Útrásarvíkingar reyna að stöðva framboð Lýðræðishreyfingarinnar

Lýðræðishreyfingin krefst þess að formanni yfirkjörstjórnar Norður verði vikið úr starfi og rannsókn fari fram á tengslum annarra starfsmanna yfirkjörstjórna við útrásarvíkinga og stjórnmálaflokka.

Eftir að framboði Lýðræðishreyfingarinnar var skilað í gær til yfirkjörstjórnar í Reykjavík Norður sem Erla S. Árnadóttir hrl frá Lögmannsstofunni Lex er í forsvari fyrir, bárust símhringingar til annarra kjörstjórna og reynt að fá þær til að ógilda framboð Lýðræðishreyfingarinnar með því að bera fyrir sig smávægilegan formsgalla sem ekki einu sinni er skýr lagastoð fyrir.

Fyrri oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavík Norður Þórunn Guðmundsdóttir hrl braut blað í sögu Íslenskra stjórnmála þegar hún hóf ófrægingarherferð gegn Ástþóri Magnússyni í aðdraganda forsetakosninga 2008 og sagði það "nauðgun á lýðræðinu í landinu" byði Ástþór sig aftur fram í kosningum hér á landi. Lét Þórunn að því liggja að Ástþór hafi blekkt kjósendur í forsetakosningum árið 2004.

Ólafur og Ólafur hala inn frá KatarLögmannsstofan Lex starfar fyrir Ólaf Ólafsson og Samskip sem Ástþór á nú í málaferlum við eftir að lýsa því yfir að hann vilji að lögregla kanni bókhaldsóreiðu hjá Samskip. Þá hefur Ástþór lýst því yfir í fjölmiðlum að komist hann til áhrifa á Íslandi muni það verða sitt fyrsta verk að sækja Ólaf Ólafsson og aðra þá fjárglæframenn sem hafa sett þjóðina á hausinn og koma þeim í gæsluvarðhald á meðan bankahrunið er rannsakað. Lex hefur einnig starfað mikið fyrir Baugsveldið og aðra útrásarvíkinga.

Eftir að fulltrúar útrásarvíkinganna hringdu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis birtist frétt á mbl.is í gærkveldi þar sem sett voru fram fullyrðingar af formanni þeirrar kjörstjórnar um lista Lýðræðishreyfingarinnar sem standast ekki og stangast á við lög.

Lýðræðishreyfingin er nú að vinna að kærum og krefst þess að rannsókn fari fram á störfum yfirkjörstjórna. Þá mun Ástþór Magnússon funda með fulltrúum frá kosningaeftirliti Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu um málið.
mbl.is Einhverjir hnökrar á framboðslistum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Flott hjá þér Ástþór, þú stendur vaktina, þú lætur ekki kæfa rödd þína niður.  Þú vilt þjóð þinn vel, það er meira en hægt er að segja um 20-50 útrásár skúrkanna!  Haltu áfram að vera málefnalegur á framboðsfundum og þá efa ég ekki að þú sem auðlind verður nýtur til góðra verka.  Ég vona síðan innilega að allir þessir skúrkar verði látnir bera ábyrgð á sínum gjörðum.  Ótrúlegt að ekki sé fyrir löngu búið að leiða þá út í handjárnum með stöðu "grunnaðs manns", en í ljósi svokallaðra styrkja (verndartollar) til Samspillingarinnar & Ránfuglsins, þá skilur maður betur & betur að aldrei stóð til hjá fráfarandi ríkisstjórn að gera eitt eða neytt.  Ég bind vonir við vinnu Evu Joly & annara.  Ef yfirkjörstjórn bolar þér burt, þá vona ég að þú lýsir yfir stuðning við XO - Borgarahreyfinguna.  Best væri að framboð þitt fái að bjóða fram, en það kæmi mér ekki á óvart að framboðið verði dæmt ógilt..!  Sorry - this is Iceland....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 15.4.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Skoðaðu þessa færslu og þú sérð hversu þau eru samtvinnuð Lögmannsstofan LEX og lýðræðið.

Sigurður Ingi Jónsson, 15.4.2009 kl. 13:47

3 Smámynd: Báran

Mig langar að vita af hverju þú, Ástþór eða annar frambjóðandi á lista Lýðræðishreyfingarinnar mætti ekki á lokafund ÖBÍ  og þroskahjálpar þar sem frambjóðendur frá öllum listum mættu til svara.  Samkvæmt upplýsingum var ykkur boðið að mæta.

Báran, 16.4.2009 kl. 08:29

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Í íslenskri pólitík Skrattinn skálmar,

skjálfandi auðvaldið buktar og mjálmar,

þar voru útrásar sungnir sálmar,

svigna á Cayman íslenskir pálmar.

 Lifi fjalldrapinn

Ásgeir Rúnar Helgason, 16.4.2009 kl. 08:45

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það er vegna þess að yfirkjörstjórn Reykjavík Norður, þar sem drottning útrásarvíkinganna ræður ríkjum, lét okkur vita af því um sexleitið í gærkveldi að þeir höfnuðu listum sem Dómsmálaráðuneytið hafði áður samþykkt sem meðmælendalista og sagt okkur að leggja þar fram sem slíka. Löglærður starfsmaður ráðuneytisins meira að segja staðfesti aftur í gærkveldi að þetta væri endemis rugl í kjörstjórninni og hann teldi þetta stangast á við túlkun ráðuneytisins bæði nú og við undanfarnar kosningar.

Þrátt fyrir það gaf drottning útrásarvíkinganna í Reykjavík Norður okkur aðeins nokkurra klukkustunda frest til að safna nýju fólki á lista sem varð til þess að hér urðu allir að fara út um borg og bý í gærkveldi og frammá nótt og safna þessum nýju meðmælendum.

Þetta er bara enn eitt dæmið hvernig verið er að reyna að stöðva framboð okkar af útrásarvíkingum.

Það eru öryrkjar á frambjóðendalistum okkar og mál öryrkja og þroskaheftra eru Lýðræðishreyfingunni sérstaklega hjartfólgin.

Ástþór Magnússon Wium, 16.4.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband