21.4.2009 | 14:11
Segist vera með tugmilljónir tilbúnar á reikningi flokksins en vilja ekki endurgreiða mútugreiðslurnar fyrir kosningar
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðiflokksins segist vera með 55 milljónir tilbúnar á reikningi flokksins en flokkurinn ætlar ekki að endurgreiða ofurstyrki fyrir kosningar
Á fréttavakt.is á Lýðvarpinu FM100.5 í hádeginu í dag sagðist framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins vera með peningana tilbúna á reikningi flokksins til að endurgreiða 55 milljón króna styrki sem kenndir hafa verið við mútuþægni.
Gréta Ingþórsdóttir nýskipaður framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins fór undan í flæmingi þegar Ástþór Magnússon spurði hana áleitinna spurninga á Lýðvarpinu FM100.5 um endurgreiðslu á ofurstyrkjum sem margir hafa kallað mútufé.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir á Bylgjunni í morgun að styrkirnir yrðu endurgreiddir 1. júní n.k. sem er nokkrum vikum eftir kosningar. Hinsvegar segir framkvæmdastjóri flokksins að peningarnir séu tilbúinir á reikningi flokksins til að endurgreiða strax í dag. Hversvegna er það þá ekki gert í dag spyr Ástþór Magnússon?
Hér má hlusta á símtalið: auto-1240313984-115-003547726662
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Facebook
Athugasemdir
Sammála Ástþóri þarna,afhverju ekki að endurgreiða þetta fyrir kosningar,??? Gaman væri að fá svör við þessu,og hvaða rök liggja að baki þessara ákvörðunar.?????????
Jóhannes Guðnason, 21.4.2009 kl. 15:06
Peningaleysi, ef til vill !!
TARA, 22.4.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.