Segjum NEI við flokksdýrin á Alþingi

Í þessari frétt segist þingmaður Samfylkingar ekki styðja lengur ríkisstjórnina en muni þó fylgja í einu öllu ákvörðun flokksforystunnar. Semsagt hagur flokksins en ekki þjóðarinnar ræður!

Svona mun ruglið halda áfram ef við leyfum áfram pakkaferðir á Alþingi. Flestir þingmenn eru á jötunni eins og jákindur sem engu þora til að ögra ónýtum flokksgildum og spilltum forystugrísum, þeir jarma í kór við flokksforystuna á kostnað þjóðarinnar.  

Þráinn Bertelsson skrifar áhugaverðan pistil um 19. aldra lýðræði á 21 öld og segir m.a. þetta: "Fyrirutan hversu fáránlegt og áhættusamt það er að fela einhverjum aðilaforsjá sína næstu fjögur ár og afsala sér um leið rétti til breytingaþá ríkir fákeppni á hinum pólitíska ferðamarkaði, fyrir utankrosstengsl, sameiginleg hagsmunatengsl, ætta- og fjölskyldutengsl ogönnur vensl milli þessara úrkynjuðu og innræktuðu stjórnmálaflokka."

Höfnum nýjum pakkaferðum, út með allan þingheim og utanþingsstjórn STRAX skipaða sérfræðingum amk 50% frá útlöndum til hreina upp og færa lýðræðið aftur til þjóðarinnar.

Höfnum spilltum pakkaferðum alþingismanna 

Lýðræðishreyfingin boðar byltingu í Íslenskum stjórnmálum


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér og gott að maður upplifir sig ekki einan með þessa skoðun. Nú finnur maður að ekkert má segja um Ingibjörgu Sólrúnu á meðan henni er illt í höfðinu.

OG HVAÐ?? EIGA LÁNIN BARA AÐ TIKKA Á VÖXTUM MEÐAN HÚN JAFNAR SIG? 

Jónas Jónasson, 22.1.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Þegar Ingab.solla fór til Bandaríkjana í sept.sl. vegna öryggisráðskosninga

áttaði hún sig á að allir voru að tala um gjaldþrot litla Íslands.Byssulaus og gjaldþrota þjóð á hvaða lyfjum var hún.?Þegar hún sá fram á að búið var að kasta mörg hundruð miljónum í verkefnið, og það tapað var gott að halda um höfuðið. Það var ekki að sjá að henni liði ílla fyrr en hún fór til Svíþjóðar.

Lofaði hún ekki að vera Borgarstjóri í Reykjavík út tímabilið.

Lofaði hún ekki að tekið yrði á lífeyrisréttindum hjá æðstu mönnum.

Nú lofar hún kosningum í vor, hvað ætlar hún að drulla lengi yfir þjóðina.

Bernharð Hjaltalín, 23.1.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband