Ekki raddir fólksins fyrr en lýðræðið er í heiðri haft

Hörður þaggar niður í mótmælendum„Ef nokkuð er þá berjum við bara fastar í vegginn“ segir Hörður Torfason og segist vera "raddir fólksins".  

Flestir Íslendingar vilja ekki mótmæla með ofbeldi eða lýðræðið sé fótum troðið eins og Hörður gerir á Austurvelli. Þar fá engar "raddir" að hljóma nema þær sem eru einvaldinum Herði Torfa, félaganum Einari Már og kommaklíkunni þóknanlegar.

Leikritið á Austurvelli var sett upp í samvinnu við Vinstri Græna sem ætluðu að blekkja þjóðina í næturbyltingu á Alþingi "í nafni fólksins" og taka við ríkinu án lýðræðislegra kosninga. Ég hef upplýsingar um að VG lagði til kröfuspjöld, auglýsingar og aðra styrki.

Sem betur fer höfum við nú flest áttað okkur á blekkingum Harðar á Austurvelli. Flestir Íslendinga vilja hvorki ofbeldisseggi né kommúnista í ríkisstjórn landsins.

"Tjáningarfrelsið" sem Hörður Torfason hefur kynnt okkur á Austurvelli, þar sem hann úthýsir "óæskilegum röddum" er lýsandi um þá þöggun og valdnýðslu sem yrði okkar daglega brauð í sovét-fasísku draumalandi Harða og félaga.

Þótt ég sé á þeirri skoðun að ríkisstjórnin eigi að segja af sér og skipa eigi utanþingsstjórn sérfræðinga er starfi fram að kosningum, þá finnast mér orð Harðar Torfasonar um alvarleg veikindi forystumanns Sjálfstæðisflokksins ekki boðleg og algerlega óviðeigandi. Hann ætti að biðjast afsökunar. 

Ég óska Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu velfarnaðar og vona að þeim takist báðum fljótt og vel að yfirstíga veikindi sín.


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

hvad og hvar sagði Hörður hvað?

Jónas Jónasson, 23.1.2009 kl. 23:26

2 identicon

gætti vel trúað þessu upp á þetta lið

jón (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:36

3 identicon

Þetta er komið svo langt framyfir að vera hlægilegur málflutningur hjá þér Ástþór. Súrrealískt er ekki alveg orðið heldur..... hvað með, bjánalegt....?

En að því slepptu, ef þú hefur upplýsingar sem sanna að VG hafi lagt til mótmælanna í formi peninga eða auglýsinga.... Deildu þeim með okkur endilega.

Og hættu svo þessu væli, bara komdu með sannanirnar eða farðu að einbeita þér að einhverju uppbyggilegra en að nýða skóinn af Herði.

bogi (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Bogi það er nú ekki allt sem sýnist hjá VG.

Sigurbrandur Jakobsson, 25.1.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband