Eignir stjórnmálaflokka gerðar upptækar

Þjóðin þarf meira en iðrunarleiksýningar grenjandi kerlinga og spillingarpésa á fundum mútuþægra stjórnmálaflokka. Hér þarf að stokka upp lög og reglur um lýðræðið.

Spilltir stjórnmálamennÚtilokað er að sætta sig við að stjórnmálaöflin séu rekin fyrir mútufé sem borið var á þingmenn og flokka í aðdraganda hrunsins. Rannsóknarskýrslan hefur staðfest að þetta var illa fengið fé, þýfi sem stolið var af þjóðinni.

Heilbrigt lýðræði verður ekki byggt á slíkum grunni spillingar. Best væri fyrir framtíðana að núllstilla fjarmál stjórnmálaflokkanna með því að eignir þeirra verði gerðar upptækar samhliða því að sett verði ný löggjöf um kosningar og fjármál stjórnmálaflokka.

Ég minni á tillögur mínar úr forsetakosningum árið 1996. Þá sagði ég að hættulegt sé lýðræðinu að kosningar fari fram með auglýsingaherferðum eða styrkjum frá atvinnulífinu. Þarna á ég við allar kosningar um opinber embætti. Eðlilegast er að banna slíka fjárstyrki og kaup á framboðsauglýsingum.

Jón Ásgeir fjölmiðlakóngurSetja í staðin fjölmiðlalög með þjóðfélagsskyldum á alla fjölmiðla, ekki síst ljósvakamiðla, að hliðra til í dagskrá fyrir kosningar þannig að sjónarmið allra framboða séu kynnt fyrir þjóðinni á jafnréttisgrundvelli. Slíkar framboðskynningar hefjist með góðum fyrirvara og að sjálfstætt skipuð nefnd eða embætti eins og Umboðsmaður Alþingis sjái um eftirlit með jafnræði í umfjöllun og hafi vald til að loka fjölmiðlum sem brjóta lögin.

Einnig þarf að setja nýjar reglur um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Ef framboð öðlast löggildingu með nægum fjölda meðmælenda, þá sitji það framboð við sama borð og stjórnmálaflokkar á Alþingi í þeim kosningum. Þetta er mikilvægt til að tryggja jafnræði og nauðsynlega endurnýjun á Alþingi.

Þann 25 maí 1996 birti dagblaðið Tíminn frétt undir fyrirsögninni: "Talaði um heim græðgi, valdapots, svika og pretta". Í greininni sagði m.a. "Ég fæ ekki betur séð en að Íslensku þjóðfélagi sé haldið í heljargreipum einhverra huldumanna". Það var ekki að ástæðulausu að ég kynnti framboð mitt til forseta Íslands undir þessum formerkjum.

Landlægt vandamál:
Allir flokkarnir hafa tekið við styrkjum frá atvinnulífinu, sumir tugmilljónir króna. Eftir ítrekaðar tilraunir til að hringja í formann eins flokksins fórum við á stúfana með videóvél og hljóðnema. Yfirlýsingar og kosningaloforð um að endurgreiða fimmtíu milljóna mútufé voru svikin eftir kosningar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þú ert nauðsynlegur partur af Íslensku samfélagi.

Vilhjálmur Árnason, 21.4.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband