26.3.2009 | 08:22
Þjóðin blekkt með bellibrögðum RÚV
Bellibrögðum beitt hjá RÚV til að hampa einu framboði umfram annað!
Útvarpsréttarnefnd fundar í dag um kæru Lýðræðishreyfingarinnar vegna brota Ríkisútvarpsins RÚV á útvarpslögum og lögum um Ríkisútvarpið
Nú er ljóst að starfsmenn Ríkisútvarpsins beittu brögðum til að koma nýju framboði á framfæri en formaður Borgarahreyfingarinnar (sem eru í raun sömu samtök og "Opinn borgarafundur") starfar hjá Ríkisútvarpinu. Fram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri leiðir nú lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.
Ljóst er að Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV. Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar frá Lýðræðishreyfingunni með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar stefndi á alþingisframboð.
Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að hann lét bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.
Verði ekki gerð veruleg bragabót til að kynna Lýðræðishreyfinguna næstu daga í Ríkisútvarpinu og RÚV til að koma boðskap hennar á framfæri við þjóðina til jafns við ofangreind samtök Opin borgarafund og Borgarahreyfinguna, er ljóst að kosningar verða ekki með lýðræðislegum hætti og eiga því meira í ætt við kosningar í einræðis- og kommúnískum ríkjum þar sem aðgangi að fjölmiðlum er miðstýrt til að útiloka að ný framboð nái fram að ganga. Við erum nú að upplifa slíka misnotkun fjölmiðla hér á Íslandi nema Útvarpsréttarnefnd grípi í taumana næstu klukkustundirnar til að rétta hlut Lýðræðishreyfingarinnar í aðdraganda þessa kosninga.
Verði ekki bætt úr þessu hlýtur að vakna sú spurning hvort yfir höfuð sé hægt að taka þátt í slíku skrípalýðræði sem Ríkisútvarpið og stjórnvöld bjóða þjóðina. Hvort ekki þurfi frekar að beita kröftunum í að Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu aðstoði við að fá alþingiskosningarnar lýstar ólögmætar. Slíkur er alvarleiki málsins að mati lögmanna Lýðræðishreyfingarinnar.
Útvarpsréttarnefnd fundar í dag um kæru Lýðræðishreyfingarinnar vegna brota Ríkisútvarpsins RÚV á útvarpslögum og lögum um Ríkisútvarpið
Nú er ljóst að starfsmenn Ríkisútvarpsins beittu brögðum til að koma nýju framboði á framfæri en formaður Borgarahreyfingarinnar (sem eru í raun sömu samtök og "Opinn borgarafundur") starfar hjá Ríkisútvarpinu. Fram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri leiðir nú lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.
Ljóst er að Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV. Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar frá Lýðræðishreyfingunni með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar stefndi á alþingisframboð.
Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að hann lét bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.
Verði ekki gerð veruleg bragabót til að kynna Lýðræðishreyfinguna næstu daga í Ríkisútvarpinu og RÚV til að koma boðskap hennar á framfæri við þjóðina til jafns við ofangreind samtök Opin borgarafund og Borgarahreyfinguna, er ljóst að kosningar verða ekki með lýðræðislegum hætti og eiga því meira í ætt við kosningar í einræðis- og kommúnískum ríkjum þar sem aðgangi að fjölmiðlum er miðstýrt til að útiloka að ný framboð nái fram að ganga. Við erum nú að upplifa slíka misnotkun fjölmiðla hér á Íslandi nema Útvarpsréttarnefnd grípi í taumana næstu klukkustundirnar til að rétta hlut Lýðræðishreyfingarinnar í aðdraganda þessa kosninga.
Verði ekki bætt úr þessu hlýtur að vakna sú spurning hvort yfir höfuð sé hægt að taka þátt í slíku skrípalýðræði sem Ríkisútvarpið og stjórnvöld bjóða þjóðina. Hvort ekki þurfi frekar að beita kröftunum í að Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu aðstoði við að fá alþingiskosningarnar lýstar ólögmætar. Slíkur er alvarleiki málsins að mati lögmanna Lýðræðishreyfingarinnar.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
Tjáðu þig skýrar Ástþór, hvar hjá RUV er viðkomandi að vinna. Þó hann sé leikari og útvarpið útvarpi leikriti sem hann leikur í er ekki þar með sagt að hann starfi hjá RÚV.......
Sverrir Einarsson, 26.3.2009 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.