17.4.2009 | 14:31
Útrásarvíkingum tókst ekki að stöðva lýðræðið
Landskjörstjórn hefur úrskurðað lista Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavík gilda. Uppákoma útrásarvíkinga og spilltra stjórnmálaflokka til að stöðva Lýðræðishreyfinguna tókst ekki.
Ástþór Magnússon frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavík norður hefur opinberlega lýst yfir að útrásarvíkingarnir Ólafur Ólafsson í Samskip og fleiri skuli sæta gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn bankahrunsins standi yfir. Þessu mun Lýðræðishreyfingin beita sér fyrir fá hún stuðning kjósenda. Einnig að mútuþægni stjórnmálaflokkanna sæti lögreglurannsókn og þar skuli fara fram húsleitir án tafar. Verði Ríkislögreglustjóri og aðrir embættismenn ekki við þessum tilmælum mun Lýðræðishreyfingin beita sér fyrir því að embættisskúrkum verði vikið úr starfi.
Ástþór Magnússon frambjóðandi Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavík norður hefur opinberlega lýst yfir að útrásarvíkingarnir Ólafur Ólafsson í Samskip og fleiri skuli sæta gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn bankahrunsins standi yfir. Þessu mun Lýðræðishreyfingin beita sér fyrir fá hún stuðning kjósenda. Einnig að mútuþægni stjórnmálaflokkanna sæti lögreglurannsókn og þar skuli fara fram húsleitir án tafar. Verði Ríkislögreglustjóri og aðrir embættismenn ekki við þessum tilmælum mun Lýðræðishreyfingin beita sér fyrir því að embættisskúrkum verði vikið úr starfi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Facebook
Athugasemdir
Haltu baráttu þinni áfram fyrir betra Íslandi, ekki veitir af..., óska þér & framboði þínu alls hins besta í komandi kosningum. Í raun ótrúlegt afrek hjá ykkur að ná að bjóða fram með svona stuttum fyrirvara, þannig að þið eruð strax orðin nokkurs konar sigurvegar og það verður gaman að hlusta á "hvassa rödd þína" í kosningabaráttunni sem er framundan...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 17.4.2009 kl. 23:30
Já Ástþór, hafi maður ekki vitað það áður, að víða væri pottur brotinn, þá veit maður það sannarlega núna.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2009 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.