Kalla menn þennan skrípaleik lýðræði?

Hörður þaggar niður í mótmælendumSamkvæmt lögum ber Ríkisútvarpinu að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana.

Ríkisútvarpinu ber að gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð og veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Þetta segja lögin!

Þessum skyldum sínum traðka starfsmenn Ríkisútvarpsins ofaní ræsið. Lýðræðishreyfingin, sem eru skráð stjórnmálasamtök á Íslandi, fær enga umfjöllun um sín stefnumál. Fréttatilkynningar okkar fá ekki umfjöllun og skriflegum erindum til útvarpsstjóra er ekki svarað. Samtökin eru hundsuð!

Á sama tíma veitir Ríkisútvarpið og RÚV vinstrisinnuðum vindhönum greiðan aðgang til að gala lýðskrum yfir þjóðina í útvarps og sjónvarpsútsendingum klukkutímum saman.

Kommúnistar fjarlægja fundargestÞað er lýðskrum að boða til “borgarafunda” og kalla það “breiðfylking” eða “raddir fólksins” og
segjast gefa öllum tækifæri að tjá sig, en banna síðan flesta aðra frá umræðunni nema vinstri græna eða fólk með kommúnískar hugsjónir. Þetta er lýðskrum úr sovét-fasisma Stalíntímans.

Á meðan útsendingar Ríkisútvarpsins og RÚV hampa vinstri vindhönum í Kastljósi, Silfri Egils og öðrum þáttum ríkisfjölmiðilsins, er Lýðræðishreyfingin sniðgengin. T.d. í dag fengu samtökin “Raddir fólksins” á aðra klukkustund í beinni útsendingu sem þeir notuðu til að tilkynna með reglulegu millibili eða auglýsa “opið hús” sinna nýju stjórnmálasamtaka og “tónleika” sem efnt er til fyrir fjáröflun þeirra en aðgangseyrir rennur óskiptur til þeirra. Þá var flutt frétt á RÚV undir nafninu “Barist fyrir endurnýjun lýðræðis” og þar var Lýðræðishreyfingin einnig hundsuð!

umfjollunMBLkosningar2004Það er með ólíkindum að í forsæti fyrir ríkisfjölmiðil þjóðarinnar hafi valist einstaklingur sem engan skilning ber á grundvallarreglum lýðræðis. Hvernig getur Lýðræðishreyfingin kynnt sín baráttumál fyrir þjóðinni eða tekið þátt í alþingiskosningum á jafnréttisgrundvelli við slíka fjölmiðlun sem raun ber vitni? Að samtök okkar séu algerlega sniðgengin á meðan aðrir fá ómældan aðgang til að kynna sín stefnumál og meira segja til að afla peninga í sín framboð með aðstoð fjölmiðla ríkisins. Lýðræðishreyfingin fær heldur enga styrki frá ríkinu til síns framboðs eins og þau stjórnmálasamtök sem sitja á Alþingi.

Kalla menn þennan skrípaleik lýðræði?

Myndin hér til hægri sýnir umfjöllum eins dagblaða okkar um tvö forsetaframboð. Stóra spjaldið er um framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, litla spjaldið er um mitt framboð yfir sama tímabil. Á sömu dögum skrifaði ritstjóri blaðsins leiðara með ádeilu á rússnesku forsetakosningarnar vegna mismununar fjölmiðla gagnvart frambjóðendum!


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband