Skítkastið byrjað: "Ástþór Magnússon er í eigin flokki og heimi"

Merkilegt að stjórnmálastarfsemi á Íslandi geti ekki farið fram á málefnalegum nótum.

Frambjóðandi til Stjórnlagaþings sér af einhverjum ástæðum hag sinn að hreita í mig skítkasti á bloggi sínu og Facebook. Segir mig vera "í eigin flokki og heimi"

17 janúar 2009 lagði þessi frambjóðandi, Friðrik Þór Guðmundsson, titilaður blaðamaður, háskólakennari og stjórnmálafræðingur til þá frumlegu landhreinsun að Davíð Oddsson flyttist búferlum til Kyrrahafsins og "tæki Ástþór með sér".

Frambjóðandinn Friðrik segist ætla að auglýsa framboð sitt á Facebook fyrir 3-5 þúsund krónur og spyr hvort það sé "tortryggilegur fjáraustur". Þeir sem hafa kynnst heimi auglýsinganna og Facebook vita að þetta fæst ekki staðist og er eins og hvert annað lýðskrum.

Vel má vera að ég hafi einstaka sinnum gripið til óhefðbundna aðferða til að brjótast í gegnum fjölmiðlamúrinn með mín baráttumál rétt eins og Friðrik Þór sem segist tengjast búsáhaldabyltingunni gerði þegar hann tók uppá að berja potta og pönnur á Austurvelli.

Þegar ég sem forsetaframbjóðandi talaði um að Ísland væri lent í heljargreipum huldumanna sem væru að arðræna þjóðina, hagkerfið myndi hrynja vegna spillingar í bankakerfinu og fjármálamarkaðir væru að þróast í óábyrg spílavíti, upphófst mikill undirróður gegn minni persónu í fjölmiðlum og á netsíðum. Dregin var upp af mér fyrir þjóðinni persóna sem hvorki ég né þeir sem standa mér næst kannast við. Boðberinn skotinn til að enginn myndi trúa sannleikanum. 

Ég get fullvissað frambjóðandann um að ég er vel jarðtengdur. Þessvegna er ég er í framboði til Stjórnlagaþings. Ég vil leggja fram tillögur sem ég hef unnið með í 15 ár, að nýrri, einfaldari, skilvirkari og ódýrari stjórnskipan með beinu og milliliðalausu lýðræði.

Ég vona bara að Stjórnlagaþingið fari ekki ofaní þann sandkassa sem Alþingi er í dag og frambjóðendur láti af því að ausa drullu yfir hvorn annan í kosningabaráttunni.  Á Stjórnlagaþingi þarf að taka höndum saman um nauðsynlegar breytingar á leikreglum samfélagsins.

Framboð mitt er Nr. 7176. Vefsíða framboðsins er: www.austurvollur.is/thor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Ég er alveg sammála þér í þessu Ástþór.

Það skemmir alveg óskaplega mikið fyrir allri umræðu á netinu þetta endalausa skítkast sem fólk grípur stöðugt til, annars vegar í þeim tilgangi að hæða og niðurlægja annað fólk (andstæðinga sína) með alls kyns uppnefnum og leiðindum og hins vegar til að þykjast vera eitthvað á annarra manna kostnað.

Málið er að allt of marga skortir virðingu fyrir persónum annarra og skilning á því hvað eftirfarandi siðfræði þýðir í raun:

"Ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér."

Ef allir myndu virða þetta þá væri umræðan heilbrigðari.

Óska þér góðs gengis og vona að þú náir kjöri.

Grefill, 2.11.2010 kl. 23:32

2 Smámynd: Elle_

Mér finnst þú, Ástþór, skrifa mjög rökrétt og nota lýsingarorð sem hæfa yfir hluti.  Eins og þegar þú skrifar um ´ræningjabæli´ og ´þýfi´, þau orð passa vel fyrir ræningjabæli og þýfi.  Dæmi menn sjálf og hlusta aldrei á kjaftasögur og slúður.  Maður getur líka þurft að gera óhefðbundna hluti og þú, ekki síður en Friðrik Þór. 

Elle_, 3.11.2010 kl. 11:44

3 Smámynd: Elle_

Og vona líka að þú náir kjöri.

Elle_, 3.11.2010 kl. 11:47

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Elle og Grefill, takk innilega fyrir stuðninginn.

Ástþór Magnússon Wium, 3.11.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband