Ástþór Magnússon Wium
Ástþór stofnaði Frið 2000 árið 1995 og einn stofnenda Lýðræðishreyfingarinnar árið 1998, í kjölfar þess að hafa kynnt hugmyndir um beint og milliliðalaust lýðræði sem forsetaframbjóðandi 1996.
Í forsetakosningunum talaði Ástþór um heim græðgi, valdapots, svika og pretta og sagði Ísland lent í heljargreipum huldumanna sem væru að arðræna þjóðina. Hagkerfið myndi hrynja vegna spillingar í bankakerfinu og fjármálamarkaðir væru að þróast í óábyrg spilavíti. Þörf væri á verulegri endurskoðun og uppstokkun sem Ástþór vildi beita sér fyrir sem þverpólitískt afl frá Bessstöðum. Þetta virtist snerta valdamikla aðila í landinu því mikill undirróður hófst gegn Ástþóri og boðskap Friðar 2000 í kjölfarið.
Ástþór hefur á s.l. þremur áratugum ítrekað vakið athygli á tækifærum með þróun á beinu lýðræði m.a. með hugmyndum um Reykholtsskóla sem friðarháskóla, og Keflavíkurflugvöll sem miðstöð alþjóðlegrar friðargæslu og þróunarmiðstöð lýðræðis. Sjá nánar á www.forsetakosningar.is
Athugasemdir
Samspillingin var að mælast með 60% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 70% fylgi og Framasóknarflokkurinn með 30% fylgi og Vinstri Gramir með 55% fylgi. Fjórflokkurinn er semsagt samanlagt með 215% fylgi.
Til samanburðar má nefna að Stalín fékk aldrei yfir 100% fylgi. Saddam Hussein náði einu sinni 120% fylgi en hann var náttúrulega annálaður dugnaðarforkur og atkvæðasmali. Hann hafði kjörþokka, sem kallað er. Kannski að Steingrímur og Jóhanna nái einhverntíma að toppa hann ef þau ná að halda sem flestu leyndu fyrir þjóðinni einsog þau hafa gert fram að þessu.
En hvað segirðu gamli, eru ekki bara allir í stuði?
Sverrir Stormsker, 10.9.2009 kl. 17:10
Jú jú allir í stuði, en það er hálf grátlegt að horfa uppá þetta Íslenska grínleikrit. Eins og Kardimombærinn nema í þetta sinn stjórnað af ónytjungum og glæpaleppum og íbúarnir á bæjareyjunni virðast sofandi yfir öllu saman eins og nýsloppnir og uppdópaðir af hælinu. Þetta virðast vera einhverskonar trúarbrögð á Djöflaeyjunni að kjósa yfir sig gerspillta og handónýta pólitíkusa og leyfa þeim að taka endalausa snúninga á sér.
Ástþór Magnússon Wium, 10.9.2009 kl. 18:13
Fólk er nú aðeins að vakna er það ekki? Held meiraðsegja að fólk sé farið að sjá að Óli grís var ekki besti valkostur í heimi eftir alltsaman. Það tekur Íslendinga yfirleitt um 16 - 20 ár að fatta einföldustu hluti. Var hann annars ekki kosinn fjórum sinnum? Minnir það.
Sumir eru meiraðsegja farnir að átta sig á því að til sé heiðarlegra fólk en Steingrímur J. og "heilög" Jóhanna.
Sverrir Stormsker, 10.9.2009 kl. 19:38
Ástþór minn höfum við eitthvað val? Það er búið að raða þessu fólki á lista,í prófkjöri,reyndar hægt að strika nöfn út, en það breytir litlu.
Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2009 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.