Lýðræðishreyfingin skilar undirskriftarlistum og staðfestir framboð við Dómsmálaráðuneytið

Lýðræðishreyfingin hefur í dag skilað inn undirskriftarlistum til Dómsmálaráðuneytisins og staðfest framboð í komandi alþingiskosningum.

Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar er:

1. Beint og milliliðalaust lýðræði:

  • Allir Íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umföllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum.
  • Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði.
  • Tilbúin frumörp lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1.maí og 1.des ár hvert.
  • Hraðbankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing. 
  • Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gilda fram að næsta þjóðþingi.
  • Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis.

2. Tillaga að breytingum á Alþingi og ríkisstjórn:

  • Þingmönnum fækkað í 31.
  • Landið verði eitt kjördæmi.
  • Þingmenn verði valdir í persónukosningum.
  • Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði, skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er.
  • Ráðherrar sitji ekki á Alþingi.
  • Ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis.

Nánari upplýsingar um Lýðræðishreyfinguna er að finna á www.lydveldi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki nóg komið af bulli frá þér

G.Frímann (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einhverjar hugmyndir um lausn á kreppunni svona almennt? Þetta er alger froða, sem enginn er að tengja við. Ég hef aldrei séð vitlausari hugmynd en þetta svokallaða beina lýðræði.  Veistu um einhver nærtæk fordæmi slíks, eða eruð þið búin að fynna upp nýja allsherjarlausn við öllum vanda þarna?

Þér er sveimér ekki við bjargandi Ástþór og varla orðum á þetta eyðandi. Þú færð kannski einhverja næringu fyrir þitt óseðjandi egó, en varla meira. Því held ég að ég geti lofað.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband