Þetta er nú meira ruglið!

Glæpurinn heldur áfram á meðan útrásarvíkingar ganga lausir með vasana fulla af þýfi sem þeir stálu frá almennum hluthöfum og innistæðueigendum bankanna.

Og þið kjósið til valda aftur og aftur þá ónytjunga sem styðja þessa spillingu!


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Stormsker

Samspillingin var að mælast með 60% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn með 70% fylgi og Framasóknarflokkurinn með 30% fylgi og Vinstri Gramir með 55% fylgi. Fjórflokkurinn er semsagt samanlagt með 215% fylgi. 

Til samanburðar má nefna að Stalín fékk aldrei yfir 100% fylgi. Saddam Hussein náði einu sinni 120% fylgi en hann var náttúrulega annálaður dugnaðarforkur og atkvæðasmali. Hann hafði kjörþokka, sem kallað er. Kannski að Steingrímur og Jóhanna nái einhverntíma að toppa hann ef þau ná að halda sem flestu leyndu fyrir þjóðinni einsog þau hafa gert fram að þessu.

En hvað segirðu gamli, eru ekki bara allir í stuði? 

Sverrir Stormsker, 10.9.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Jú jú allir í stuði, en það er hálf grátlegt að horfa uppá þetta Íslenska grínleikrit. Eins og Kardimombærinn nema í þetta sinn stjórnað af ónytjungum og glæpaleppum og íbúarnir á bæjareyjunni virðast sofandi yfir öllu saman eins og nýsloppnir og uppdópaðir af hælinu. Þetta virðast vera einhverskonar trúarbrögð á Djöflaeyjunni að kjósa yfir sig gerspillta og handónýta pólitíkusa og leyfa þeim að taka endalausa snúninga á sér.

Ástþór Magnússon Wium, 10.9.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Sverrir Stormsker

Fólk er nú aðeins að vakna er það ekki? Held meiraðsegja að fólk sé farið að sjá að Óli grís var ekki besti valkostur í heimi eftir alltsaman. Það tekur Íslendinga yfirleitt um 16 - 20 ár að fatta einföldustu hluti. Var hann annars ekki kosinn fjórum sinnum? Minnir það.

Sumir eru meiraðsegja farnir að átta sig á því að til sé heiðarlegra fólk en Steingrímur J. og "heilög" Jóhanna.

Sverrir Stormsker, 10.9.2009 kl. 19:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ástþór minn höfum við eitthvað val? Það er búið að raða þessu fólki á lista,í prófkjöri,reyndar hægt að strika nöfn út, en   það breytir litlu.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband