20.3.2009 | 04:05
Fagmennsku ábótavant hjá RÚV
Email sent til Páls Magnússonar útvarpsstjóra:
Um leið og ég þakka þér Páll að veita Lýðræðishreyfingunni nokkrar mínútur til að kynna framboðið í Kastljósi kvöldsins, get ég ekki orða bundist um hvað fagmennsku er ábótavant í þessari umfjöllun.
1. Fréttastofan fjallaði um skoðanakönnun og ræddi um hana við formenn stjórnmálaflokka á Alþingi en enga aðra. Þessir sömu flokkar hafa fengið nær ómælda umfjöllun hjá ykkur meðan Lýðræðishreyfingarinnar hefur engan aðgang fengið að ríkisfjölmiðlunum, enda kom framboð okkar ekki einu sinni fram í könnun ykkar. Hvað er að marka svona kannanir? Hversvegna eruð þið að fjalla um svo óábyrga könnun sem "frétt"? Hversvegna bíðið þið ekki með slíka umfjöllun þar til þið hafið fjallað um öll framboðin svo þjóðin viti hvað er í boði í komandi kosningum? Hversvegna neitaði fréttastofan mér um að koma á framfæri ummælum Lýðræðishreyfingarinnar um þessa könnun? - símtal hér
2. Þú lofað á fundi okkar fyrr í vikunni að Lýðræðishreyfingin fengi "sama pakka" og hin "nýju" framboðin í umfjöllun kvöldsins. En það vantaði umtalsvert í þennan pakka kvöldsins. Það vantaði algerlega fréttina um framboðið í fréttir kvöldsins. Þannig að við sátum ekki við sama borð og aðrir. Hversvegna?
3. Framleiðsla viðtalsins í Kastljósi hlýtur að vera hverjum fagmanni sem sér þetta þyrnir í augum. Lýsingu er ábótavant, White Balance myndavélar virðist úti á túni, notuð er gleiðlinsa á portret sem engum fagmanni myndi detta til hugar. Hverslags vinnubrögð eru þetta? Þau eru allavegana RÚV til skammar og ættu ekki sjást á ykkar skjá. Hvaða vandamál er að taka með sér lampa í myndatöku og stilla vélina í samræmi við viðfangsefnið? Er þetta gert viljandi eða kunna menn ekki til verka? Þegar ég sá tilburðina óskaði ég eftir því að koma í stúdíó ykkar í viðtal en því var synjað.
Mér sýnist þú þurfir heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum áður en eftirlitsmenn ÖSE koma til landsins svo ríkisfjölmiðlarnir verði nú ekki þjóðinni til skammar með ólýðræðislegum og ófaglegum vinnubrögðum.
Hvað með Silfur Egils? Fáum við frá Lýðræðishreyfingunni að koma í þann þátt á sunnudag og ræða okkar framboð og hugmyndafræði? Þar hafa ítrekað síðastliðna mánuði verið aðilar sem standa að öðru "nýju" framboði. Hinsvegar svarar Egill ekki skeytum sem ég hef sent með beiðni um aðgang til að kynna okkar stefnuskrá. Stúlkurnar á skiptiborði RÚV hafa ekki getað fundið Egil í húsinu þegar ég hef hringt og vilja ekki gefa upp gsm símann hans.
Með kveðju
Lýðræðishreyfingin - www.lydveldi.is
Ástþór Magnússon
Prófkjör á austurvollur.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 04:25 | Facebook
Athugasemdir
Ertu ennþá með myndiðjuna á Suðurlandsbrautinni?
Yngvi Högnason, 20.3.2009 kl. 08:46
Ástþór, mér fannst nú það versta við þetta viðtal glottið á Helga Seljan, ég myndi nú kæra hann til blaðamannafélagsins, það sást á svipnum á honum að hann var ekki "hlutlaus" fréttamaður.
Elvar Atli Konráðsson, 20.3.2009 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.