Flokkafjötrar hindra lýðræðislega umræðu. Flokksforystan stöðvar frummælanda.

Formanni Fjölskylduhjálparinnar var af flokksforystu Frjálslynda flokksins meinað að mæta á málþing þar sem hún var auglýst sem frummælandi.

Þegar heilsíðuauglýsing Lýðræðishreyfingarinnar birtist í Fréttablaðinu s.l. laugardag og að Ásgerður Jóna Flosadóttir stjórnmálafræðingur og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands myndi opna umræður um beint og milliliðalaust lýðræði í Hressingarskálanum síðar um daginn, varð uppi fótur og fit innan veggja Frjálslynda flokksins og henni bannað að flytja ávarpið af flokksforystunni og tveimur þingmönnum Frjálslynda flokksins.

Eiríkur Stefánsson verkalýðsforingi sem mætti til að tilkynna um þetta tveimur mínútum fyrir fundinn, segir flokkseigendafélög ráðskast með málfrelsið í öllum stjórnmálaflokkum landsins.

Yfir 70% frummælenda á mótmælafundum undanfarnar vikur á Austurvelli og Arnarhóli tengjast Vinstri Grænum samkvæmt könnun Lýðræðishreyfingarinnar. Sjá nánar á www.lydveldi.is

Þessi mál verða rædd í Miðjunni, útvarpsþætti Sverris Stormsker á Útvarpi Sögu kl. 16 á morgun miðvikudaginn 3. desember.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband