Mosdals fnykur af byltingartilburðum vindhana

Lyktin af byltingunni skrifar kommúníska vefritið NEI. Mótmælaskiltin afhent í herbúðum Vinstri Grænna segir á Eyjunni.

Bræðurnir Marteinn Mosdal og Steingrímur JÞað er bersýnilega komið í ljós að mótmælin á Austurvelli, eins og að þeim er staðið í dag, eru ekkert annað en skrípleg leiksýning kostuð af VG.  Mér er t.d. kunnugt um að VG hafa kostað útvarpsauglýsingar fyrir einstakar aðgerðir.

Þá kom í ljós á úttekt minni á ræðumönnum á Austurvelli að yfir 70% þeirra tengdust VG. Þrátt fyrir gagnrýnina eru skipuleggjendur enn við vinstra heygarðshornið en þetta segir Þorvaldur í umræðum á eyjan.is: 

"Hvað fjölmiðlar hamast við að segja frá þessum Vinstri Grænu samkomum laugardag eftir laugardag.

Googlaði ræðumenn og viti menn Þorvaldur Þorvaldsson er meðlimur í Vinstri Grænum. Googlið hann og hina sem voru þarna þá sjáið þið fyrir hvað þetta fólk stendur.

Orðinn leiður á þessum Vinstri Grænu samkomum þar sem er verið að blekkja almenning og nota til að heimta kosningar.
Það er aumt hjá Vinstri Grænum að nota tækifærið og harmleik fólks til þess að heimta kosningar."

En bót í máli fyrir VG að þessa vikuna slepptu þeir að tefla fram 8 ára stúlkubarni í pontuna eins og síðast við hlið harðra kommúnista eins og Einars Már sem galaði þar kommúnískan áróður yfir börn sem og fullorðna.

Hvar er byltingin?Lyktin af byltingunni er skrifað í kommúníska vefritið NEI sem VG menn standa einnig að og sem auglýsti á dögunum eftir kommúnískum lögfræðingi. NEI segir um "Opinn borgarafund": "Í lok fundar gekk grímuklædd kona uppí pontu og las stutta yfirlýsingu af blaði. Fólk var þá á leiðinni út en staldraði við og hlustaði. Þar sagði hún byltingu vera einu leiðina. Kerfið væri gegnsýrt af spillingu, ekki bara hið íslenska kerfi heldur hinn alþjóðlegi kapítalismi í heild sinni. Undirtektirnar voru eftirtektarverðar. Sífellt fleiri virðast aðhyllast róttækar breytingar á því samfélagi sem er ráðandi í hinum vestræna heimi. Þar sem peningar eru ekkert annað en skuld. Byltingin liggur í loftinu. Ég finn lyktina af henni. Og fundurinn á fimmtudagskvöld var dæmi um það."

Ef mótmælendur eru þverpólitískir þá hljóta þeir einnig að krefjast þess að seinheppinn Steingrímur J. segi af sér þingmennsku. Hvernig er hægt að taka mark á vindhana sem siglir undir fölsku flaggi með moldvörpur sínar, eins og t.d. Einar Már Guðmundsson í röðum mótmælenda sem reyna að trekkja upp byltingu á fölskum forsendum eins og þessum orðum: "Ég sé fyrir mér stórt bandalag sem rúmar okkur öll" sem þeir fylgja síðan eftir með því að bera sjálfan jólasveininn út af "Opnum-borgarafundi" sama bandalags í Iðnó.

Sé krafa dagsins "spillt stjórnvöld burt" hljótum við einnig að vilja "spillta þingmenn burt". Hvernig getur heiðarlegur lýðræðissinni setið á Alþingi fáranleikans með spilltum þaulsetnum stjórnvöldum nema hann sé orðinn fastur í sama feninu og þau. Gegnsýrðri spillingarmýri stjórnmálaflokkanna. 

Þjóðráð væri að stjórnarandstaðan gengi fram fyrir skjöldu og úr Alþingishúsinu við þingsetningu eftir jólafrí. Sýnið orðin í verki. Skiljið þar eftir þá spilltu stjórnarþingmenn sem vilja halda sínum rullum í Kardimomubænum við Austurvöll, grínleikriti stuðningsmanna þjófanna.  

Hafið þið tekið eftir bræðrasvipnum með þeim Martein Mosdal og Steingrími J?

Að lokum hér eru fleiri greinar: 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Ég verð að segja að mér finnst óréttlátt og heimskulegt einelti að útiloka þig frá mótmælafundum Ástþór og framkoma stjórnenda til skammar.    Þitt bull er ekki verra en annara og það hefur svipuð - þ.e. engin áhrif.     Tillaga þín hér að ofan "Þjóðráð væri að stjórnarandstaðan gengi fram fyrir skjöldu og úr Alþingishúsinu við þingsetningu eftir jólafrí. Sýnið orðin í verki. Skiljið þar eftir þá spilltu stjórnarþingmenn sem vilja halda sínum rullum í Kardimomubænum við Austurvöll, grínleikriti stuðningsmanna þjófanna. 

Ég vil bara bæta við að stjórnarandstöðuflokkarnir eiga að segja af sér þingmennsku fyrir hönd þingmanna og varaþingmanna!      Þá getur stjórnin stjórnað eins og hún vill í lýðveldinu - því þetta er lýðveldi, er það ekki?

Baráttukveðja til þín

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 11.1.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Ástþór, það er skandall að þið hjá "....einn og átta" skulið ekki eiga orðið við Austurvöll nema rétt yfir hátíðirnar.

Magnús Sigurðsson, 11.1.2009 kl. 15:34

3 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ástþór er óþreytandi við að benda á að eini stjórnmálaflokkurinn, sem styður mótmælin gegn ríkisstjórninni, útrásarvíkingunum og kreppunni, er Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Það er virðingarvert.

Ástþór er líka óþreytandi við að kalla alla, sem taka þátt í eða styðja mótmælin á einn eða annan hátt, kommúnista. Það er umhugsunarvert ef rétt reynist að meirihluti þjóðarinnar sé orðinn kommúnistar. Mér er það þó til efs.

Niðurstaðan verður þó óhjákvæmilega sú að Ástþór ER Á MÓTI öllum mótmælum gegn ástandinu í þjóðfélaginu. M.ö.o. Ástþór STYÐUR ríkjandi ástand. Það er eðli lýðskrumarans.

Björgvin R. Leifsson, 11.1.2009 kl. 15:45

4 Smámynd: Gerður Pálma

Kæri Ástþór,  endilega skrifaðu sem oftast það er alltaf ómælanlegt gleðiefni og staðfesting hvert það skipti á að þjóðin hafði þá skíru dómgreind að gefa þér ekki tækifæri á forsetastólnum.  Í hvert skipti sem frá þér heyrist fjarlægist þú veruleika hins daglega lífs sem almenningur er að kljást við.  Sömuleiðis skreppur saman sá möguleiki að þú komist í þá stöðu að hafa alvarleg áhrif í landinu, það er huggun harmi gegn.  

Gerður Pálma, 11.1.2009 kl. 17:00

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ja hérna, gaman að sjá ykkur öll hér. Þakka komma kommentin þau eru ágætt innlegg í flóru umræðunnar.

Annars heyrði ég eitthvað af Silfri Egils í dag sumt af því sem Hörður Torfason sagði þarna vakti athygli mína:

"það þarf að virkja alla...."

"þeir sem eru sífellt að setja girðingar, ví fleiri girðingar sem þú setur í kringum þig, því meira ertu að inangra sjálfan þig"

"öll þessi skylirði þú mátt ekki vera með, þú mátt ekki vera með, um leið og við byrjum að fara eftir þessu þá getum við bara pakkað og farið heim"

"fjölmiðlar meiga sinna þessu betur, það er þöggun gríðarleg þöggun í gangi"

Ég vil nú eiginlega skora á Hörð að standa bara við þessi orð sín og minna hann á að hann hefur bæði útilokað mig og aðra frá umræðunni á Austurvelli.

Þöggun Harðar Torfasonar hefur gengið svo langt að hann neitaði að flytja tvær setningar við lok fundar á Austurvelli til að vekja athygli á kaffispjalli Lýðræðishreyfingarinnar haldið var eftir fundinn og opið öllum sem vildu þar taka þátt í lýðræðislegri umræðu. Hinsvegar stóð ekkert á honum að flytja slík skilaboð s.l. laugardag um fund Ísland-Palestína félagsins í Iðnó og "Opinn" borgarafund í Háskólabíó.

Það hljóta flestir með svona sæmilega lágmarks skynsemi í kollinum að sjá hverslag hræsni er hér á ferðinni.

Ég skal hjálpa ykkur að finna nýjan og lýðræðislegri fundarstjóra á Austurvöll. Veit um margar góðar konur og menn sem gætu tekið það sér og byrjað að sameina mótmælendur í stað þess að sundra þeim.

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 17:29

6 identicon

Engin umræða hjá þér um auðvaldið og þann órétt sem það hefur beitt okkur. Bara hnýtt í vinstrimenn sem vilja taka á auðvaldinu og þeir kallaðir nöfnum. Þú hefur með þessu afhjúpað þig sem óbeinan stuðningsmann auðvaldsins sem arðrænir almenning. Ég fer eiginlega að geispa. 

ari (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:52

7 identicon

Það er greinilegt að með þessum skrifum þínum er þú að taka þér stöðu með auðvaldinu og spillingaliðinu,ert kannski einn að auðvaldinu,en að vera að henda skít í það fólk sem hefur verið að reyna að berjast fyrir jöfnuði og réttlætii er þér til skammmar og gefa skít í þá sem fremst hafa staðið fyrir mótmælum undar farnar vikur lísir þér best sjáfum hafðu skömm fyrir.

Hafþór (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:17

8 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

ari, þú enn og aftur ert að setja inn athugasemdir án þess að lesa það sem ég hef skrifað. Ég hef gengið svo langt í að KREFJAST afsagnar ríkisstjórnarinnar og að sett verði hér STRAX utanþingsstjórn sérfræðinga, að ég keypti undir þau skilaboð fjórar heilsíðu auglýsingar í Fréttablaðinu.

Ég hef einnig krafist þess að útrásarvíkingarnir sem áttu helstu fyrirtækin sem stóðu að þessu, þ.á.m. Ólafur Ólafsson í Samskip og Finnur Ingólfsson, og fleiri, verði sóttir af lögreglunni og geymdir í gæsluvarðhaldi og eignir þeirra frystar á meðan málin eru rannsökuð.

En þegar ég horfi uppá eymd þjóðarinnar misnotuð af skipuleggjendum mótmæla, og grunur læðist að ekki sé allt uppá borðinu með þeirra áform, og stunduð ÞÖGGUN á mér í þeirra röðum, þá auðvitað verð ég að mótmæla slíku svínarí.

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 18:54

9 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Hafþór, það er ekki réttlæti að útiloka mig frá fundum bandalags sem segist vera opið öllum. Ég ætla að hafa eftir hér það sem Hörður Torfason sagði í Silfri Egils í dag, sem er í engu samræmi við það að neita mér og fleirum um aðgang að míkrófón á Austurvelli:

"Ég (Hörður) fer með míkrafón niður á austurvöll segi tjáið ykkur. --- Það þarf að virkja alla“ -- „þeir sem eru sífellt að setja girðingar, því fleiri girðingar sem þú setur í kringum þig, því meira ertu að einangra sjálfan þig“ --- „öll þessi skylirði þú mátt ekki vera með, þú mátt ekki vera með. Um leið og við byrjum að fara eftir þessu þá getum við bara pakkað og farið heim“ --- „fjölmiðlar meiga sinna þessu betur, það er þöggun gríðarleg þöggun í gangi“

Orð Harðar Torfasonar eru ekki í samræmi við þau vinnubrögð sem ég hef séð undanfarnar vikur:

1. Hörður hefur synjað mér og fleirum um aðgang til að segja nokkur orð á Austurvelli

2. Þöggun Harðar hefur gengið það langt að hann neitaði að flytja 2 setningar í lok fundar á Austurvelli og segja frá kaffifundi og opnum ræðupalli lýðræðissinna í desember, en flytur síðan slíkar tilkynningar fyrir aðra sem honum eru þóknanlegir.

3. Ég hef verið borinn út af fundum Opins borgarafundar í tvígang, og þriðja skiptið meinað aðgang af dyravörðum eftir að fundurinn „kaus mig inn“. Mér skilst að Hörður hafi verið við fundarstjórn á sviðinu þegar þeir meinuðu mér endurkomu í Iðnó.

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 18:58

10 identicon

Hörður á heiður skilið fyrir sína miklu vinnu við skipulag og stjórnun mótmælana,það er fyrir vinnu og hugsjón manna eins og hans að einhver von er um nýttt og betra ísland,og að þú skulir vera að bera Steingrími J eitthvað illt,veit ekki betur en hann hafi verið búinn að benda á hættuna á að illa gæti farið,ekki einkavæddi hann bankana beindu heldur reiði þinn að þeim sem eiga hana skilið,þá verður kannski hlustað á þig.

Hafþór (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 19:41

11 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Af hverju ertu að þessu væli drengur?

Af hverju boðar þú ekki sjálfur til útifundar á Austurvelli og færð þúsundir til að mæta? Nú eða farðu nýja leið og boðaðu til fundar fyrir utan höfuðstöðvar Björgúlfanna á Fríkirkjuvegi 11.

Endilega hættu þessu kjökri og hættu að tala um þig sem fórnarlamb. Það er bara aumkvunarlegt.

Vilhelmina af Ugglas, 11.1.2009 kl. 19:57

12 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Hafþór, við getum ekki fengið nýtt og "betra" Ísland byggt á kommúnískri þöggun eins og þeirri sem beitt er gegn mér af þessum samtökum.

Ef Steingrímur J. er sjálfum sér samkvæmur gengur hann út úr Alþingishúsinu, af  fundi Alþingis í mótmælaskyni og segir þeim að eiga þá skríplegu samkomu eins og hún er orðin í dag.

Von væri kannski til að fleiri fylgdu honum og þannig byrji rimlarnir í búrinu að losna. 

En málið er líklegast það sem ég er að segja, að stjórnmálaflokkarnir eru allir sama spillta ruglið. Steingrímur J. þarf að sýna okkur að hann sé í raun öðruvísi, hann sé þarna fyrir annað og meira en áskrift að launum Alþingis.

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 19:57

13 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Vilhelmina af Ugglas, jú auðvitað getur komið til þess að mótmælendur meðal þjóðarinnar tvístrist í mismunandi hópa uppúr ÞÖGGUN kommúnistanna í röðum mótmælenda.

En eins og maðurinn sagði: "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér".

Stjórnvöld og þeirra spilltu grísir uppskera auðvitað á endanum fyrir forskrúfaða skipuleggjendur mótmæla.

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 20:01

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér".   

Magnús Sigurðsson, 12.1.2009 kl. 23:33

15 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Já Magnús, nákvæmlega það sem ég er að segja -- "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér" -- ef þingmenn yfirgæfu Alþingi og skildu spilltu þingmennina eftir þá myndi það afhjúpa spillingargrísina og gera það enn erfiðara fyrir þá að sitja þarna áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Það myndu engir hagsmunir tapast við þetta á þinginu, því stjórnarandstaðan ræður hvortsem er nákvæmlega engu eins og sjoppunni er háttað í dag.

Ástþór Magnússon Wium, 13.1.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband