Ástþór Magnússon Wium
Ástþór stofnaði Frið 2000 árið 1995 og einn stofnenda Lýðræðishreyfingarinnar árið 1998, í kjölfar þess að hafa kynnt hugmyndir um beint og milliliðalaust lýðræði sem forsetaframbjóðandi 1996.
Í forsetakosningunum talaði Ástþór um heim græðgi, valdapots, svika og pretta og sagði Ísland lent í heljargreipum huldumanna sem væru að arðræna þjóðina. Hagkerfið myndi hrynja vegna spillingar í bankakerfinu og fjármálamarkaðir væru að þróast í óábyrg spilavíti. Þörf væri á verulegri endurskoðun og uppstokkun sem Ástþór vildi beita sér fyrir sem þverpólitískt afl frá Bessstöðum. Þetta virtist snerta valdamikla aðila í landinu því mikill undirróður hófst gegn Ástþóri og boðskap Friðar 2000 í kjölfarið.
Ástþór hefur á s.l. þremur áratugum ítrekað vakið athygli á tækifærum með þróun á beinu lýðræði m.a. með hugmyndum um Reykholtsskóla sem friðarháskóla, og Keflavíkurflugvöll sem miðstöð alþjóðlegrar friðargæslu og þróunarmiðstöð lýðræðis. Sjá nánar á www.forsetakosningar.is
Athugasemdir
Lýðræði segirðu. Hljómar dáldið eins og kaldastríðsmantran um "lýðræði gegn kommúnisma" þar sem lýðræði þýddi í raun KAPÍTALISMI/Arðræningjastefna.
ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:28
Ari, þú fellur alltaf í þá gryfju að kommenta með þínum kommúníska hætti án þess að lesa eitt eða neitt um málin. Þú ættir að kynna þér lydveldi.is
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 01:48
Og þú fellur í þá gryfju að hrópa kommúnisti kommúnisti um allt sem er þér ekki að skapi. Ég er ekki einu sinni viss um að þú vitir hvað kommúnisti þýðir. Þér finnst það bara hentugur stimpill á fólk.
Segðu mér annars, mun lýðræðishreyfingin styðja einstaklingsframboð kommúnista?
ari (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 02:33
Ari, já Lýðræðishreyfingin mun styðja alla einstaklinga sem þjóðin vill í framboð.
Fjöldinn er 126. Endanlegt val frambjóðenda mun fara fram með lýðræðislegu forvali sem öll þjóðin fær tækifæri til að gerast þátttakendur í.
Lýðræðishreyfingin mun ekki taka afstöðu til neinna mála annað en að greiða götuna fyrir beint og milliliðalaust lýðræði.
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.