kjörstjórnir skuli fá í hendur frumrit meðmælendalista eða halda því, enda á ábyrgð frambjóðenda að skila meðmælendalistunum til ráðuneytisins eigi síðar en 5 vikum fyrir kjördag, skv. 4. gr. laga 36/1945. Skv. sömu grein er eina hlutverk kjörstjórna varðandi meðmælendalista að votta að þeir sem á þá rita séu kosningabærir.
Í lögunum er ekki að finna neina heimild eða skyldu til kjörstjórna til að setja sér og gefa út í auglýsingum verklag vegna forsetakosninga sem er öðruvísi en tilgreint er í lögunum sjálfum.
Þar sem verklag kjörstjórna og opinberar auglýsingar um það stangast á við lög um framboð og kjör forseta Íslands nr. 36/1945 fer ég fram á að kjörstjórnir endurskoði verklag sitt og fari að lögunum. Þá krefst ég þess að kjörstjórnir kvitti nú þegar fyrir móttöku meðmælendalista sem þeim hafa verið sendir á rafrænu formi og gegni tafarlaust skyldu sinni um að votta að þeir sem á þá hafa ritað séu kosningabærir eftir því sem yfirferð á listunum leiðir í ljós. Sjálfsagt er að sýna kjörstjórnum frumrit meðmælendalista og leyfa þeim að taka af þeim afrit sé þess óskað en ekki er hægt að skilja frumritin eftir hjá kjörstjórnum þar sem það er á ábyrgð framboðsins, en ekki kjörstjórna, að koma þeim til Innanríkisráðuneytisins.
Á það er minnt að haldi kjörstjórnir sig við ofangreindar auglýsingar og verklag í stað þess að fara að réttum lögum kann það að fela í sér brot í opinberu starfi og verður farið með slík mál með viðeigandi hætti.
Ég mun skila frumritum meðmælendalista með framboði mínu á morgun föstudaginn 4. maí til Innanríkisráðuneytisins og vonast til að tekið verði við þeim þegar ég mæti.
Óski yfirkjörstjórnir í sínum leikaraskap og peningaaustri að fá frumrit af sömu listum afhent eigin hendi á mörgum stöðum samtímis skora ég á ráðuneytið að framleiða slík viðbótar frumrit af sömu blöðum og senda síðan boðbera með hestvagni um landið.
Innanríkisráðuneytið gæti einnig beitt sér fyrir einhverri skynsamlegri lausn í málinu þannig að ekki þurfi að sóa tíma frá fjölda manns og peningum þjóðarinnar í að eltast við dutlunga smákónga út um borg og bý sem maka krókinn á úreltu kosningakerfi.
Virðingarfyllst,
Ástþór Magnússon www.forsetakosningar.is
![]() |
Kvöldfundur verður á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2012 | 17:24
Slúbbertafréttaflutningur Pressunar
Engu er líkara en aulabárðar hafi staðið vaktina á Pressunni um helgina.

í örvæntingafullum tilraunum til að gera lítið úr mínu framboði birtir Pressan slúbbertaskáldskap á heimsmælikvarða í fyrirsögninni Ástþór á atkvæðaveiðum í miðbænum með Sverrir Stormsker: Fáir aðrir á ferli en dimmiterandi ungmenni.
Það minnir á líf undir Stalínisma að geta ekki gengið 50 metra vegalengd milli húsa á Laugarveginum á virkum degi um miðjan dag án þess að það sé spilað uppí einhverjar atkvæðaveiðar sem á ekki við nein rök að styðjast.
Spunakallar Pressunnar fyrir fréttakonu í framboði spila út skáldskapnum í takt við álíka skáldsögu vina sinna á DV. Hafa blaðamenn þessara fjölmiðla engan starfsmetnað?
Sannleikurinn um miðbæjarferð okkar Sverris stuttu eftir hádegi á föstudag kemur fram í frétt hjá mbl.is sem segir: ein þeirra stúlkna sem kemur fyrir á myndinni staðfesti í samtali við mbl.is orð þeirra Ástþórs og Sverris. Bloggfærslur okkar um þetta mál má lesa hér:
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/04/28/aetludu_ad_fa_ser_t
http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/1236991/harmastiflulummu/
http://forsetakosningar.is/?p=341
28.4.2012 | 19:39
Spunakallar mótframbjóðanda

Sæll Ástþór,
Mig langar að fá viðbrögð þín við mynd og gagnrýni sem gengið hefur um á samskiptasíðunni Facebook (sjáhttps://www.facebook.com/photo.php?fbid=3492303820585&set=a.1149535252835.23587.1061193730&type=1&theater).
Á myndinni sést þú safna undirskrifta á meðal ungra einstaklinga sem eru með áfengi um hönd.
Er eðlilegt að biðja þá sem neytt hafa áfengis að skrifa undir meðmælalista vegna forsetaframboðs?
Hverju svarar þú gagnrýnni þeirra sem segja það óeðlilegt?
Bestu kveðjur,
Aðalsteinn Kjartansson
![]() |
Ætluðu að fá sér þarmastíflulummu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |