Færsluflokkur: Mannréttindi

Útilokað að höfuðstöðvar S.Þ. séu í hryðjuverkaríki

Tími er kominn á að leiðtogar Íslands og annarra lýðræðisríkja krefjist þess að höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna verði fluttar frá því morðóða hryðjuverkaríki bandaríkjunum.

Wikileaks uppljóstranir hafa til viðbótar ýmsum öðrum upplýsingum síðustu ára afhjúpað ríki undir stjórn brjálæðinga í ameríku. 

Snarklikkað fólk starfar einnig á flugvöllum bandaríkjanna. Fjöldi fólks hefur lent í klónum á þessu liði við komu til landsins. Gestir sem hafa þurft að sækja fundi eða ráðstefnur hjá S.Þ. hafa verið lítisvirtir m.a. sendiherra Indlands:


mbl.is Var gestur Birgittu í sendiráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til Utanríkisráðherra: Hefur Schengen samstarfið og hugsanleg innganga í Evrópusambandið stjórnarskrárbundin rétt einstaklingsins að engu?

Hæstvirtur utanríkisráðherra ÖssurSkarphéðinsson

Efni: Stjórnarskrárbundin mannréttindi.

Ágæti Össur,

handtekinAðgerðir lögreglu á Íslensku Schengen landamærum Madrid um helgina vekja upp spurningarhvort framkvæmdarvaldið sé að fjarlægja mannréttindi sem varin eru í Stjórnarskrá Íslands. Einnig vakna upp spurningar hvort Schengen samstarfið og hugsanleginnganga í Evrópusambandið hafi stjórnarskrárbundin rétt einstaklingsins að engu.

Undirritaður Ástþór Magnússon Wium er frambjóðandi Nr. 7176 til Stjórnlagaþings. Það sem rakið er hér að neðan er ógnvænleg áminning til okkar sem viljum takast á viðað skrifa nýja stjórnarskrá að gæta þurfi að því, hugsanlega með refsiákvæðum í nýrri stjórnarskrá, að framkvæmdavaldið virði þann þjóðfélagsramma og mannréttindi sem þar er sett og gangist ekki undir erlent vald sem fjarlægir þennan rétt.

Hér að neðan er lýsing á því hvernig ung kona sem starfar fyrir barnahjálp Friðar2000 var handtekin af landamæravörðum s.l. sunnudag. Vísað er til landamæranna sem Íslenskra landamæra vegna þess að þau eru síðasta vegabréfseftirlit á leiðkonunnar til Íslands. Með öðrum orðum, hvað sem regluverk framkvæmdavaldsins segir, er staðreyndin sú að um leið ferðamaðurinn kemur að umræddum Schengenlandamærum er hann í raun komin að Íslenskum landamærum.

Í meðhöndlun málsins brutu landamæraverðir á konunni fleiri greinar Íslensku stjórnarskrárinnar:

65.grein:Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits tilkynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

66.grein:Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.

67.grein: Engan má svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. ...Hver sá sem er aföðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.

70.grein: Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru áhendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.

71.grein: Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.

72.grein: Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji.

Forsagamálsins er að undirritaður stofnandi Friðar 2000 er að koma á fót verkefninu Earthchild.org til hjálpar heimilislausum börnum í Buenos Aires. Yfir fjögur þúsund börn gista nú götur borgarinnar matarlítil og við mikla örbyrgð. Vandamálið hefur nærtvöfaldast síðasta ár.

Íslenska búsáhaldabyltingin sótti fyrirmynd sína til Argentínu en landið varð gjaldþrota árið 2001. Hávær gagnrýni heyrist í Argentínu um aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem sögð er hafa aukið bilið milli ríkra og fátækra með þeim afleiðingum að tugmilljónir manns eru nú atvinnulausir. Margir búa í hreisum í ört stækkandi skuggahverfum Buenos Aires. Vímuefnaneysla, ört vaxandi heimilisofbeldi og örbyrgð hrekur börnin að heiman á strætin.

Unga konan sem starfar fyrir Frið 2000 í Buenos Aires ætlaði að ferðast til Evrópu að kynna verkefnið m.a. á Íslandi og í leiðinni halda jól með móður sinni og systkynum á Spáni. Konan ferðaðist á vegabréfi sem ekki krefst vegabréfsáritunar til Schengen svæðisins og á farmiða sem greiddur var að fullu af Íslensku félagi með Íslensku greiðslukorti. Heimferð frá Schengen var innan þriggja mánaða, 19 febrúar n.k.

Þegar konan framvísaði vegabréfi sínu á Schengen landamærunum í Madrid, sem jafnframt eru landamæri Íslands, var hún beðin að sýna nægan gjaldmiðil til framfærslu. Henni var boðið að sýna landamæraverði stöðu bankareiknings í hraðbanka. Af einhverjum ástæðum kom upp tæknivilla í hraðbankanum. Skipti þá engum togum, konan var svipt frelsi og flutt nauðug í gæsluvarðhald. Tekinn var af henni handfarangur, sími og veski.

Konan upplýsti um móður sína og tvö systkyni búsett á Spáni, en móðirin giftist til Spánar í kjölfar efnahagshruns Argentínu. Þegar skýringarnar voru ekki teknar til greina, óskaði konan að hafa samband við undirritaðann. Henni var synjað að tala við nokkurn utan fangageymslunnar fyrr en að lokinni yfirheyrslu. Síðan var henni stillt upp framan við lögreglumann og svokallaðan lögmann sem lögreglan sjálf útvegaði. Skrifuð var skýrsla í engu samræmi við aðdraganda málsins eða málflutning konunnar.

Í fjórar klukkustundir reyndi undirritaður síðan að ná símasambandi viðlandamæraeftirlitið. Lögreglan gaf upp tvö símanúmer en hvorugu var svarað.Haft var samband við varðstjóra landamæraeftirlits í Keflavíki sem sagðist ekkert geta gert. Þeir hefðu enga möguleika, símanúmer eða annað til að eigasamskipti við landamæraverði Íslands í Madrid.

Þá var fenginn lögfræðingur til að mæta á flugvöllinn með reiðufé og skjöl sem sönnuðu að konan hefði framfærslu meðan á dvöl hennar stæði.Landamæraeftirlitið tók engin rök gild. Búið væri að ákveða að konan skyldi nauðug send til baka á næstu vél. Einnig var synjað beiðni um sólarhrings frest á meðan leitað væri aðstoðar dómara svo og Íslenska ræðismannsins í Madrid sem staddur var á Ítalíu þennan dag en lýsti sig reiðubúinn að aðstoða strax og hann lenti um hádegi næsta dag. Lögfræðingurinn Pedro Munoz segir meðhöndlun konunnar á flugvellinum ekki standast lög.

Starfsmaður Iberia flugfélagsins sagðist heldur ekkert geta gert. Gæti ekki talað við landamæraverðina frekar en aðrir. Vissu lítið hvernig staðið væri að aðgerðunum en heyrt að lögreglan væri nú með nýjar skipanir vegna efnahagskreppunnar.Tugir manns væru nú stöðvaðir daglega og sendir nauðugir til baka. Stundum nánast eins og tilviljanakennt á síðustu mínútum fyrir flug væri fólkinu sleppt.

Þriggja manna teymi Íslendinga mætti á Madrid flugvöll áður en vélin fór í loftið, og krafðist viðtals við landamæraeftirlitið. Því var einnig synjað með þeim boðum að enginn fengi viðtal við landamæraverði. Aftur bent á sömu símanúmer og ekki svarað.

Nokkrum mínútum fyrir brottför flutti síðan lögreglan ungu konuna ásamt sjö öðrum frelsissviptum einstaklingum um borð í vélina.

Undirritaður átti í gær fund með ræðismanni Íslands í Madrid sem lagði til að skrifa utanríkisráðherra bréf um málið. Ræðismaðurinn sem hefur um árabil starfað sem lögmaður í Madrid segist reiðubúinn að leggja sitt af mörkum m.a. í gegnum persónuleg sambönd sín innan stjórnsýslunnar í Madrid til að greiða götu konunnar óski hún að koma til baka, að því tilskyldu að ráðherra sig ekki upp á móti því. Ég óska því eftir staðfestingu ráðherra um hæl, að hann sé ekki mótfallinn aðstoð ræðismanns Íslands í Madrid.

Einnig óskað eftirfarandi upplýsinga eins fljótt og mögulegt er:

1. Hafa Íslensk stjórnvöld með aðild sinni að Schengen afsalað eða fórnað stjórnarskrárbundnum mannréttindum?

2. Mun innganga í Evrópusambandið leiða til afsals stjórnarskrárbundinna réttinda?

3. Telur ráðherra að þörf á að kanna hvernig framkvæmd landamæraeftirlits Schengener háttað í erlendum höfnum? Telur ráðherra að sú framkvæmd snerti ferðamenn áleið sinni til Íslands? Hvernig vill ráðherra tryggja að þeir njóti mannréttinda og sanngjarnar málsmeðferðar? Telur ráðherra það t.d. eðlilegt verklag að Íslenskir landamæraverðir hafi enga samskiptamöguleika við þær hafnir sem ferðamenn á leið til landsins koma í gegnum. 

4.Starfsmenn Iberia flugfélagsins og ræðismaður Íslands í Madrid lýstu því fyrir undirrituðum að í kjölfar efnahagshruns væri nú búið að herða mjög reglur umaðgengi ferðamanna til Spánar. Fjöldi löglegra ferðamanna væri stöðvaðir undir ýmsum tylliástæðum og sendir nauðugir til baka. Landamæraverðir fylgdu þessueftir af einstakri hörku og ofangreint dæmi sem ég hef lýst væri ekkert einsdæmi. Telur ráðherra að slík málsmeðferð samræmist Íslensku þjóðfélagsmynstri og Íslenskri gestrisni? Að slík meðhöndlun ferðamanna sem réttindalausar skepnur og virðingarleysi fyrir fjölskyldutengslum þeirra samrýmist hagsmunum Íslenskrar ferðaþjónustu?

Meðvinsemd og virðingu,
Alþjóðastofnunin Friður2000 - Peace 2000 Institute
ÁstþórMagnússon - thor@peace2000.org

Framboð7176 til Stjórnlagaþings: www.austurvollur.is

LÍKA á www.facebook.com/lydveldi


mbl.is Raunveruleg hætta á að evrusvæðið liðist í sundur
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Frétt: Handtekin á Íslenskum landamærum. Mannréttindi lögvarin í stjórnarskrá fótum troðin.

paolawithkids.jpgUng kona sem starfar fyrir barnahjálp Friðar 2000 í Argentínu var um helgina handtekin af Schengen landamæravörðum í Madrid á leið sinni til Íslands. Ástþór Magnússon spyr Utanríkisráðherra hvort framkvæmdavaldið sé með Schengen og Evrópusambands samningum að fjarlægja mannréttindi varin í Stjórnarskrá Íslands og vísar í 6 stjórnarskrárbrot sem framin voru á konunni.

Forsagan er að Friður 2000 er að vinna að verkefninu Earthchild.org til hjálpar heimilislausum börnum í Buenos Aires. Yfir fjögur þúsund börn gista nú götur borgarinnar matarlítil og við mikla örbyrgð. Vandamálið hefur nær tvöfaldast síðasta ár.

borngotunniÍslenska búsáhaldabyltingin sótti fyrirmynd sína til Argentínu en landið varð gjaldþrota árið 2001. Hávær gagnrýni heyrist í Argentínu um aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðinn sem sögð er hafa aukið bilið milli ríkra og fátækra með þeim afleiðingum að tugmilljónir manns eru nú atvinnulausir. Margir búa í hreisum í ört stækkandi skuggahverfum Buenos Aires. Vímuefnaneysla, ört vaxandi heimilisofbeldi og örbyrgð hrekur börnin að heiman á strætin.

Unga konan sem starfar fyrir Frið 2000 í Buenos Aires ætlaði að ferðast til Evrópu að kynna verkefnið m.a. á Íslandi og í leiðinni halda jól með móður sinni og systkynum á Spáni.

Þegar konan framvísaði vegabréfi sínu á Schengen landamærunum í Madrid, sem jafnframt eru landamæri Íslands, var hún beðin að sýna nægan gjaldmiðil til framfærslu. Henni var boðið að sýna landamæraverði stöðu bankareiknings í hraðbanka. Af einhverjum ástæðum kom upp tæknivilla í hraðbankanum. Skipti þá engum togum, konan var svipt frelsi og flutt nauðug í gæsluvarðhald. Tekinn var af henni handfarangur, sími og veski.

Konan upplýsti um móður sína og tvö systkyni búsett á Spáni, en móðirin giftist til Spánar í kjölfar efnahagshruns Argentínu. Þegar skýringarnar voru ekki teknar til greina, óskaði konan að hafa samband við Ástþór. Henni var synjað að tala við nokkurn utan fangageymslunnar fyrr en að lokinni yfirheyrslu. Síðan var henni stillt upp framan við lögreglumann og svokallaðan lögmann sem lögreglan sjálf útvegaði. Skrifuð var skýrsla í engu samræmi við aðdraganda málsins eða málflutning konunnar.

Í fjórar klukkustundir reyndi Ástþór síðan að ná símasambandi við landamæraeftirlitið. Lögreglan gaf upp tvö símanúmer en hvorugu var svarað. Haft var samband við varðstjóra landamæraeftirlits í Keflavík sem sagðist ekkert geta gert. Þeir hefðu enga möguleika, símanúmer eða annað til að eiga samskipti við landamæraverði Íslands í Madrid.

Þá var fenginn lögfræðingur til að mæta á flugvöllinn með reiðufé og skjöl sem sönnuðu að konan hefði framfærslu meðan á dvöl hennar stæði. Landamæraeftirlitið tók engin rök gild. Búið væri að ákveða að konan skyldi nauðug send til baka á næstu vél. Einnig var synjað beiðni um sólarhrings frest á meðan leitað væri aðstoðar dómara svo og Íslenska ræðismannsins í Madrid sem staddur var á Ítalíu þennan dag en lýsti sig reiðubúinn að aðstoða strax og hann lenti um hádegi næsta dag. Lögfræðingurinn Pedro Munoz segir meðhöndlun konunnar á flugvellinum ekki standast lög.

Starfsmaður Iberia flugfélagsins sagðist heldur ekkert geta gert. Gæti ekki talað við landamæraverðina frekar en aðrir. Vissu lítið hvernig staðið væri að aðgerðunum en heyrt að lögreglan væri nú með nýjar skipanir vegna efnahagskreppunnar. Tugir manns væru nú stöðvaðir daglega og sendir nauðugir til baka. Stundum nánast eins og tilviljanakennt á síðustu mínútum fyrir flug væri fólkinu sleppt.

Þriggja manna teymi Íslendinga mætti á Madrid flugvöll áður en vélin fór í loftið, og krafðist viðtals við landamæraeftirlitið. Því var einnig synjað með þeim boðum að enginn fengi viðtal við landamæraverði. Aftur bent á sömu símanúmer og ekki svarað. Nokkrum mínútum fyrir brottför flutti síðan lögreglan ungu konuna ásamt sjö öðrum frelsissviptum einstaklingum um borð í vélina.

madrid22nov.jpgÁstþór Magnússon átti í gær fund með ræðismanni Íslands í Madrid og hefur í kjölfarið sent Össurri Skarphéðinssyni bréf og spyr hvort Íslensk stjórnvöld með aðild sinni að Schengen hafi afsalað eða fórnað stjórnarskrárbundnum mannréttindum. Hvort innganga í Evrópusambandið muni leiða til afsals stjórnarskrárbundinna réttinda. Hvort málsmeðferð konunnar samræmist Íslensku þjóðfélagsmynstri og gestrisni. Hvort meðhöndlun ferðamanna sem réttindarlausar skepnur og virðingarleysi fyrir fjölskyldutengslum þeirra samrýmist hagsmunum Íslenskrar ferðaþjónustu.

Bréfið til Utanríkisráðherra má lesa á vefnum www.austurvollur.is. Þar er einnig að finna ljósmynd af ungu konunni með systkynum sínum.

Ástþór Magnússon Wium 7176 til Stjórnlagaþings
www.facebook.com/lydveldi


Þá vitum við að bandarísk stjórnarskrá er handónýt

Hvernig getur stjórnarskrá einhvers lands heimilað lögfræðiskrímslum að hjóla í 4ra ára gamalt barn? Hvað dettur þeim í hug næst, lögsækja ófædd börn í móðurkviði?Rafmagnsstóll

Barn sem líklegast hefur enn ekki lært að lesa Litlu gulu hænuna hvað þá lög New York fylkis eða stjórnarskrá bandaríkjanna, á að draga inní réttarsal og planta fyrir framan ógnvekjandi dómara. Á svo að setja barnið í fangelsi eða jafnvel rafmagnsstólinn í kjölfarið?

Við þurfum að bæta við í hugmyndabankann á www.austurvollur.is tillögum í nýja stjórnarskrá sem verndar börnin okkar frá snaróðum lögmönnum.

Minni á framboð mitt til Stjórnlagaþings. Heimasíða frambjóðanda 7176


mbl.is Höfða mál gegn 4 ára barni fyrir að bana konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýta Haga - Fjármagnað með stolnum peningum - Gefa fátækum

fjolskylduhjalpin-bidrod_1038202.jpgHagnaður Haga er tífalt það sem þarf til að útrýma vikulegum matarbiðröðum hjálparstofnana. Með útgáfu matar-kreditkorts væri hægt að leysa þennan bráðavanda á meðan úrlausna er beðið á víðtækari vanda heimilinna.

Það kostar minna en 90 milljónir (7,5 á mánuði) að styrkja 1200 fjölskyldur með matarinnkaup í heilt ár. Fáranlegt í tæknivæddu þjóðfélagi að láta þetta fólk bíða úti í kuldanum uppí fjóra tíma eftir matarúthlutun. 

FinnurOlafurHagar er eitt þeirra fyrirtækja sem fjármagnað er með stolnum peningum. Slík fyrirtæki á að þjóðnýta með sérstökum neyðarlögum frá Alþingi. Rífa þessi fyrirtæki af bönkum og útrásarvíkingum og útrýma hungursneyð og fátækt á Íslandi.

Bankarnir moka inn milljarðahagnaði eftir hrunið. Eru enn að mergsjúga þjóðina.  Þetta eru ekki eðlileg viðskipti. Það bera engin fyrirtæki slíkan hagnað á fyrsta og öðru rekstrarári.

Á stjórnlagaþingi vil ég setja fram tillögur að nýju regluverki. Sjá nánar á www.austurvollur.is


mbl.is Hagnaður Haga eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar eitthvað í þetta fólk?

Um leið og ég óska kvennaliði Gerplu til hamingju með ríkisstyrkinn spyr ég hvort það vanti eitthvað í hausinn á fólkinu sem situr ríkisstjórnarfundi.

Nú er ég ekki að fárast yfir litlum styrk til handa góðu íþróttafélagi, en að sem vantar hér er styrkur til sveltandi Íslendinga sem bíða vikulega úti í kuldanum í fjórar klukkustundir eftir matarúthlutun.

fjolskylduhjalpin-bidrod_1038202.jpgHjálparstofnanir úthlutuðu mat til handa 1200 fjölskyldum þessa viku. Það myndi aðeins kosta ríkissjóð 7 milljónir á mánuði eða 90 milljónir af fjárlögum þessa árs að leggja af þessar dapurlegu biðraðir eftir matarúthlutun til þeirra sem eru við hungurmörk á Íslandi, og úthluta matar-kreditkortum til þeirra sem þurfa á þeim að halda.

thrainn_bertelsson_5_prosent.jpgEkkert mál er að finna þessa peninga í fjárlögum. Fyrsti liðurinn sem má skera í burt eru listamannalaun til Þráins Bertelssonar alþingismanns, hann hefur ekkert við tvöföld laun að gera. Síðan má hætta við hátíðarhöld vegna tveggja alda afmælis Jóns Sigurðssonar forseta, og taka þær 30 milljónir til matarkaupa til handa sveltandi Íslendingum.  Þetta eru aðeins tvö dæmi um óþarfa bruðl í fjárlögum. Ég treysti mér til að skera fjárlögin niður um fleiri hundruð milljónir án þess að það kæmi með nokkrum hætti niður á nauðsynlegri þjónustu við almenning.

Það er engin þörf á að nokkur maður á Íslandi sé við hungurmörk. 


mbl.is Gerpla fær 3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚTRÝMA þessari þróun STRAX! Þjóðnýta fyrirtæki og eignir útrásarvíkinga.

borngotunniÞað má leysa úr þessu með einfaldri og fljótlegri aðgerð stjórnvalda eins og bent er á í þessum pistli: Gengur ekki!!!

Ísland er ekki ENNÞÁ á slíkri vonarvöl að þúsundir manns frá 1100 heimilum þurfi að standa úti í kuldanum klukkutímum saman bíðandi eftir matarúthlutun.

Þetta er spurning um forgangsröðun. Takið alla lausa peninga ráðuneyta og ríkisins sem ráðgert er að eyða í ýmis gæluverkefni og notið til að hjálpa þessu fólki. 

FinnurOlafurRífið fyrirtæki og eignir af útrásarskúrkunum, fyrirtæki eins og Samskip, Frumherja, fyrirtæki Jóns Ásgeirs & Co, Iceland Express og annað slíkt drasl sem hefur verið fjármagnað með stolnum peningum frá þjóðinni. Þjóðnýtið með lögum frá Alþingi og notið hagnaðinn til að hjálpa þeim sem eru verst staddir.

Hungursneyð er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við á Íslandi!

Styðjið framboð mitt á Stjórnlagaþing svo ég geti tekið þar til hendinni með nýrri hugmyndafræði sem varpar flokksklíkunum á dyr.

Sjá meira um ofagreint mál í fyrri færslum:

Öfgaeyjan í djöflahöndum
Gengur ekki!!


mbl.is 1.100 heimili fengu aðstoð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgaeyjan í djöflahöndum

borngotunniFriðrik Þór kvikmyndastjóri virðist hafa hitt naglann á höfuðið í nafngift á einni mynd sinna, því Djöflaeyjan virðist réttnefni á Ísland í dag.

Sjáið stuttmyndina hér fyrir neðan frá Bót samtökum gegn fátækt. Hvernig er hægt að láta glæpahyski ganga laust með tugi eða hundruð milljarða af stolnum peningum frá þjóðinni og láta hungursneyð þróast í "besta landi í heimi"?  HVERSVEGNA GERA ALÞINGISMENN EKKERT Í ÞESSU?

Fyrir hvern er Ísland annars besta landið? Ólaf Ólafsson í Samskip, Finn Ingólfsson framsóknarýtu, Jón Ásgeir og félaga? Hversvegna eru þessir menn ekki í fangelsi? Hversvegna kýs þjóðin ítrekað yfir sig flokka sem eru handbendi þessara manna?

Það er komið nóg. Nú þarf að moka út flokksklíkunum af Alþingi og koma hér á beinu og milliliðalausu lýðræði. Alvöru stjórnkerfi sem vinnur fyrir fólkið í landinu.  Ég vil nota tækifærið á Stjórnlagaþingi til að koma á þessum breytingum og kynni mitt framboð á www.austurvollur.is/thor


mbl.is Innleystu kauprétt fyrir 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur aulaskapur stjórnvalda - Mannréttindi þjóðar fótum troðin

Stjórnvöld hafa valdið þjóðinni stórkostlegum fjárhagslegum skaða með því að hafa ekki strax lög á Alþingi um kyrrsetningu allra eigna þeirra manna sem tengjast bankasvikunum.

Ég benti ítrekað á þetta í aðdraganda síðustu alþingiskosninga að skilgreina bæri bankahrunið sem svikamyllu og efnahagslegt hryðjuverk. Setja ætti sérstök hryðjuverkalög strax til að koma lögum yfir glæpamennina án tafar.

Handtaka á allt settið án frekari fyrirvara. Rýmið fangelsin fyrir stjórglæpamennina. Marg ítrekaði að allur dráttur á slíkum aðgerðum yrði til þess að mun erfiðara yrði að endurheimta stolnu peningana. Hversvegna tóku ekki fleiri undir þessar augljósu staðreyndir?

Aulaskapur Alþingis hefur leitt til þess að glæpamennirnir og peningarnar eru á flótta m.a. Sigurður Einarsson sem er einn þeirra sem valsar um með þýfið úr bönkunum í vafasömu braski og gefur yfirvöldum langt nef. Talar um að láta reyna á mannréttindi sín í Bretlandi í því sambandi.

Hvar eru mannréttindi Íslensku þjóðarinnar. Ofurseld glæpamönnum? Bankaræningjar reka hér stærstu fyrirtæki landsins þannig að varla er hægt að lyfta síma eða flytja fisksporð úr landi nema eiga viðskipti við glæpagengið.

Á þetta Íslenska svikabull að halda áfram? Hversvegna er ekki bumbusláttur við forsætisráðuneytið. Krefjist aðgerða eða afsagnar!


mbl.is Óska kyrrsetningar eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk stjórnvöld kæri til stríðsglæpadómstóls

Á meðan við leyfum með aðgerðaleysi okkar morðóðum glæpahundum eins og stjórnvöldum Bandaríkjanna að kúga aðrar þjóðir m.a. í Mið Austurlöndum erum við að styðja við heimsmynd ófriðar sem á endanum mun leiða okkur sjálf inní þriðju heimsstyrjöldina.

Stríðsrekstur Bandaríkjanna í Mið Austurlöndum er ein mesta ógnin við framtíð okkar. Þeir kynda undir alþjóðlegri andspyrnu (Bin Laden og fleiri) sem bæði Íslendingum og öðrum vestrænum þjóðum stendur ógn af. 

Sérfræðingar telja það aðeins tímaspursmál hvenær slíkar andspyrnuhreyfingar komast yfir kjarnorkuvopn og yfirgnæfandi líkur að þær muni þá nota slík vopn gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra.

Þessvegna er það nauðsynlegt Íslenskum hagsmunum að segja sig úr öllu hernaðarlega tengdu samstarfi við Bandaríkin, taka upp algerlega hlutlausa stöðu og nota alþjóðlega réttarkerfið til að draga glæpahundana í Washington til ábyrgðar. 

Friður 2000 skorar á Íslenska ráðamenn að leggja fram myndband Wikileaks.org, sem unnið var með aðstoð Íslendinga, ásamt formlegri beiðni stjórnvalda hér um rannsókn til alþjóðlega stríðsglæpadómsdólsins (www.icc-cpi.int) á ólögmætum hernaði Bandaríkjanna í Íraq, enda ógni þetta ástand öryggi alls mannkyns.  

Íslensk stjórnvöld eiga að hundsa þá tilburði Bandaríkjamanna að þeir séu undanþegnir ábyrgð á gjörðum sínum hvað varðar stríðsglæpadómstólinn. Slíka menn á að dæma að þeim fjarstöddum og handtaka síðan hvar sem þeir ferðast utan Bandaríkjanna.

Afhjúpað hvernig saklaust fólk var murkað niður úr herþyrlu án nokkurs tilefnis:

Myndbandið á vef Wikileaks

Sjáið hér lygaþvæluna sem Bandríkjamenn gáfu út um atburðinn, lugu því m.a. að þeir hafi sjálfir sætt skotárás frá þessu fólki. Ofangreint myndband afhjúpar lygarnar:
Tilkynning Bandaríkjahers um atvikið á sínum tíma


mbl.is Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband