Var frú Dorrit og forsetanum boðið?

Hefði áhuga á að vita hvort frú Dorrit og forsetanum var boðið á fundinn í Iðnó um fjöldamorðin og stríðsglæpina í Gaza, eða hvort formaður félagsins Ísland-Palestína sé enn þeirrar skoðunar að forsetinn sé stikkfrí í þessu máli?

Ítreka þessa grein og spurningu: Hvað þarf að myrða marga áður en formaður félagsins Ísland-Palestína bankar blygðunarlaust á allar dyr?


mbl.is Fullur salur ræðir Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í ósköpunum ber forsetinn ábyrgð á nokkru sem þessu tengist. Forsetinn er puntdúkka þjóðarinnar sem á ekki að hafa skoðanir á heitum málum dagsins í dag. Það er hans hlutverk. Ef þú svarar að það sé ekki hans hlutverk og það sé hægt að breyta því þá svara ég því að þá er embætti hans óþarft (eins og það reyndar er núna sem puntdúkka) þar sem ráðherrar gegna því hlutverki að hafa pólítískar skoðanir(að hafa forseta er frá öllum hliðum, pólítískri og puntdúkkulegri er tilgangslaust og eyðir peningum skattborgara í eitthvað sem væri hægt að nota í annað).

ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:29

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ja hérna Ari, bara tugir nafnlausra athugasemda frá þér á blogginu mínu á einum sólarhring. Gott mál haltu bara áfram með þinn kommaáróður, ég hlusta á þig. En farðu endilega uppá Bessastaði og vektu forsetann og truflaði örlítið þyrnirósarsvefn demantsdrottningarinnar. Ég er tilbúinn að hitta þau með þér hvenær sem er og ræða þessi mál.

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 18:55

3 identicon

það verður ekki tekið af þér að það er gaman að tilsvörum þínum haha

ok, hlustar þú á kommaáróður? Kúl. Heyrðu hérna, ég mæli með því að þú kjósir VG í næstu kosningum, eina flokkinn sem berst gegn auðvaldsarðræningjunum í landinu og alvöru velferðarkerfi.

 Nei mig langar ekki á bessastaði að hitta snobbliðið sem bruðlar með skattpeninga mína, er með slepjulegan fagurgala daginn út og inn og snobbast fyrir auðmönnum eða hverjum sem ræður hverju sinni. Ég vil nefnilega leggja embættið niður eins og áður sagði. Þetta er trúðsembætti. (hmmm... spurning af hverju þú sóttist eftir því á sínum tíma)

p.s. aldrei vissi ég að nafnið ari væri nafnleysa, en þakka þér f. að benda mér á það.

ari (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:25

4 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ari, ef þú ert á þessari skoðun sem þú viðhefur um forsetahjónin: " Nei mig langar ekki á bessastaði að hitta snobbliðið sem bruðlar með skattpeninga mína, er með slepjulegan fagurgala daginn út og inn og snobbast fyrir auðmönnum eða hverjum sem ræður hverju sinni" skora ég bara á þig að mæta þarna og bera fólkið út eins og þið hafi borið út jólasveininn af fundum ykkar samtaka.

Ástþór Magnússon Wium, 13.1.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband