Opnið augun fyrir þessum blekkingarleik...

Ég vek athygli á orðum Erlu af Eyjunni.is í dag en hún skrifar: 

"Í öllum mótmælum hafa Vinstri Grænir stjórnað eins og í dag Katrín Oddsdóttir. Í gærkvöld var Svandís Svavars áberandi og ekki sést betur á gamlársdag á í frettamynd visir.is Sóley Tóma ryðjast inn á borgina.
Álfheiður Inga var við mótmælinn frægu á Hverfisgötu.
Í öllum ræðum hafa Vinstri Grænir verið aðalræðumenn og eina sem þeir heimta eru kosnigar engar tillögur fyrir okkur fólkið.
Það er aumt að nota harmleik fólks til þess eins að fá kanski völd.
Valdagræðgi.
Opnið augun fyrir þessum blekkingarleik Vinstri Grænna suðskins og fjallagrasabandalaginu - afturhaldinu og látið ekki blekkja ykkur í mótmæli á þeirra vegum. Burt með stjórmálaflokka úr mótmælum okkar.
Erla 21. janúar, 2009 - 19:29 um Raddir fólksins: Þjóðin rís upp"

Stjórn TeymisStöndum vörð um virkt lýðræði og tjáningarfrelsi. Höfnum blekkingunni "raddir fólksins" ef slíkt er í raun aðeins örfáar útvaldar raddir einvalds sem undir kommúnískri leiðsögn vill skipta út bláum svínum fyrir rauð svín.

Ný ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar með stuðningi Framsóknar leysir engin mál. Það yrði áfram sama ruglið, áfram sama flokkræðið og svínslega spillingin.

Krafan er AFSÖGN ALLRA ÞINGMANNA, ALLRA FLOKKA OG NEYÐARSTJÓRN SKIPAÐA SÉRFRÆÐINGUM AMK 50% ÚTLENDINGUM til að hreinsa upp landlæga spillingu sem hér hefur grafið um sig og undirbúa lýðræðislegar kosningar. 

Það þarf að setja bráðabirgðalög um kosningarnar til að gæta jafnræðis í aðdraganda þeirra og kosningarnar þarf síðan að halda undir eftirliti Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu til að koma í veg fyrir misnotkun fjölmiðla.

Hér þarf að stokka algerlega upp frá grunni. Það eina sem mun virka í okkar litla þjóðfélagi til frambúðar er beint og milliliðalaust lýðræði

Þú getur strax í dag tekið þátt í beinu lýðræði með því að tilnefna nýjar raddir á Austurvöll hér: http://raddir.austurvollur.is


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Mér finnst algjör óþarfi að þú sért að blanda fjallagrösunum inn í þetta.  Þá fara þau kannski ekki eins vel í maga og venjulega.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 21.1.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefurðu kannski hugleitt hvort akkilesarhællinn væri samkrull lögjafa og framkvæmdavalds.  Mér sýnist að með þessum brjálæðislegu tillögum þínum að við byggjum áfram við sama stjórnkerfisgallann áfram, þar sem ráðherrar ráða þingi en ekki öfugt. Það er ekki lýðræði. Það yrði því miklu léttari bylting ef þingheimur breytti þessu. Um það er samstaða nú þegar. Það þarf bara að hvetja þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Jón, ég er ekki að tala um áframhald á sama kerfi. Ég er að tala um beint og milliliðalaust lýðræði þar sem valdið er fært til fólksins í landinu. Að sjálfsögðu þýðir það algera uppstokkun á stofnunum eins og Alþingi og framkvæmdavaldinu. En líklegast þarf að vinna þessa áfanga í einhverjum þrepum.

Ástþór Magnússon Wium, 21.1.2009 kl. 23:56

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað áttu við með milliliðalausu lýðræði? Eru einhverjar tegundir til af lýðræði eins og oxymoronið fulltrúalýðræði eða handhafalýðræði? Lýðræði er lýðræði og leiðin er í gegnum þingið og þá þarf þingið að hafa völd en ekki ráðherrar. Þeir eiga ekki að sjást í þingsal, hvað þá að vera með prókúru á ríkisjóð til að kaupa ser vinsældir fyrir kosningar í trássi við fjárlög eins og tíðkast.

Milliliðalaust lýðræði væri þá netkosning allra um alla hluti og ekkert traust til þingmanna og þing því óþarft. Það heitir anarkí. Eiga allir að setja sig inn í sérfræðina og lagaflækjurnar í kringum frumvörpin? Gerðum við nokkuð annað?

Hvernig væri að þú skilgreindir þig betur. Þú lýsir svo botnlausu þekkingaleysi að ég er gapandi hissa.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 00:14

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það þarf engin þrep í þessa grundvallarbreytingu. Það er gert með einu pennastriki ef samstaða er um það. Stjórnarkreppan leyst. Engar brotnar rúður og engir brunnir bílar. Þingið gæti þá loks endurspeglað vilja fólksins og farið að kröfum þess. Þá yrði loks lýðræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 00:17

6 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þú getur lesið um beint og milliliðalaust lýðræði á vefnum: http://lydveldi.is

Ástþór Magnússon Wium, 22.1.2009 kl. 01:03

7 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ekki bara afsögn alls þingheims. Það þarf líka að koma landráðmönnunum bak við lás og slá. Ekki satt?

Sigurbrandur Jakobsson, 22.1.2009 kl. 09:17

8 identicon

Sammála tillögunni um neyðarstjórn skipaðri sérfræðingum og óháðum erlendum sérfræðingum.

Ég myndi gjarnan vilja heyra í Vigdísi Finnbogadóttur, Ragnari Önundarsyni, Vilhjálmi Bjarnasyni, Guðmundi H. Garðarsyni, Víglundi Þorsteinssyni, Nirði Njarðvík. Síðan myndi ég vilja að Davíð Oddson myndi segja af sér og segja okkur hvað hann veit um málið. Ef honum þykir eitthvað vænt um þjóðina þá segir hann af sér og byrjar að tala. Hann fær að sitja þarna í skjóli ríkisstjórnarinnar því hann veit eitthvað um þau öll sömul.

Anna María (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:17

9 Smámynd: Haukur Baukur

Milliliðalausa lýðræðishreyfingin á lydveldi.is hefur skráð Davíð Oddsson sem frambjóðanda og er hann efstur í netkosningunni með 172 atkvæði.

Spurning um að skoða VG, því Stjálfsstæðisflokkurinn er greinilega með ítök í Lýðræðishreyfingunni.

Haukur Baukur, 22.1.2009 kl. 15:11

10 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það er ENGINN MEÐ ÍTÖK í Lýðræðishreyfingunni. Við bjóðum uppá opið kerfi þar sem hægt er að leggja til þau nöfn sem fólk óskar. Síðan verða nöfnin valin úr með kosningu landsmanna. ÍTREKA AÐ ÞETTA KERFI ER ALGERLEGA GEGNSÆTT OG OPIÐ OG ALLIR GETA TILNEFNT OG MÆLT MEÐ FRAMBJÓÐENDUM

Ástþór Magnússon Wium, 22.1.2009 kl. 15:19

11 Smámynd: Haukur Baukur

Biðst velvirðingar með ragnt mál, því Davíð er ekki efstur.  Hann er þriðji maður. 

"Endanlegt val á framboðslista byggist síðan á fjölda meðmælenda og samþykki viðkomandi einstaklinga um framboðið."

Mælir þú með og styður Davíð Oddsson sem frambjóðanda undir vængjum Lýðræðishreyfingarinnar ef hann samþykkir að fara fram?

Haukur Baukur, 22.1.2009 kl. 15:36

12 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Það er ekki mitt að mæla með einhverjum eða styðja einhvern frambjóðanda. Þjóðin verður að velja frambjóðendurnar þegar að því kemur að kynna listann, þá verður þjóðinni boðið að taka þátt í prófkjöri listans.

Ástþór Magnússon Wium, 22.1.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband