Bjarni Ben neitar að svara um peningana

bjarnibenvidtal.pngEftir að gera ítrekaðar tilraunir til að hringja í Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins fórum við á stúfana með videóvél og hljóðnema.

Bjarni fór undan í flæmingi og neitaði að svara um hvort þeir ættu peningana til að endurgreiða ofurstyrki eins og framkvæmdastjóri flokksins lýsti yfir við Lýðvarpið fyrir nokkrum dögum

Í gær sagði Pétur Blöndal á Útvarpi Sögu við Ástþór Magnússon að flokkurinn eigi ekki þessa peninga til.

Hver er að segja satt og hver er að ljúga? Þjóðin þarf að vita það fyrir kosningar!

Hér má sjá viðtalið við Bjarna Ben

ATH: Bæði Stöð2 og RÚV slepptu þessari frétt í kvöld. Þeim var báðum tilkynnt um atburðinn. Þjóðin ætti að spyrja sig hversvegna þessir fjölmiðlar gangi ekki eftir svörum frá Sjálfstæðisflokknum og hversvegna þeir eru dottnir ofaní sama sukkið og fyrir bankahrunið?

http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þú ert ágætur.

Sigurður Ingi Jónsson, 23.4.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Mjög fróðlegt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.4.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott hjá þér Ástþór að láta formanninn ekkert komast upp með neinn moðreyk.

Þetta er augljóst:

Flokkurinn fékk þessa styrki vegna skulda sem urðu til eftir dýra kosningabaráttu fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Ef þeir eiga peningana til, sem er ólíklegt, hljóta þeir að hafa fengið þá frá öðrum vildarfyrirtækjum FLokksins.

Þeir er ekki með neinar tekjur nema félagsgjöld flokksmeðlima, sem geta nú ekki verið nema rétt svo til að standa undir allra nauðsynlegustu útgjöldunum, rekstri á fasteignum flokksins, kaffikostnaði og slíku.

Theódór Norðkvist, 24.4.2009 kl. 00:58

4 Smámynd: hilmar  jónsson

+ fyrir þetta Ástþór.

hilmar jónsson, 24.4.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband