Fréttastjóri mbl.is neitar að birta frétt frá Lýðræðishreyfingunn frá í morgun og segir það "einkamál" RÚV að Lýðræðishreyfingin fái ekki aðgang að ríkisfjölmiðlunum til að kynna stefnuskrá sína fyrir kjósendum.
Áhugavert er að skoða umfjöllum Morgunblaðsins og mbl.is um stjórnmálahreyfingar landsins. Ný framboð eru þar nánast útilokuð úr umfjöllun og fá litla sem enga möguleika að kynna sín stefnumál eins og sjá má á fjölda frétta birt í mars mánuði:
Sjálfstæðisflokkurinn: 26
Samfylkingin: 24
Framsóknarflokkurinn: 21
Borgarahreyfingin: 5
L-Listinn: 5
Lýðræðishreyfingin: 1
Áhugavert er að skoða þetta í samanburði við umfjöllun í aðdraganda forsetakosninga árið 2004, en þá var nánast engin umfjöllun um önnur framboð en forseta Íslands eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Litla spjaldið er umfjöllun um mitt framboð, stóra spjalið er umfjöllun Morgunblaðsins um Ólaf Ragnar Grímsson sem síðan var kosinn með "Rússneskri kosningu".
15.3.2009 | 22:36
Vilja kynna persónukjör og hraðbankalýðræði í Kastljósi
Lýðræðishreyfingin krefst að fá án tafar aðgengi að Kastljósi Ríkisútvarpsins til að kynna nýja hugmyndafræði um notkun hraðbanka í beinu og milliliðalausu lýðræði.
Stjórnendur RÚV hafa útilokað Lýðræðishreyfinguna frá ríkisfjölmiðlunum og virðast ætla að þröngva gömlum og úreltum stjórnmálum uppá þjóðina.
Tugir manns hafa nú skrifað undir risastórt uppsagnarbréf til Páls Magnússonar útvarpsstjóra sem verður afhent með mótmælaaðgerð í útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 14 mánudaginn 16 mars.
Þess er krafist að Lýðræðishreyfingin fá tafarlausan aðgang að RÚV til að kynna stefnumál sín í komandi kosningum sem eru:
1. Beint og milliliðalaust lýðræði:
- Allir Íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umföllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum.
- Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði.
- Tilbúin frumörp lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1.maí og 1.des ár hvert.
- Hraðbankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing.
- Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gilda fram að næsta þjóðþingi.
- Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis.
2. Tillaga að breytingum á Alþingi og ríkisstjórn:
- Þingmönnum fækkað í 31.
- Landið verði eitt kjördæmi.
- Þingmenn verði valdir í persónukosningum.
- Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði, skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er.
- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi.
- Ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis.
Nánari upplýsingar um Lýðræðishreyfinguna er að finna á www.lydveldi.is
Uppsagnarbréfið til Páls Magnússonar sem verður afhent í stórformati við útvarpshúsið Efstaleiti kl. 14 mánudaginn 16 mars:
Hr. Páll Magnússon
Þér er hér með sagt upp störfum þar sem þú hefur fótum troðið skyldur þína sem útvarpsstjóri ríkisútvarpsins sem er að gæta jafnræðisreglu og halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur.
Þú hefur virt að vettugi fjölda erinda sem Lýðræðishreyfingin hefur sent til þín og eftirlitsstofnana með óskir um úrbætur. Engin svör hafa borist frá þér þrátt fyrir að málið hafi nú ítrekað verið kært til Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu. Ljóst er að þú ert með öllu óhæfur til að annast rekstur ríkisfjölmiðils okkar Íslendinga. Áframhaldandi rekstur Ríkisútvarpsins undir þinni stjórn er líklegt til að þessi áður virðulega stofnun þjóðarinnar verði að athlægi á alþjóðavettvangi. Nú þegar, í kjölfar margumtalaðs Kastljósviðtals við erlendan fræðimann í friðarmálum, er Íslenska ríkisútvarpinu er líkt við fjölmiðla í enræðisríkjum á ráðstefnum og í fyrirlestrum um slík mál.
Lýðræðishreyfingin er tilbúin að skipa nýjan og hæfari útvarpsstjóra og koma Ríkisútvarpinu á réttan kjöl, bæði hvað varðar að koma á lýðræðislegum vinnubrögðum svo og að rétta af fjárhag stofnunarinnar sem virðist í rúst eftir þig. Skorað er á þig Páll að verða við þeim tilmælum að láta af störfum áður en þú veldur þjóðinni meiri skaða en þegar er orðið undir þinni stjórn. Íslenska þjóðin á Ríkisútvarpið og fréttaefnið sem þar er framleitt og sent út. Skýr lög og reglur hafa verið sett um slíkt efni til að gæta lýðræðislegs réttar allra landsmanna. Útilokað er að sætta sig við að misvitrir einstaklingar í stjórnarstöðum Ríkisútvarpsins fótum troði þennan rétt okkar.
Nýr fjölmiðill þjóðarinnar, Lýðvarpið á FM100.5 og frettavakt.is mun senda út fréttir Ríkisútvarpsins ásamt þeim viðbótum sem Lýðvarpinu og hlustendum finnst vanta í þær fréttir hverju sinni. Þannig munum við leitast við að gæta þess að þjóðin fái fái óhlutdræga frásögn og fréttaflutning og þjóðarsálinni sé ekki miðstýrt af annarlegu sjónarmiðum klíkunnar sem ræður Ríkisútavarpinu undir þinni stjórn. Því miður hefur fréttastofa Ríkisútvarpsins svo gersamlega brugðist hlutverki sínu undir þinni stjórn að hingað til lands eru nú væntanlegir eftirlitsmenn ÖSE til að fylgjast með aðdraganda komandi alþingiskosninga, ekki síst til að fylgjast með aðgengi framboða að ríkisfjölmiðlunum.
Ítrekuð er sú krafa að Lýðræðishreyfingin fái að kynna stefnumál sín í Ríkisútvarpinu/RÚV án tafar!
Virðingarfyllst,
Lýðræðishreyfingin
(Undirskrifað af fleiri tugum manns)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.