Ótrúlegur aulaskapur stjórnvalda - Mannréttindi þjóðar fótum troðin

Stjórnvöld hafa valdið þjóðinni stórkostlegum fjárhagslegum skaða með því að hafa ekki strax lög á Alþingi um kyrrsetningu allra eigna þeirra manna sem tengjast bankasvikunum.

Ég benti ítrekað á þetta í aðdraganda síðustu alþingiskosninga að skilgreina bæri bankahrunið sem svikamyllu og efnahagslegt hryðjuverk. Setja ætti sérstök hryðjuverkalög strax til að koma lögum yfir glæpamennina án tafar.

Handtaka á allt settið án frekari fyrirvara. Rýmið fangelsin fyrir stjórglæpamennina. Marg ítrekaði að allur dráttur á slíkum aðgerðum yrði til þess að mun erfiðara yrði að endurheimta stolnu peningana. Hversvegna tóku ekki fleiri undir þessar augljósu staðreyndir?

Aulaskapur Alþingis hefur leitt til þess að glæpamennirnir og peningarnar eru á flótta m.a. Sigurður Einarsson sem er einn þeirra sem valsar um með þýfið úr bönkunum í vafasömu braski og gefur yfirvöldum langt nef. Talar um að láta reyna á mannréttindi sín í Bretlandi í því sambandi.

Hvar eru mannréttindi Íslensku þjóðarinnar. Ofurseld glæpamönnum? Bankaræningjar reka hér stærstu fyrirtæki landsins þannig að varla er hægt að lyfta síma eða flytja fisksporð úr landi nema eiga viðskipti við glæpagengið.

Á þetta Íslenska svikabull að halda áfram? Hversvegna er ekki bumbusláttur við forsætisráðuneytið. Krefjist aðgerða eða afsagnar!


mbl.is Óska kyrrsetningar eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Íslenska réttarríkið er ekkert frábrugðið því sem tíðkast í öðrum vestrænum ríkjum. Það þarf að vanda ákærur og undirbúning þeirra, því að öðrum kosti er hætta á að menn sleppi. Ekki er hægt að kæra að nýju í sama máli, ef dómstólar hafa dæmt viðkomandi saklausan. Einnig mega mál ekki dragast óeðlilega mikið í meðförum dómstóla. Kyrrsetning eigna í upphafi hruns hefði verið kært til Hæstaréttar og felld úr gildi, ef ekki af Hæstarétti, þá alþjóðlegum mannréttindadómstólum.

Því betur sem aðgerðir yfirvalda eru undirbúnar, því minni líkur eru á að þessir "götustrákar og óráðsíumenn" (lesist; glæpamenn), sleppi úr armi laganna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2010 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband