Leitar að 55 milljónum hjá ræningjum í Húsdýragarðinum

bjarnipeningarFramkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Gréta Ingþórsdóttir upplýsti við Lýðvarpið FM100.5 fyrr í vikunni að hún sé tilbúin með peninga á reikningi flokksins til að endurgreiða 55 milljón króna ofurstyrki til flokksins eins og Bjarni Benediktsson formaður hefur lofað þjóðinni.

Í gær upplýsti hinsvegar Pétur Blöndal þingmaður Ástþór Magnusson í beinni útsendingu að þessir peningar séu ekki til hjá flokknum, en það væru hinsvegar til einhver veð. Á sama tíma sagði Pétur að "kínamúr" væri milli fjármála flokksins og þingmanna en samt virðist hann vita nákvæmlega hver staðan á bankareikningum flokksins.

Sjálfstæðismenn eru orðnir margsaga um endurgreiðslu á ofurstyrkjunum og fjárhagsstöðu flokksins. Hefur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins haft uppi ósannindi um fjárhagsstöðuna? Er Bjarni Benediktsson að blekkja kjósendur með kosningaloforði um endurgreiðslu á ofurstyrkjum?

Lýðvarpið FM100.5 vill fá svör við þessum spurningum. Í símtölum við flokksskrifstofur Sjálfsstæðiflokksins sem útvarpað var á Lýðvarpinu FM100.5 í hádeginu var Ástþóri Magnússyni boðið að mæta í Húsdýragarðinn kl. 17, hitta ræningjana úr Kardimommubænum og spyrja Bjarna um týndu peningana. Ástþór tekur Sjálfstæðismenn á orðinu og mun mæta á staðinn með myndavél og hljóðnema til að fá málið upplýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband