Opið bréf til Harðar Torfasonar

Ágæti Hörður

Nú reynir á hvort orð þín eru marktæk eða hvort þú gerðist kommúnískur erindreki í Silfri Egils í dag.

Rifjum upp hvað þú sagðir í Silfrinu:
„Ég fer með míkrafón niður á Austurvöll og segi tjáið ykkur“  --- 
„Það þarf að virkja alla“ ---
„þeir sem eru sífellt að setja girðingar, því fleiri girðingar sem þú setur í kringum þig, því meira ertu að einangra sjálfan þig“  --- 
„öll þessi skilyrði þú mátt ekki vera með, þú mátt ekki vera með. Um leið og við byrjum að fara eftir þessu þá getum við bara pakkað og farið heim“  --- 
„fjölmiðlar meiga sinna þessu betur, það er þöggun gríðarleg þöggun í gangi“


Orð þín Hörður eru ekki í samræmi við vinnubrögðin ykkar á undanförnum vikum:

1.    Þú hefur synjað mér og fleirum um aðgang til að segja nokkur orð á Austurvelli
2.    Þöggun þín hefur gengið það langt að þú neitaðir meira að segja að fara með tvær setningar í lok fundar á Austurvelli og segja frá kaffifundi og opnum ræðupalli lýðræðissinna í desember, en flytur síðan slíkar tilkynningar fyrir aðra sem þér eru þóknanlegir.
3.    Ég hef verið borinn út af fundum Opins borgarafundar í tvígang, og þriðja skiptið meinaður aðgangur af dyravörðum eftir að fundurinn „kaus mig inn“. Mér skilst að þú hafir verið við fundarstjórn á sviðinu þegar þeir meinuðu mér endurkomu í Iðnó.

Í ljósi orða þinna í dag, vona ég að þáttaskil hafi orðið í viðhorfi ykkar til lýðræðis og ítreka ósk mína að fá að ávarpa mótmælendur á Austurvelli á laugardag.

Áður en þú berð fyrir þeirri afsökun að ég sé „of þekktur“ eins og þú gerðir síðast þegar ég ræddi við þig, eða að ég tilheyri einhverjum stjórnmálaflokki, vil ég gera grein fyrir því að ég er í engum starfandi stjórnmálaflokk, né hef ég setið í nokkru opinberu embætti. Þá hef ég aldrei og er ekki núna í neinu framboði til Alþingis. Ég er eins og hver annar Íslendingur með réttlætiskennd. Er með mitt litla fyrirtæki, sem tapaði eins og margir aðrir umtalsverðum fjárhæðum við bankahrunið.

Mig langar einnig að minnast á mótmæli við fundi. Eru þau viðeigandi? Margir samherja þinna telja að svo sé ekki, ef marka má bloggskrif síðustu daga.  Eru mótmælendur eins og "Raddir fólksins" ósammála um áætlanir sem þú kynntir í Silfri Egils um að trufla fund Alþingis, en þar sagðir þú orðrétt:

 „En bíddu við þing verður sett 20 janúar. Ég uppgvötaði það í þagnarmótmælunum um dagin um jólin að ég ein lítil rödd stendur þarna fyrir framan, það var þingfundur inni og ég ætlaði að standa þarna beint fyrir framan og ég var beðinn að færa mig inná völlinn. Hversvegna því það heyrðist svo vel inní húsið. Gott þá höldum við fundinn þegar þeir halda fundinn“

Að lokum Hörður, þú hefur oft sagt að nauðsynlegt sé að allt sé uppá borðinu. Þessvegna bið ég þið um listann yfir þá sem hafa beðið um að tala á Austurvelli en verið synjað, og þá hversvegna þeim var synjað. Eigum við ekki að ganga fram sem gott fordæmi með opin og lýðræðisleg vinnubrögð og hætta feluleiknum?

Með vinsemd og virðingu,
Ástþór Magnússon

Nokkrar greinar um þetta mál:

10.1.2009 | Áhugaverður útvarpsþáttur um Opinn borgarafund og jólasveininn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Hvers vegna getur þú ekki skipulagt mótmælafund sjálfur og þá getur þú stjórnað hann eins og þú villt.
Kannski kemur einhver til að sjá jólasveinninn.
Við sem mætum á Austurvöll höfum sameiginlegt markmið. Við stöndum saman, þeir sem vilja sundrung getur farið annað.

Heidi Strand, 11.1.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Með fullri virðingu fyrir ykkur Baldur og Heidi, þá verður áhugavert að sjá svar Harðar Torfasonar.

Í þessu samhengi er mjög viðeigandi gamla slagorð frelsishetju Íslands sem hefur staðið lengur en þið öll á Austurvelli: "Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér"

Ástþór Magnússon Wium, 12.1.2009 kl. 02:10

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ástþór!

Ég dáist að þér fyrir þolinmæði þína og hörku við að svara skítkasti úr öllum áttum. Ég hef ekki verið á Íslandi í allmörg ár og er eiginlega bara búin að vera þar í rúm 2 ár síðan 1988.

Íslendingar er haldnir s.k. "Island Fever" og er þá átt við fólk sem er svo einangrað að tóm tjara verður sannleikur þegar megnið af þjóðinni er sammála um "sannleikann".  Baldur gerir sig að fífli hér að ofan, Heidi er ágæt.

Ef þú ert með prívat e-mail þáa er mitt oskar.evropa@gmail.com. Myndi vilja eiga við þig nokkur orð sem ég vil ekki setja á blogg.

Kærar kveðjur,

Óskar Arnórsson, 12.1.2009 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband