Stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar birt á www.lydveldi.is

1. Beint og milliliðalaust lýðræði:

  • Allir Íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi. Skal frumvarp tekið til umföllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum.
  • Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á sérstöku þjóðþings vefsvæði.
  • Tilbúin frumörp lögð fyrir þjóðþing til atkvæðagreiðslu t.d. 1.maí og 1.des ár hvert.
  • Hraðbankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing.
  • Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gilda fram að næsta þjóðþingi.
  • Þeir sem ekki óska að greiða atkvæði á Alþingi gætu framselt þingmanni sitt atkvæði.

2. Tillaga að breytingum á Alþingi og ríkisstjórn:

  • Þingmönnum fækkað í 31.
  • Landið verði eitt kjördæmi.
  • Þingmenn verði valdir í persónukosningum.
  • Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er.
  • Ráðherrar sitji ekki á Alþingi.

Næstu skref - Framboð Lýðræðishreyfingarinnar:

126 einstaklingsframboð. Beint og milliliðalaust lýðræði er sameiginlegt stefnumál frambjóðenda Lýðræðishreyfingarinnar.

Fái Lýðræðishreyfingin nægan stuðning mun hún leggja fram á Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá til að koma á beinu og milliliðalausu lýðræði. Örfáum greinum í stjórnarskrá þarf að breyta til þessa. Í kjölfarið yrði þing rofið eins fljótt og auðið til að boða á ný til kosninga um hina nýju stjórnarskrá.

Frambjóðendum Lýðræðishreyfingarinnar er frjálst að hafa einnig önnur baráttumál til viðbótar í sínu farteski sem þeir þá kynna fyrir kjósendum á eigin forsendum og án flokkafjötra.

Kjósendur Lýðræðishreyfingarinnar setja tölustafinn 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem þeir vilja styðja í fyrsta sætið á listanum.

Lýðræðishreyfingin er opin öllum sem áhuga hafa.  Leit er hafin að hæfu fólki í einstaklingsframboð undir vængjum Lýðræðishreyfingarinnar. Hægt er að tilnefna frambjóðendur á vefnum www.lydveldi.is

Nánari upplýsingar á http://lydveldi.is


mbl.is Rafmögnuð stemmning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Nýtt lýðræði = Nýtt kaos og skrílræði - rugl

Þessar hugmyndir Nýs skrílræðis eru allar saman tóm andskotans della. Það þarf reynslu og kunnáttu til að stýra landinu auk þess sem menn verða að vera vel inni í öllum málum. Vilji menn ekki að kjörnir fulltrúar stýri ríkinu þá eru hagfræðiprófessorar háskólanna í bland við færustu lögmenn landsins þeir einu sem gætu komið í staðinn fyrir ríkisstjórnina og í besta falli gert jafn vel og kjörnir fulltrúar landsins sem voru valdir til þeirra starfa úr breiðum hópum manna.

Beint lýðræði er langt í frá gallalaust. Þjóðaratkvæðagreiðsluhefð Svisslendinga kom í veg fyrir að konur fengju kosningarétt fram til 1980. Ef sama hefð væri á Íslandi er fullvíst að Íslendingar hefðu hafnað NATO, hægri umferð, EFTA og EES.

Í Bandaríkjunum kýs almenningur lögreglustjóra, dómara, skólastjóra o.fl. embættismenn beinni kosningu. Við vitum flest að þetta fyrirkomulag þeirra skilar ekkert hæfara fólki og er jafnvel margfalt verra en það klíku-, flokks- og einkavinakerfi sem við erum reyndar búin að vera að útrýma á síðustu árum.

Væri hverfalýðræði virkt í sveitafélögum þá þyrfti ekki að ræða hvaða ókosti það hefði í för mér sér. Það myndi bara lýsa sér í margfalt meiri ofstjórn, afskiptasemi og minna frelsi bæði íbúa viðkomandi hverfis og þeirra sem þar færu um.

Beint lýðræði er varasamt.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 26.1.2009 kl. 11:48

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Árni, þessi athugasemd þín er í ætt við annað frá þeim sem vilja verja fulltrúalýðræðið vegna einhverra sérhagsmuna.

Almenningur á Íslandi er búinn að kynnast því hvað "fulltrúar þeirra" á þingi eru hæfir stjórnendur. 

Tillaga okkar byggist á því að ríkisstjórn skipi fagfólk, en endanlegar ákvarðanir á þingi séu teknar af okkur sjálfum. Ef við erum hæf til að velja fulltrúa fyrir okkur á þing þá hljótum við einnig að vera fær um að hafa síðasta orðið í stærstu málum þjóðarinnar.

Ef þín skoðun ætti að vera ofaná af þeim ástæðum að þjóðin sé of vitlaus til að ráða sér sjálf, getur þú alveg eins lagt til einræði.

Ástþór Magnússon Wium, 26.1.2009 kl. 11:54

3 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Einræði er afleitasti kostur sem völ er á. Lýðræði er ekki gallalaust. Það er samt það besta sem við eigum völ á. Ég þekki engan stjórnmálamann og er hvorki ríkur né tengdur efnuðu fólki.

Hitt er það að beint lýðræði snýst ekki síður og miklu fremur um bæði sérhagsmunavörn og lýðskrum. 

Ég hef sjálfur aldrei orðið var við annað eins lýðskrum og við ESB þjóðaratkvæðagreiðsluna í Svíþjóð árið 1994 þegar ég bjó þar. Hverju breyta þjóðaratkvæðagreiðslur þegar bæði ríkjandi stjórnmálaflokkar og auðvaldið kaffærir allt í auglýsingum og áróðri.

Sé kosið t.d. í embætti á borð við dómara, lögreglustjóra, skólastjóra o.s.frv. þá er  einmitt um að ræða þjóðfélag sem er eins og hannað fyrir lýðskrumara og framapotara á borð við Björn Inga Hrafnsson enda óteljandi bingar í bandaríska stjórnkerfinu sem og í stjórnunarstöðum út um allt. Það leiðir af sér samfélag sem færir átta ára börn í handjárn og fangelsi og fer með hálfsaklaus börn eins og Aron Pálma með því að loka inni og misþyrma árum saman eða tekur á móti ferðamönnum eins og ágætri konu sem heimsótti landið í hittifyrra.

Þetta gerist einmitt þegar stjórnkerfi og almenningur er fært of nálægt hvort öðru.

Það eru því miður ekki allir til þess fallnir að stjórna og afstaða stjórnmálamanna mótast af hagsmunum sem byggja á þeirri svörun sem þeir fá frá almenningi.

Ef almenningur fær að kjósa skólastjóra þá fengi t.d. kennari kosningu sem rekur 70 nemendur út af því að áfengi var haft um hönd í skólaferðalagi og bannar unglingum í kringum 18 ára aldurinn að halda ball með þeirri skýringu að það sé ekki í verkahring skólans að halda uppi skemmtanalífi 2000 manna bæjar og tekur ábyrgðarstöðu af kennara og fer sjálfur yfir próf og lækkar einkunnir nemenda. 

Eins getum við hugsað okkur kennara ná kosningu sem annað hvort hreykir sig af þessu eða lofar að hafa þetta svona eða tryllist komi nemandi of seint og er með sérviskulegan og tilgangslausan aga, alls kohnar komplexa og tilgangslausan aga sem er eins og svipa sem alltaf er yfir og það  yfir fullorðnu fólki.

Það vill svo til að ég er hér að lýsa tveimur forsvarsmönnum þekktra samtaka sem berjast núna fyrir nýju lýðveldi á Íslandi. 

Fái fólk að kjósa lögreglustjóra og dómara beinni kosningu þá ná þeir kosningu sem lofa mestri hörku og vægðarleysi.

Fengi fólk að kjósa umferðarhraða á götum borgarinnar þá væri hann alls staðar að meðaltali um 30 km / klst lægri.

Svona má halda lengi áfram.

Fulltrúalýðræði færir okkur hæfari stjórnendur en karla og kerlingar út um allar trissur sem ekkert vita í sinn haus og fáir sem engir myndu treysta til nokkurs verks á opinberum vettvangi.

Lýðræði krefst sérhæfingar, innsæis, sjálfstæði og fagmennsku fram í fingurgóma.

Þess vegna er fulltrúalýðræði besti kosturinn og alveg nóg og langbest að það eina sem breytist sé að löggjafa- og framkvæmdavald verði aðskilið.

Ég vil góða stjórn en ekki ofstjórn og frelsi en ekki ófrelsi. Þessu kann beint lýðræði einmitt að ógna.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 26.1.2009 kl. 12:27

4 identicon

 Mér finnst ekki heillavænlegt að hafa einungis einstaklingsframboð og ekki flokka. Væri hlynntur báðum möguleikum. Ef það eru bara einstaklingaframboð veldur það mikilli sundrungu og það er hver í sínu horni með sína hagsmuni og að plotta, við gætum séð stjórnir springa í sí og æ. Ef það eru bara flokkar eru færri sem eru óháðir og meiri flokkshollusta. Því er samblanda af þessu besti kosturinn. Þá fáum við alla flóruna.

Talandi um einstaklingsframboð vs. flokksframboð, þá voru flokksframboð bönnuð í Afghanistan kosningunum 2005 og aðeins einstaklingsframboð leyfð(væntanlega til að samstaða þingsins væri lítil, skoðanir tvístraðar og þingið því veikt því það væri alltaf að rífast innbyrðis og mynda og eyða nýjum bandalögum). Góð aðferð til að deila og drottna ef enginn sterkur flokkur myndast sem gæti komið málum áfram. 2,707 einstaklingar buðu sig fram þar sem 249 þingsæti voru í boði. Þetta jafngildir því að ca. 677 einstaklingar myndu bjóða sig fram hér í þau 63 þingsæti hér ef það væru einungis einstaklingsframboð. Kosningaþátttakan í Kabúl var t.d. dræm (34%) því sumir vissu ekkert hverja þeir áttu að kjósa og fengu 7 síðna blaðsíðu með 390 nöfnum til að velja úr. Nú er ég ekki að segja að þetta yrði svona hérna, en þetta er sumt af öfgunum í einstaklingsframboðakerfinu.

ari (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:44

5 Smámynd: Ransu

Mætti ekki allt eins nota einkabankakerfið eins og hraðbankakerfið. Þ.e. að allir hafi sitt notandanafn, lykilorð og kosningalykil (í stað bankalykils)?

Þá má bara kjósa heiman úr stofu.

Ransu, 26.1.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það hefur verið rætt um það að óæskilegt sé að kosningar fari fram heima, því það gæði boðið uppá þrýsting annarra fjölskyldumeðlima.

Kosningar í hraðbönkum er nær leynilegum kosningum.

Ástþór Magnússon Wium, 26.1.2009 kl. 19:48

7 Smámynd: Jónas Jónasson

Við verðum að losna úr hlekkjum flokkakerfisis sama hvað það kostar og hvernig við einfaldlega verðum.

Stjórnmálamaður í flokkapólitík þarf að gæta í raun 3ja hagsmuna

1.Eiginhagsmuna

2. Flokkshagsmuna

3. Almannahagsmun.

Það er alveg sama hvaða pólitíkus á þarna í hlut þetta er alltaf í þessari röð og almannahagsmunir dreyfast á 300.000 manns sem finna ekki eins mikð fyrir einhverjum dropum, en bankahrunið er bara of stór dropi.

Björgvin G Sigurðsson og afsögn hans er eitt dæmið um fyrirsjáanlega framvindu og mannorðshreinsun. Hörður Torfa nefndi "pólitískrar reyksprengur" þegar Geir H Harde opinberaði veikindi sín.  

Framferði Samfylkingar sl 2 sólarhringa er reyksprengjuregn og það sorglega er að þetta fólk vill ekki kannast við að þau beri neina ábyrgð. 

Björgvin G er mjög svo fyrirsjáanlegur ófyrirleitinn þorpari eins og flest allir þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar. 

Jónas Jónasson, 26.1.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband