8.1.2009 | 21:43
Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi
Ég gekk að dyrunum, fjöldi svartklæddra öryggisvarða í skeggræðum og ég smeygði mér hljóðlega framhjá þeim grímuklæddur sem jólasveinninn.
Barði stafnum hennar mömmu minnar sálugu í gólfið og hrópaði "Fær jólasveinninn að tala hér?"
Mikið fát kom á Gunnar leikstjóra sem hótaði að slíta fundinum ef jólasveinninn fengi orðið. Ekki mátti heldur afhenda lögreglustjóra kærugjafir úr poka sveinka.
Eftir vel æfðum handabendingum af leiksviðinu var ég um leið umkringdur svartklæddum öryggisvörðunum sem tóku sig til og í orðsins fyllstu merkingu báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi undir hrópum mínum "Það er verið að bera jólasveininn út af fundinum"
Þegar út í bíl var komið og búið að taka niður skegg-grímu sveinka komu aðvífandi nokkrir fundargesta og sögðu að búið væri að "kjósa þig" inná fundinn. Ég gekk með þeim til baka að hurð leikhússins en þar biðu þá aftur öryggisverðirnir, nú ekki eins utangátta, og vörnuðu mér inngöngu.
Segir þetta ekki allt sem segja þarf um leiksýninguna Opinn borgarafund?
Útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.
4.12.2008 | 00:21 Borinn út af borgarafundi. Þjóðin blekkt með leikstýringu.
3.1.2009 | 12:29 Kommúnískum áróðri troðið í 8 ára barn
3.1.2009 | 19:37 Hvar stöðvar barnaþulan Dimmblá?
Lá við að fundurinn leystist upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2009 kl. 23:37 | Facebook
Athugasemdir
ha?
Jónas Jónasson, 8.1.2009 kl. 21:51
Þú hafðir s.s. meiri rétt til að fá orðið óskipt en allir þeir borgara sem mættir voru á fundinn, bara af því að þú varst í jólasveinbúning? Ertu að meina það? Eða varstu bara að gera misheppnaða tilraun til að gera lítið úr borgarafundum. Ef þig langar svona til að mótmæla Ástþór, áttu að gera það á þínum forsendum. Ekki alltaf nota forsendur annara og reyna að yfirtaka það sem aðrir hafa unnið fyrir.
BH (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:55
Ástþór. Ég var stödd á borgarafundinum og þú varst svo sannarlega ekki borinn út í orðsins fyllstu.
Snærós Sindradóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:56
Farðu nú að hætta þessu rugli. Það mætti stundum halda að þú sért á mála við að valda sundrungu og deilum um andskotann ekkert, dreifa athyglinni frá mikilvægum málum og gera lítið úr því sem aðrir eru að gera.
Björn Gísli Gylfason, 8.1.2009 kl. 21:58
Mikið svakalega væri gott ef normalt fólk fengi frið fyrir svona veruleikafirrtum skemmdarvörgum.
Friðrik Þór Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 21:59
BH, 8. jan. 2009 21:55 | Höfundur er ekki skráður á blog.is
rockugly@hotmail.com | IP-tala: 194.144.49.87
Ég ætla að leyfa þessu rugli þínu að standa hér þótt þú skrifir undir nafnleysi. Sorglegt að þú fattir ekki púnktinn í málinu. Gætir kannski lesið greinarnar sem linkað er á svo þú sjáir aðeins í gegnum kommaáróðurinn sem augljóslega er búið að smyrja yfir augu þín og eyru.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 22:00
Hvaða kommaáróður? Viltu benda á kommaáróðurinn? Þýðir "kommi" sá sem ekki er sammála Ástþóri? Mér finnst það sem BH var að skrifa bara mjög málefnalegt og þú ættir að íhuga það vel og vandlega.
Nonni, 8.1.2009 kl. 22:14
Ég held að allir jólasveinarnir voru farnir til fjalla.
Heidi Strand, 8.1.2009 kl. 22:20
Ástþór! Þú ert sannur jólaveinn. Hvar væri Ísland án hálfvitaleiks þíns?
Guðmundur Björn, 8.1.2009 kl. 22:27
Ég verð nú að segja að mér finst illa farið með jólasveinagerfið að nota það til að trana sér fram á þann hátt sem þú gerir. Eins og fram kemur hér að ofan skora ég á þig að mótmæla á eigin forsemdum en ekki vera að troða þér að þar sem þú virðist vera óvelkominn.
Gísli (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:34
Rosalega eruð þið takmarkaðir kommagrýlurnar ykkar. Þið náið ekki einfalda púnktinum í þessu:
1. Opinn borgarafundur er ekki "opinn öllum" heldur leikstýrð sýning.
2. Kommúnistar í þessari merkingu eru þeir sem nota fasísk-sovésk vinnubrögð við það að stilla upp pólitískum leiksýningum þar sem aðeins "miðstjórnin" sem þeir sjálfir velja án kosninga ræður. Slíkt leiðir svo til kommúnísks þjóðfélag sem yfirleitt hefur ekki verið farsælt fyrir þá sem þar búa.
3. Stillt er upp grímuklæddum ræðumönnum.
Við byggjum ekki nýtt Ísland grímuklæddir með leiksýningum og 8 ára ræðumönnum eins og gerðist á Austurvelli um síðustu helgi.
Vonandi síast þetta inn hjá ykkur á endanum.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 22:46
Ástþór,
Það leynist vissulega í þér merkilegur baráttumaður. Því verður ekki neitað. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Þannig er nú mál með vexti að stundum þegar maður heldur sig standa með réttlætið í höndunum, þá er það annarsstaðar. Þetta á sérstaklega við ef manni finnst allir vera fífl í kringum sig, og sér sig sem fórnarlamb í hverju því sem maður tekur sér fyrir hendur. Menn sem sjá óvini í öllum hornum hafa einnig tilhneigingu til að hafa sjálfa sig í blinda blettnum, og aðeins sínar eigin aðfarir í brennipunkti. Þær verða aðalatriðið. Í þínu tilfelli þá áttu of marga óvini og of margir hafa misst trú á þér. Þetta er staðreynd sem þú getur ekki neitað. Spurningin er því: Hvernig breytir þú því? Í fyrsta lagi þarftu að þora að horfast í augu við aðrar skoðanir og skilja að fólk treystir þér ekki. Þú þarft ekki að samþykja skoðanir annarra, en þú verður að skilja þær. Hugleiða þær einsog þú hafir mannverur fyrir framan þig, en ekki mannýga kommúnista eða flærðarfulla sjálfstæðismenn. Það eru ekki allir á móti þér, né allir svikarar þó þeir fylkjast undir merki flokks sem þér býður við.
Og já, við þurfum á baráttumönnum einsog þér að halda. En þú verður að byrja á því að hlusta bara, taka ekki þátt. Þú verður að gerast heimspekingur og kryfja allt til mergjar og skilja kraum hlutanna. Rósemd verður að verða fyrsta lífsregla þín og þögnin þín besti vinur. Athygli er sjaldan af hinu góða. Láttu síðan hið ritaða orð verða miðill þinn, ekki ræður eða uppákomur. Skrifaðu hvert orð tvisvar og hugleiddu allt sem þú segir þrisvar. Ekkert er fullkomið, og jafnvel ekki það sem þú hefur lesið yfir átján sinnum. Skrifaðu ekki allt með hástöfum, en skrifaðu um innsta kjarna þinn. Skrifaðu hægt og andaðu á milli. Lestu mikið af óvæntum bókum, einsog Furstann eftir Machiavelli, Ríkið eftir Platón, Don Kíkóta, Sturlungu, Aulabandalagið, lestu hundrað bækur um ólíka og fjölbreytta hluti. Reyndu að skilja, og meðtaka. En umfram allt lestu meira en þú skrifar. Láttu baráttumál þitt verða að meðtaka, ekki útvarpa. Heimurinn fer ekki á hvolf þú þú takir þér hvild. -- Og eftir óvissan tíma, þegar þú hefur fundið þér fast land undir fótum, þegar þú hefur skilið nið aldanna og hefur þvegið af þér grímu baráttumannsins, þá geturðu komið aftur og orðið liðtækari og mikilvægari fyrir þjóðfélagið en þig grunar. Og hver veit, það kann að koma sú stund, að þú verður kallaður upp til að flytja erindi sem mun skipta sköpum. En trúðslæti eða sjálfskipaður heilagleiki er ekki tilgangurinn sem helgar meðalið.
Þjóðin þarf rólynda menn til að fylgja, ófullkomna menn og mannlega sem ekki sveifla tungunni í sífellu til að fella óvini eða skoðanir annarra...
eggi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:48
Eggi, 8. jan. 2009 22:48 | Höfundur er ekki skráður á blog.is
seiseinei@visir.is | IP-tala: 157.157.180.169
Semsagt, liggja í kotrekkju eins og sumir "halda" að Gandhi hafi gert í sínum mótmælum svo þið þurfið ekki að horfast í augu við þá þjóðfélagsádeilu sem ég ber á borð fyrir ykkur og vinnubrögð sem galað er um sem lýðræði en er í raun skrumskæling á því fyrirbrigði og fasísk-sovésk útfærsla.
Annars, ertu ekki að gleyma því að ég hef nánast ekkert látið í mér heyra í nokkur ár. En nú var kominn tími aftur að koma til byggða.
Þú virðist einnig óupplýstur um www.lydveldi.is sem er öllum sjónarmiðum og leikendum opin vettvangur til einstaklingasframboða. Fólk þarf ekki að vera sammála mínum hugmyndum um lífið og tilveruna til að gerast þátttakendur í Lýðræðishreyfingunni.
Að lokum virðist þú gleyma tilefni fundarins í Iðnó, fundur um mótmælaaðgerðir, hvernig þær eru útfærðar, grímuklædda mótmælendur osfrv. Tilgangur mótmæla er yfirleitt að vekja athygli á einhverjum málstað sem mótmælandans. Ég held að það hafi verið vel undirstrikað í dag að ég var borinn út af fundinum!
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 22:58
Ég hélt að þjóðin væri orðin þreytt á geðtrufluðum miðaldra mönnum.
Elvar (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 22:59
Ásþór ég í þínum sporum mindi draga mig í hlé.er ég frétti að þú værir úr Vestmannaeyum og ætt við BÖRNINN M'IN voru mér allar bjargir bannaðar það ættar TRÉ Skammast sín hvernig þú hefur komið framm gerðu það fyryr þitt fólk
HÆTTU ÞESSU SIGURÐUR HELGI HERMANNSSON
Sigurður Helgi Hermannsson, 8.1.2009 kl. 23:04
Sveinn Elías segir ekki myndin af þér allt um úr hvaða röðum þú kemur og ummæli þín dæma sig þessvegna sjálf. Eyði ekki tíma í að svara svona rugli umfram þetta: Þú virðist einnig óupplýstur um www.lydveldi.is sem er öllum sjónarmiðum og leikendum opin vettvangur til einstaklingasframboða. Fólk þarf ekki að vera sammála mínum hugmyndum um lífið og tilveruna til að gerast þátttakendur í Lýðræðishreyfingunni.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 23:08
Sigurður Helgi, óþægileg þjóðfélagsádeilan? Stinga henni undir stól og senda fólkið heim í lokrekkjurnar.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 23:09
Góður pistill hjá egg hér að ofan.
Alltaf gott að fá góðar ráðleggingar.
Heidi Strand, 8.1.2009 kl. 23:12
Þessi borgarafundur virkar bara á mig eins og einhver hópur af reiðu fólki sem safnast saman af því það nennir ekki að taka erfiðleikum, nennir ekki að vinna, allt er svo neikvætt (meir að segja með norn á staðnum) og hefur ekki neinn vilja til að taka nýjum tækifærum.
Eðlilegast væri að fólk eyddi frekar kröftum í að hjálpast að við að koma hlutunum í lag frekar en að standa á móti því, eða stofnaði nýtt stjórnmálaafl og notaði tímann í að búa sig undir næstu kosningar.
Eru þetta kanski bara einhverjir alkar sem safnast saman glerþunnir á sunnudagskvöldum með höfuð fullt adrenalíni eftir drykkju helgarinnar, búnir að eyða öllum peningunum í alcahol?
Allt fokking Davíð að kenna!
Jónas Jónasson, 8.1.2009 kl. 23:14
Friðrik Þór: Hvernig skilgreinir þú "normalt fólk"? Finnst þér skv. þinni skilgreiningu fara fækkandi í hópnum?
Ástþór: Ég er ánægð með þig og skil punktinn hjá þér þannig að opinn borgarafundur er bara fyrir þá sem mótmæla í takt þ.e. sjá hlutina alveg eins. Og hitt við höfum jólasveina alls staðar í ríkisstjórn, sem forseta, í eftirlitsstofnunum. Af hverju ekki á borgarafundi? Það er spurning samt fyrir næsta andóf að þú myndir kveða þér hljóðs minna ógnandi en að berja stafnum í gólf osfrv. og virða það að allir þurfa að komast að með sín mótmæli. Það eru allir með viðkvæmar taugar núna. :)
Anna María (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:21
Þú misskilur mig.
Lítur sjálfsagt á það sem kúnstarinnar reglu hins forsmáða að misskilja annað fólk. Því þú ert forsmáður og þú hefur misst (um stundarsakir) hæfileikann að skilja straum tímanna. Þú trúir um of á mikilvægi þess að þú verðir að upplýsa landann um blekkingar og spillingu. Að þú sért hrópandinn í eyðimörkinni. En fólk er ekki fífl, jafnvel þó maður haldi það oft og tíðum. En það er nú svo að eftir bankahrunið þá umber fólk enn síður menn sem vilja leiða þeim SINN almáttuga og umgeipnandi sannleika fyrir sjónir. Og sá sem veður inn á fólk þar sem allir mega koma með gyltan staf í hendi og rekur hann niður i gólf einsog Ríkarður konungur til að heimta hljóð í nafni jólasveinsins, hann er ekki velkominn. Það kemur þinni persónu ekki við, heldur andanum í þjóðfélaginu. Held að menn á borgarafundum séu betur virtir því óþekktari sem þeir eru einsog staðan er í þjóðfélaginu nú um stundir en þeir menn sem eru frægir fyrir eitt eða annað. Þetta er þó ekki algilt. Þess vegna er mikilvægt að þú - af því þú ert þekktur fyrir leikræna framsetningu - finnir þér frumlegri leiðir til að koma skilaboðum þínum á framfæri og helst myndi ég mæla með að þú hvíslir sannleikann núna, því öskur og læti heyrast ekki lengur. Hávaðinn af hruninu var of mikill til að menn trúi á æpandi dýrðlinga eða jólasveina með sannleikspakka. Farðu því frumlegri leiðina að því að útvarpa sannleikanum og opinberaðu hann með nýjum hætti og ekki þeim sem þú ert þekktur fyrir.
Sýndu ótrúlegt vit og hugkvæmni og skrifaðu t.d. allt það sem þú vilt að komi fram á blöð og settu orð þín á míkrófilmu og sendu míkrófilmuna í öll hús á landinu. Ég er viss um að fleiri munu lesa orð þín ef þú vekur forvitni fólks í stað þess að þú pundir í pirrurnar. Því þjóðin er uppstökk um þessar mundir og þráir að fá frið til að skilja, en ekki fólk sem æpir skilning sinn upp í eyrað á þeim.
eggi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:24
Ástþór! ÞÚ EYÐILAGÐIR BORGARAFUNDINN!!! hihihi.
Jónas Jónasson, 8.1.2009 kl. 23:29
Þú ert snillingur Ástþór Magnússon nauðsýnlegt að hafa mann eins og þig þú gerir lífið skemmtilegra.
Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:30
Eggi, ég er ekki á þeirri skoðun að fólk sé fífl. Það eru þín orð alls ekki mín.
Ein við getum haft mismunandi hugmyndir um hvernig best er að standa að mótmælum eins og t.d. hvernig ég hefði betur getað staðið að því að mótmæla að ég var borinn út af Opnum borgarafundi í desember eftir að lýsa því yfir í mínu bloggi að vinnubrögðin mættu vera lýðræðislegri og val ræðumanna opnara og lýðræðislegri. En samkvæmt könnun var meirihlutinn í einum stjórnmálaflokki á meðan aðrir úr öðrum flokkum voru útilokaðir.
En mér sýnist nú að mín aðferð amk í dag hafi hrært það mikið í súpuskálinni að hún er nánast barmafull í kvöld af þessari umræðu. Það var auðvitað tilgangur þessara mótmæla hjá mér í Iðnó.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 23:33
Hugrekki þitt, að sýna geðtruflun þína á opinberum vettvangi, er aðdáunarverð.
Elvar (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:44
Án þess að kommenta á gjörninginn væri forvitnilegt hvort þeir sem báru þig út hafi borið skilríki sem stóð á kommúnisti? Því ég veit að það er fólk út öllum flokkum að mótmæla.
Sigurbjörg, 8.1.2009 kl. 23:49
Ástþór, hvernig getur þú talið þig heilbrigðann mann?
þú ert bara ekkert skárri en hinir sem þú segir að setji upp leiksýningar.
hættu nú þessu rugli og gerðu eitthvað sem er meira vit í.
Arnar B.Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:50
Sigurbjörg, kommúnistar komast yfirleitt til valda með blekkingum, leiksýningum eða vopnuðum byltingum. Það sem ég á við í þessu tilfelli með Opinn borgarafund eru vinnubrögðin og hvernig lýðræðið er haft að engu.
Ástþór Magnússon Wium, 8.1.2009 kl. 23:55
Einmitt, alhæfing sem hefur ekkert að gera með raunveruleikann. Hélt að þessi hugunarháttur væri úreltur.
Sigurbjörg, 8.1.2009 kl. 23:59
Þetta er flott hjá þér,í mínum augum eru þetta óttalegir talibanar.þú mátt tala ekki þú,þú ekki þú.haltu bara áfram
Gunnar Freyr Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:00
Sæll Ástþór,
Þessi framkoma fundarstjórnanda gagnvart þér var þeim sjálfum til skammar. Það sýndi bara hversu miklir hræsnarar þetta eru. Við erum að tala um opinn borgarafund, en þrátt fyrir það þá vilja þeir síja út hvaða raddir heyrast og þagga niður í öðrum. Hræsni, hræsni og meiri hræsni.
Ólafur Már (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:02
Það er enginn að setja út á raddirnar sem heyrast. Aðalatriðið er hvernig skoðun hins geðtruflaða Ástþórs er lögð fram. Aðferðir hans segja mér að maðurinn sé geðtruflaður og ENGINN getur haggað þeirri skoðun minni, nema Ástþór sjálfur, og til þess að breyta skoðun minni þarf maðurinn að koma allt öðruvísi fram en hann hefur gert hingað til.
Elvar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:12
ástþór í jólasveinabúning er sagður geðtruflaður, en kona sem telur sig vera norn fær að vera frummælandi á þessum fundi...
katrín atladóttir, 9.1.2009 kl. 00:20
Ástþór Magnússon er að berjast fyrir málsstað, málstað sem hann trúir heitt á. það hefur mikið á honum dunið síðustu ár og hefur það farið upp og ofan hvernig hann hefur komið fólki fyrir sjónir með misgóðum árangri, þar mega þó fjölmiðlar þó taka sinn skerf að þeirri hæðni sem hann hefur orðið fyrir, hvort sem er verð eða óverðskuldaðri. Það getur verið að sumu sé maður ekki sammála þessum "jólasveini" en hann má samt eiga það að hann hefur rétt fyrir sér á mörgum sviðum og hann þorir, þó aðgerðirnar geti verið vafasamar. Þá ætti fólk ætti að virða það og í raun að vera þakklátt fyrir alla þá sem þora að bjóða þeirri spillingu sem virðist vera að ná ætlunarverki sínu hér á landi. Það er mjög sorglegt að sjá hversu blindað og óupplýst fólk er sem þó heldur sig vita margt. Hlutirnir eru ekki alltaf eins og þeir eru séðir, og það er þessi borgara fundur heldur ekki í rótina.
Rikilius (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:20
Ef Ástþór er geðtruflaður má hann þá ekki vera með? hmm..?
Meiga geðtruflaðir ekki vera á OPNA BORGARAFUNDINUM???
NEI!! Bara þeir sem eru vitskertir af reiði, vinstri grænir eða grímuklæddir glæpamenn sem eru að eigin sögn alveg 100% heilir á geði.
Jónas Jónasson, 9.1.2009 kl. 00:26
Fyrirgefðu, Jónas. Ég gleymdi að taka fram að mér finnst Ástþór líka vera ókurteis og leiðinlegur. Það er mín skoðun (sem og alhæfing mín um geðtruflun hans). Það er líka mín skoðun.
Elvar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:38
Takið eftir hvernig þeir sem gala hæst um "geðbilaður" og álíka gera það alltaf NAFNLAUST eins og Elvar hér að ofan. Málefnalausar upphrópanir sem þessar dæma sig sjálfar og undirstrikar mótmælin mín þarna niðurfrá í sveinkabúning, að við byggjum ekki nýtt Ísland grímklædd með leiksýningum.
Það má heldur ekki gleymast í þessu öllu saman að þau hentu mér út áður, þá var enginn jólasveinabúningur, þá voru bara gerðar ábendingar um að betur mætti fara með lýðræðislegt val ræðumanna og opnari vinnubrögð.
Til að koma hér á nýju og óspilltu stjórnkerfi þarf að standa að því með opnum og lýðræðislegum hætti eins og t.d. við leggjum til á síðunni: www.lydveldi.is
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 00:42
Fræddu þjóðina aðeins, Ástþór. Er ,,Elvar" ekki lengur nafn? Kannski er það ekki nafn í því landi sem þú býrð í, en ,,Elvar" er sannarlega nafn í landinu sem ég bý í og, þ.a.l., er ég ekki ,,nafnlaus".
Elvar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:50
Ástþór, hversvegna heldur þú ekki borgarafund? Þá getur þú ráðið hverjir halda ræðu. Og hvenær þeir halda hana.
Sonja L (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:53
....og hvort einhverjir halda ræðu.... Annars eru Davíð Oddsson og Ástþór nokkuð líkir; valdagræðgin áberandi og ofstopinn er áþekkur.
Elvar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:59
Vá ég vissi ekki að þetta værir þú í jólasveinabúningnum, ef ég hefði vitað það þá hefði ég sjálfur hjálpað til við að koma þér út, ég meina come on maður.
Hreiðar M. (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 01:03
Grétar minn, ertu ekkert að róast? Ég hef engan áhuga á völdum eða að ráða hverjir tala á fundum. Ég vil bara að vinnubrögðin við þetta séu opin og lýðræðisleg því annar er þetta ekkert annað en skríplegt leikrit í Iðnó.
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 01:07
Hreiðar M, 9. jan. 2009 01:03 | Höfundur er ekki skráður á blog.is
mezzoasta@gmail.com | IP-tala: 194.144.44.233
nákvæmlega eins og þú segir, þetta er ekki lýðræðislegt heldur er farið í manngreinarálit.
Ætlarðu að byggja nýtt Ísland á slíkum aðferðum?
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 01:11
Ert þú á þeirri skoðun að JÓLASVEINABÚNINGUR sé lýðræðisleg lausn, og finnst þér jólasveinabúningur vera gáfulegt framtak gegn ,,skrípalegu leikriti"? Þú ættir að hringja í 570-1700. Þar er lausnin fyrir þig. Gangi þér vel.
Elvar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 01:13
Sæll Ástþór.
Semsagt sérhannað lýðræði ekki fyrir grímuklædda jólasveina, heldur bara prjónahúfugrímur eða hvað ??????
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2009 kl. 01:21
Ástþór bindur e.t.v. bagga sína öðrum hnútum en samferðarmenn hans, en að kalla hann geðveikan og að hann megi ekki tjá sig á þeirri forsendu, lýsir miklum fordómum og jafnvel mannvonsku af hálfu þeirra sem það gera.
Ástþór getur flaggað læknisvottorði um að hann sé EKKI geðveikur, ég er ekki viss um að allir fengju slíkt vottorð hérna, enda þurfið þið ekki að vera verri fyrir það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 01:25
Samkvæmt mínum heimildum, rökstuddum af uppflettingu í þjóðskrá, þá er enginn til sem heitir "jólasveinn".
Því er það mín skoðun, og óvéfengjanleg staðreynt ein að "þú" sért ekki borgari, og hafir því engan tilgang á fundinn annan en að valda gríðarlegri skerðingu trúverðugleika þessa funda, og enn meiri skaða á eigin mannorði.
Farðu svo að hætta þessum stælum.
Gísli Sigurður, 9.1.2009 kl. 01:27
Framkoma hans fær mig til að nota orðið ,,geðtruflaður". Ég mun nota það orð (og önnur af sama meiði) þar til hann sýnir mér að það sé óviðeigandi í hans tilfelli.
Elvar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 01:28
Gæti ekki verið meira sammála þér Elvar!
Ég get ekki hætt að hugsa um að hann hafi í alvöru talað reynt að bjóða sig fram til forsetaembættis!?
Gísli Sigurður, 9.1.2009 kl. 01:35
Já, ég sagði það. Fólk getur verið óttaleg fífl. Líttu t.d. á okkur að vera ræða hér saman og við erum báðir fullvissir um að við vitum betur en hinn hvernig staðið skal að þínum málum!!! Hvernig útvarpa beri sannleikanum - þeas í þínu tilfelli...
Þú segir að þú hafir komið malstraumi í súpuskálina. Ég held samt að umræðan snúist minnst um það hverju þú vildir koma á framfæri heldur aðallega aðferðir þínar við að koma þeim á framfæri. Maður, sem fer þannig fram að honum er kastað út af borgaralegum fundi, er alltaf meira fréttaefni en fullkomin ræða, barmafull af sannleika. Þannig er nú heimurinn, því miður, og eru engar nýjar fréttir.
En það er nú svo að þú virðist einblína of mikið á hvernig þú vekur athygli, en ekki hvar athyglin á að vera. Það sem þú ætlar að segja eða segir lendir alltént alltaf í níunda sæti þar sem þú birtist. En nú eftir hrunið á athyglin á að vera á málefnunum ekki manninum, þannig er andinn. Jafnvel þó þú hefðir komið inn á fundarstað og látið rigna blóði úr loftinu og guð sjálfur hefði guðað á gluggann fyrir þína hönd, þá held ég að menn hefðu ekki fallið að fótum þér. Tilfinninigin í þjóðfélaginu er þannig að menn eru í sjálfskoðun um leið og menn eru að skoða það sem gerðist í bankahruninu. Menn eru ekki beint í leit að mönnum með stórasannleik í pokaskjattanum. Það er líka þannig að rotið kerfi veit á rotna þjóðarsál, það segir sig sjálft. Fólk er því viðkvæmt þegar einhver kemur og vill tala og segja ALLAN SANNLEIKANN. Margir stóðu samt upp fyrir þér og vildu að þú kæmist að, en það var meira í anda lýðræðis, en að menn bjuggust við því að þú gætir hrist lausnir eða nýjan sannleika fram úr erminni.
Ég vona bara - fyrir þína hönd - að þú gerir fluglistir andans að takmarki þínu héðan í frá og komir fram næst með minna brambolti, og sýnir frumleika Picasso og yfirgrip Christo við að auglýsa sannleikann - en stökkvir ekki upp úr jólapökkum svo að fólk kippist við og missi trúnna á jólasveininn. Láttu þetta vera þitt síðasta sveinka-stönt og síðasta upphlaup og sestu að í huganum og opnaðu þér nýjan samræðugrundvöll við þjóðina. Þetta sem þú hefur gert undanfarin ár virkar ekki og mun ekki virka. Þú ert því að eyða óþarfa kröftum fyrir gíginn fræga, en ættir kannski frekar að stofna Skóla gagnrýnnar hugsunnar og ráða rökfræðinga og heimspekinga og haga orðum þínum í anda nemandans í stað kennarans. Það er margt til í því sem þú segir, en þegar málmgjallarvopnuð dúrasell-kanína ætlar að kenna manni að sjá heiminn einsog hann "er", þá sér maður ekkert nema iðandi málmgjöllin og heyrir ekki annað en skellina....
En þú ert baráttumaður og við þurfum á slíkum að halda. Þess vegna vona ég að þú reynir fyrir þér sem holdtekja feimninnar og hinnar nýju auðmýktar sem samfélagið þarf á að halda. Það er nefnilega hægt að vinna gagn með margvíslegum hætti, og með lágværri röddu. Skrautleg uppátæki eru um þessar mundir í jafn miklu uppáhaldi hjá þjóðinni og salerni búið til úr gulli eða nuddpottur úr demöntum...
eggi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 01:41
Einmitt, Gísli. Hugsaðu þér mann; bara einhvern mann, sem hagar sér nákvæmlega svona, sem forseta Íslands. Ég, sem launagreiðandi forseta Íslands, vil ekki láta bendla mig við þau kosningaúrslit.
Elvar (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 01:46
Góður Ástþór.. takk fyrir að lífga upp kvöldið með þessu snilldar "move-i" hjá þér... Meira svona, og minna af nornum !
Bjarni Sig (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 02:18
Eggi... þetta þýðir ekki, þú ert að kasta perlum fyrir svín, því miður.
Ástþór,
ef þú hefðir sleppt því að mæta í jólasveinabúningi og sest niður eins og annað fólk og rétt upp hendi og beðið eftir að fá að spyrja spurninga, því það hefðirðu fengið, þá hefðir þú ekki verið borinn út. Ástæðan fyrir því að þú varst borinn út, er sú að að með þessu framferði þínu, gerðirðu lítið úr annars mjög svo skemmtilegum og fræðandi fundi. Það er til tími og staður fyrir svona fávitaskap og hann var ekki á þessum fundi.
Katrín Atladóttir: Ég hef þekkt Evu norn til margra ára og get fullyrt það hér og nú að það er meira vit í henni en í helvíti mörgum sem ég þekki og þekki ekki. Í versta falli er hún sérvitringur, sem er hrós. Heldurðu í alvörunni að hún haldi því fram að hún geti breytt þér í frosk og að hún fljúgi um á kústum? Eva hélt langbestu ræðuna á þessum fundi, vonandi verður hægt að sjá þetta einhversstaðar sem fyrst.
Björgvin Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 02:18
Þó að þetta sé opinn borgarafundur getur ekki hver sem er komið á staðinn og heimtað að tala. Þannig gengur þetta ekki fyrir sig Ástþór. Það eru ákv. fundarreglur. Ef þú getur ekki mætt án þess að vera með upphlaup og trúðslæti þá áttu ekki erindi. Það þýðir ekki að hrópa úlfur úlfur, kommúnistar, kommúnistar. Aðferðirnar skipta máli Ástþór. Hagaðu þér ljúfmannlega og þú munt vinna hjörtu, annars ekki. Þannig gengur þetta fyrir sig kallinn minn. Því miður ertu dálítið blindur á sjálfan þig (sem við reyndar öll erum að vissu leyti) og áttar þig ekki á þessari kjánalegu hegðun þinni. Því væri tilvalið að fara í smá sjálfsskoðun og sjálfsgagnrýni og skoða hvort það sé nú ekki e-ð í hegðun þinni sem þú gætir breytt. Óska þér alls hins besta þó ég gagnrýni þig töluvert.
p.s. Þessir kjánar sem draga upp bjánalega geðtruflana stimplinn ættu að sleppa því að pósta hér. Umræðan fer þá bara í skotgrafir, fyrirsjánleg varnarviðbrögð á báða bóga og ærumeiðingar .
Ari (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 02:19
"Fáranleg innkoma" "veikur maður" er það sem ég les á sumum bloggum eftir "aktívistana" sem hafa verið í þessum aðgerðum.
Er það þetta sem við eigum að kalla mótmælendur þegar þeir ryðjast inní banka, stofnanir og fjölmiðlaútsendingar til mótmæla?
Nú er ég ekki að segja að þau eigi ekki að mótmæla, hinsvegar virðast þau gleyma því í þessu öllu saman að ég gerði vinsamlega ábendingu og úttekt á því fyrir nokkrum vikum síðan að viss slagsíða væri á vali frummælenda og ekki virtust lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri höfð hjá bæði Herði Torfasyni og Opnum borgarafundi.
Þetta varð til þess að ég var tekinn af "boðslista" fyrir skipulagsfundi Opins borgarafundar, og þegar mér ekki líkaði það og mætti var ég borinn út með valdi.
Fundurinn í Iðnó var um aðferðafræði við mótmæli og grímuklædda mótmælendur, hvað var meira viðeigandi en að nota gamalt mótmælagervi mitt og mótmæla spillingunni hjá Opnum borgarafundi og þá staðreynd að við byggjum ekki nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.
Ef ekki verða tekin upp opin og lýðræðisleg vinnubrögð í þessu verður Opinn borgararfundur aldrei annað en skrípleg leiksýning í Iðnó.
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 02:43
En af hverju ertu þá að uppnefna gæslufólkið sem var að gefa vinnu sína þarna kommúnista Ástþór?
Ég sat næst neyðarútganginum þar sem að einn af þeim sem leiddu þig út (þeir báru þig ekki út) kom eftir að þú varst með hróp og köll og greipst frammí fyrir fólki í salnum sem beið eftir að fá að koma sínum spurningum á framfæri.
Ég ræddi við gæslufólkið þarna eftir fundinn og það tjáði mér að það hefði ekki fengið neinar bendingar, það færi bara eftir reglum til að tryggja að fólkið sem sæti fundina og vildi spyrja fengi frið til þess að spyrja.
Þú níðir semsagt fólk, þ.e.a.s. gæslufólk sem þarna var að gefa vinnu sína að mér skilst frítt og lætur eins og það sé einhverskonar kommúnistaher sem hafi verið beint gegn þér með skipunum af sviðinu, þú leiðréttir mig ef ég er að misskilja þig með það vona ég.
Ég sá þetta gerast kæri Ástþór, og það voru engar bendingar af sviðinu. Þeir gæslumenn tveir sem leiddu þig út einfaldlega löbbuðu að þér um leið og þú byrjaðir að trufla fundinn með frammíköllum og virtir ekki fundarsköpin.
Kannski að þú leiðréttir mig þá sé þetta ekki sannleikurinn.
Björgvin Bjarnason (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 03:01
Þarna skaustu þig sjálfan í fótinn Ástþór. Þú viðurkennir að hafa mætt til að mótmæla þarna. Þessi fundur var umræðufundur. Þar áttu ekki að vera mótmæli. Því er skiljanlegt að fólk vilji þig af fundinum ef þú getur ekki mætt eins og aðrir og beðið um orðið og rætt málin í stað þess að rása inn á skrípalegan hátt og heimta orðið. Ætlarðu að vera í hlutverkinu litli strákurinn sem hrópar úlfur úlfur alla þína ævi Ástþór?
Ari (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 03:06
Jaja.
Hundur í manni..., 9.1.2009 kl. 03:52
Það er borin virðing fyrir þeim sem bera virðingu fyrir sér sjálfir og þeim sem bera virðingu fyrir öðrum. Þú Ástþór hefur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar komið fram fyrir almenning og hagað þér á þann hátt að fólk hefur misst alla virðingu fyrir þér.
Ég er nokkuð viss um að ef að ég hefði mætt á staðinn klædd jólasveina búning og barið í gólfið með staf, að mér hefði verið líka vísað út.
Það klingir hæst í tómum glösum. Það bergmálar í tómum herbergjum.
Á það sama við um þig?
Ef ekki þá ættir þú að sýna þjóðinni að þú hafir eitthvað vitiborið til að bjóða fram. Og þá ekki gera það á svona ofboðslega kjánalegan hátt.
Sporðdrekinn, 9.1.2009 kl. 04:43
Sæll Ástþór,
Ég held að þé soldið mikill sannleikur í orðum Egga.
Ég man um árið þegar þú bauðst þig fram til forseta í fyrsta sinn. Satt best að segja þá leist mér einna best á þig til að byrja með, þínar áætlanir að virkja embættið voru alls ekki svo galnar. En aðferðirnar sem þú notar til að koma þínu á framfæri eru ákaflega stuðandi og ég held til þess fallnar að hrekja flest fólk burt frá þér og þínum málstað.
Ég er sammála egga að þú ert mikill baráttumaður og akkúrat slíka menn þarf þjóðin á þessari stundu. Ef þú kæmir þínu á framfæri með aðeins minni látum og gæfir þér smá tíma til að hlusta á andstæðinga þína yrðirðu trúverðugri og meira traustvekjandi.
Bestu kveðjur,
Bergur
Bergur (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:28
Ertu greindarskertur?
Manneskjan sem snéri þessu upp í leiksýningu varst þú í jólasveinabúning. Þú með þitt endalausa drama og sjálfhverfa rugl. Þetta er ekki um ÞIG. Allt er ekki um ÞIG.
Það eina sem er rétt í þessari fyrirsögn þinni er að jólasveinninn var borinn út. Þú ert bara feitur rauðbirkinn kall með fáránlegan boðskap og ekki einusinni alvöru. Og hafðu það.
linda (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:05
Mér finnst nú eiginlega dálítið fyndið að mótmælendur á þessum opna fundi, þoli ekki sjálfir mótmæli og beri fólk bara út ef það dirfist að mótmæla.
Ég veit ekki betur en að mótmælendur hafi fengið furðulega mikið svigrúm til að mótmæla síðustu vikur og meðal annars spilað fótbolta í landabankanum. En nei... þegar "rangur maður" sýnir mótmælatilburði á "opnum" fundi mótmælenda... þá er hann bara rekin heim....
Já... það er ekki laust við að þetta sé fáránlegt.
Bergur segir "Ef þú kæmir þínu á framfæri með aðeins minni látum og gæfir þér smá tíma til að hlusta á andstæðinga þína yrðirðu trúverðugri og meira traustvekjandi."
Þetta á við um ALLA mótmælendur. Annars er ég líka sammála Ástþóri með barnið.... Algerlega óverjandi að 8 ára barn haldi ræðu á mótmælafundi... gersamlega fáránlegt.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 09:17
Þetta var gott hjá þér Ástþór, því þarna afhjúpaðir þú þann sannleik að ,,aðgerðarsinnar" og hópur mótmælenda þolir ekki að mótmælt sé hjá sér. Mannvonzka og umburðarleysi þeirra er svo grímulaust að allir sjá sem það vilja að þeim finnst þeir einir hafa rétt til að mótmæla með ofbeldi, en þegar aðrir ,,krassa" þeirra fundi, þá eru þeir geðsjúklingar og fífl.
Gott hjá þér Ástþór. Nú vitum við hvaða mann þessir ,,aðgerðarsinnar" hafa að geyma.
Ég vil endurtaka orð Katrínar Atladóttur hér ofar: ,,ástþór í jólasveinabúning er sagður geðtruflaður, en kona sem telur sig vera norn fær að vera frummælandi á þessum fundi..."
Sigurjón, 9.1.2009 kl. 09:43
Það er nú varla að maður nenni að svara öllum þessum NAFNLAUSU bloggurum sem hellast hérna inn og þeim til hylla orð Einars Márs Guðmundssonar yfirkomma og orð hans um bandalagið sem hann sér fyrir sér sem við öll getum rúmast innan. --- Ja nema auðvitað menn eins og ég, sem ekki eru tilbúnir að sitja og standa eins og þægar brúður undir andlýðræðinu ---- þá þarf að bera út af fundum bandalagsins. Nákvæmlega svona unnu gömlu kommafasistarnir í Sovétríkjunum segir kona mín.
Ari: Þú missir nú alveg púnktinn þegar þú segir að maður eigi ekki að mótmæla á mótmælafundum. Og ég hefði getað bara BEÐIÐ um orðið. Þú ert ekki búinn að lesa það sem ég skrifa hér, þessi mótmæli mín í gær áttu sér aðdraganda þegar ég og margir aðrir höfðu BEÐIÐ um orðið, þegar ég benti skipuleggjendum á það ósamræmi var mér hent út - fyrir mörgum vikum!
Sporðdrekinn: Þú fellur í sömu gryfjuna virðist ekki lesa eða ekki skilja aðdragandann og hvað er að gerast hér.
Linda: Þú segir mig með fáranlegan boðskap. Ég hef nú ekki fengið að bera hann fram því mér er ekki leyft að boða neinn boðskap heldur er keppst um að þagga niður í mér með sovét-fasískum vinnubrögðum.
Nafnlaus: Þú hittir naglann á höfuðið að hvernig að þessum fundum er staðið er gersamlega FÁRÁNLEGT!
Ég endurtek bara niðurlagið í grein minni að útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum.
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 10:16
Kreppukarl, þú ættir nú eiginlega að koma fram undir nafni finnst mér.
En hvað um það þú ágæti karl, þá var þessi eldsnögga kosning sem ég vann bara enn eitt leikritið, því þegar ég kom svo til baka að segja þessar 2-3 setningar sem ég ætlaði að koma þarna inn stóðu öryggisverðirnir í dyrunum og meinuðu mér aðgang að fundarsalnum.
Þannig fór um sjóferð þá.
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 12:46
Ástþór Magnússon Wium, láttu gott af þér leiða stattu fram í friði og sameinaðu fólk á þessum tímum, vertu fyrirmynd.
Ég skora á þig að sýna meiri þroska en við flest erum hæf um.
Johann Trast Palmason, 9.1.2009 kl. 12:52
Kreppukall, skiptir það virkilega svona miklu máli hvort fólk flokkast sem nornir eða jólasveinar. Jólasveinar úti og nornir inni, er það svoleiðis?
Mér finnst Ástþór hitta naglan soldið á höfuðuð með því að mæta í jólasveinabúning á þennan fund þar sem norninr og grímuklæddir menn áttu sviðið.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 16:49
Tinna, takk fyrir falleg orð í minn garð. Já ég meina það af öllu hjarta að hér eigi að byggja upp opið og lýðræðislegt samfélag þar sem við kveðjum ritskoðun, spillingu og smáborgaralegt manngreinarálit.
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 17:02
Kreppukarlinn Arnar. Þú fellur í þá gryfju að persónugera vandann eins og oft hefur verið hérlendis í umræðunni í stað þess að horfa á þetta á málefnalegum grunni.
Ég á ekkert sökótt við aðstandendur fundsins. Ég er aðeins að benda á að þeir fótum troða lýðræðið í undirbúningi fundanna og á fundunum sjálfum og þannig verður "Opinn borgarafundur" að skríplegri leiksýningu.
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 17:04
En kæri Ástþór, þú hefur ekki ennþá svarað spurningu minni af hverju þú ert að kalla gæslufólkið á fundinum nöfnum (kommúnista) þegar það fólk var að gefa vinnu sína. Ég ítreka að ég sá það bregðast við án nokkurnna bendinga eða skipanna frá fundarstjóra þegar þú ruddist inn og greipst frammí fyrir konu sem var að bera upp sína spurningu.
Ert þú ekki meiri maður en það að þú getir viðurkennt að þér hafi verið heitt í hamsi og þú kannski kallað þetta ágæta fólk kommúnista í hita leiksins og jafnvel leiðrétt það mál?
Björgvin Bjarnason (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 17:24
Öfgasinnaðir vinstrisinnar eru fyrir löngu búnir að eyðileggja samstöðu þjóðarinnar í mótmælum. Það vilja fáir nema þeir, láta bendla sig við þennan ömurleika, sem mótmælin eru.
Þið sem hertekið hafa mótmælin og skipulagt þau, hættið að koma nálægt þessu og þá mun fjöldin streyma út á stræti torg. Sannið þið til!
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2009 kl. 17:38
Að vera ósáttur við stöðu mála hér á skerinu, gerir engan að kommúnista....ertu alveg blindur á allt nema eigið skinn blessaður eyminginn, þú ert ekki yfir neinn hafinn Ástþór og hroki þinn er makalaus.
Ef þú gætir tekið þátt án þess að heimta að allt snúist í kringum þig, þá kannski tæki einhver mark á þér. Með botnlausu rugli þínu tekst þér að gera lítið úr öllum sem á annað borð hafa skoðanir, allir skulu bíða með öndina í hálsinum meðan Ástþór hinn óbrigðuli og lítilláti talar.....tsk tsk tsk.....
Haraldur Davíðsson, 9.1.2009 kl. 18:43
Ástþór. Ég var ein þeirra sem hefði viljað fá að vita hvaða erindi jólasveinninn hafði fram að færa. Stór hópur anarkista mótmæliti því að þér væri vísað út og það þótt flestir anarkistar álíti það merki um siðblindu að hafa efnast óhóflega (ég tala nú ekki um þegar viðkomandi fæst ekki til að gefa trúverðugar skýringar á því hvernig hann hefur efnast) og hefði því kannski mátt búast við ákveðnum fordómum. Ég var ein þeirra sem stóð upp og ætlaði að ganga út í mótmælaskyni en boð bárust úr anddyrinu um að þér hefði verið boðin innganga aftur en að þú hefðir ekki þegið boðið.
Nú spyr ég um þrennt:
-Hvaða skilaboð hafði jólasveinninn til fundarins?
-Hversu langan tíma telur þú að hefði tekið að afgreiða erindi jólasveinins?
-Hvað fær þig til að grípa til pólitískra aðgerða gegn 'leiksýningu' fólks sem hefur engin völd, hvorki pólitískt vald né auðvald?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:52
...hvað varðar mig um isma og istanna þrugl um list...sagði skáldið.
Anarkismi, kommúnismi, kapítalismi, dadaismi.........hismi.
Haraldur Davíðsson, 9.1.2009 kl. 19:44
Haraldur, bendi þér á linkana í grein minni að ofan. Þá skilur þú kannski að þessi mótmælaðgerð mín í gær snýst ekki um mína persónu heldur er ádeila á óafsakanleg vinnubrögð sem hafa beinst gegn fleiri manns sem hafa óskað að tala á þessum fundum og á Austurvelli.
Svo ætla ég að svara Evu í næstu athugasemd
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 20:56
Gættu þín Ástþór þetta er norn, ef þú finnur einhverstaðar sting í líkamanum hringdu í prest NÚNA!
Hún vill fá upplýsingar !!!! Hentu henni út af blogginu, bannfærðu og kveiktu í tölvunni þinni!:)
Jónas Jónasson, 9.1.2009 kl. 21:11
Takk Eva fyrir mjög málefnalegt innlegg og ágætar spurningar. Ég vil einnig segja að margt sem ég hef séð frá þér koma eru góð innlegg í málin. En hér er svar mitt:
1.
Skilaboðin til fundarins voru númer eitt að standa þarf að slíkum fundum með lýðræðislegum hætti.
Þar sem á mér var brotið af aðstandendum Opins borgarafundar var í fyrsta lagi að ég var tekinn út af póstlista undirbúningshóps eftir að ég gerði þá athugasemd á einum slíkum fundi að ef ætti að rótera fundarstjóra eins og þar var lagt til að væri gott að gera, þá mætti gjarnan láta konu taka við fundarstjórn á næsta fundi.
Einnig lagði ég til að opna á fleiri lýðræðislega möguleika til að fólk gæti komið fram spurningum á fundum, t.d. með því að bjóða uppá netsíðu til að senda inn spurningar og jafnvel stutt video innslög frá fólki sem vildi bera upp spurningu, t.d. fólki utan af landi.
Ég bar þetta upp eftir að hafa orðið vitni að því að val á spyrjendum á stóra fundinum í Háskólabíói var fyrirfram ákveðið eða “tilviljanakennt”, og margsinnis t.d. gengið framhjá mér og fólki sem sat á næstu bekkjum við mig eins og t.d. Sturlu Jónssyni. Honum var sagt að RÚV réði því hverjir mættu bera upp spurningar og var þaggaður niður.
Tillögur mínar um lýðræðisleg vinnubrögð urðu til þess að Gunnar greip frammí og þaggaði snarlega í mér á þessum fundi. Síðan var ég fjarlægður af þeirra póstlista og fékk ekki fleiri bréf frá samtökunum.
Á sama tíma las ég blaðagrein þar sem fólk var að lýsa óánægju sinni með að fá ekki að tala á Austurvelli. Þetta alltsaman í bland varð til þess að ég gerði úttekt á því hverjir voru frummælendur á Austurvelli og á Opnum borgarafundi. Könnun mín leiddi í ljós að yfir 70% frummælanda á Austurvelli voru tengdir flokknum Vinstri Grænir, og yfir 50% á Opnum borgarafundi. Ég skrifaði blogg um þetta með tillögum um að úr þessu yrði bætt og þetta barst einnig í tal í útvarpsþætti Sverris Stormskers en þar var þá staddur Eiríkur Stefánsson einn þeirra sem hefur verið synjað um að tala á Austurvelli.
Ég fékk áframsent fundarboð frá öðrum og mætti þá á annan skipulagsfund. Þá mætti mér rétt innan við andyrið Gunnar leikstjóri sem sagði: "Ástþór geturðu ekki fundið þér annan vettvang". Ég hváði við og lagði til að við ræddum það á fundinum. "Nei það þarf ekki" sagði Gunnar.
Ég settist samt inní salinn, út í horn aftast og sá tilsýndar þar sem Gunnar hvarf ásamt nokkrum öðrum inní bakherbergi. Þeir komu út skömmu síðar og hófu fundinn á því að mælast til að fundarmenn skyldu rétta upp hönd um að mér yrði vikið af fundinum. Þá spurði ég hvort ég mætti ekki sitja sem áheyrnarfulltrúi en því var einnig synjað og síðan komu að mér aðvífandi fílefldir menn sem báru mig út úr fundarsalnum. Þegar ég streittist örlítið á móti í ytri forstofu og spurði hvort ég mætti ekki bíða þar eftir bílnum, var tekið hressilega á mér og mér kastað út á götu.
Nú var staðan orðin þessi:
a) Ég og fleiri höfðum hringt í Hörð Torfason og beðið um að fá að segja "nokkur orð" á Austurvelli en synjað. Ég fékk frá Herði allskyns útúrsnúninga, fyrst að ég væri of pólitískt tengdur en þegar ég benti honum á að ég væri í engum stjórnmálaflokki og aldrei gengt opinberu embætti, söðlaði hann um og sagði að ég væri "alltof þekktur".
b) Ég fékk ekki að bera upp spurningu í Háskólabíó eins og aðrir
c) Ég var borinn út af skipulagsfundi eftir að hafa lagt til lýðræðislegri vinnubrögð.
Slík vinnubrögð sem ofangreind gera Opinn borgarafund að skrípalegri leiksýningu sem á ekkert skylt við lýðræði og tjáningarfrelsi. Það voru skilaboð jólasveinsins til aðstandenda Opins borgarafundar.
2.
Erindi jólasveinsins hefði tekið tvær til þrjár mínútur. Ég var ekki kominn til að yfirtaka fundin á neinn hátt. Örstuttar setningar er það eina sem hefði þurft við afhendingu til lögreglustjórans á þeim afritum sem voru í jólasveinapokanum af fjórum kærum sem ég hef mætt með á lögreglustöðina á undanförnum vikum. Lögreglustjórinn situr nú á þessum kærum án þess að hafa svarað eða gert nokkuð í þeim málum sem kært var út af.
Mig langar hér einnig að minna á ársgamla kæru frá mér á þeim ummælum Stöðvar2 sem birtust þá eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti áhuga á endurkjöri að "Ástþór nauðgar lýðræðinu" ef hann býður sig fram gegn forseta Íslands. Þessa kæru afgreiddi lögreglustjóraembættið frá sér í haust eftir að hafa setið á kærunni mánuðum saman. Þeir sögðu að ekkert ólöglegt væri við þessi ummæli fyrrum formanns yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður. En lögreglustjóraembættið neitaði að útskýra fyrir mér hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu sem er þvert á stjórnarkrá Íslands.
Minni einnig á að umræddar forsetakosningar voru með þeim brag að erlendur fræðimaður líkti þeim við einræðsríkið Júgóslavíu. Ég kærði í framhaldinu framkvæmd kosninganna til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu. Þegar sú stofnun vildi í kjölfarið senda hingað eftirlitsmenn til að skoða málið, neituðu stjórnvöld þeim um aðgang að landinu til slíks eftirlits.
Skilaboðin til lögreglustjórans er að hann getur ekki búist við friðsamlegu samfélagi ef hann og stjórnsýslan afgreiða kvartanir gegn óréttlæti með þeim hætti sem hann hefur afgreitt mínar kærur. Það er ekki nóg að taka við kærunni, hún þarf einnig að fá hraða og málefnalega úrvinnslu.
3.
Valdið hefst í huganum. Fólkið sem er á valdastólum í dag verður horfið á morgun. Nýtt fólk tekur við. Það fólk þarf að spretta úr lýðræðislegum jarðvegi til að geta staðið vörð um lýðræðið í landi okkar í framtíðinni.
Einstaka aðilar eru að reyna að ráðskast með aðgerðir mótmælenda með óheiðarlegum hætti, með allt annað í farteskinu en flestir mótmælenda. Þarna er ég að vísa í undirróður af vissum stjórnmálaöflum, eins og ég hef rakið í greinum mínum í blogginu, sem hafa séð þarna tækifæri til að grafa sig inní raðir mótmælenda og blekkja almenning með leiksýningum sínum.
Ef við leyfum þeim að komast upp með slíkt, þá endum við hér með sovét-fasisma.
Að lokum Eva, ég er ekki auðmaður. Ég hef alltaf verið tilbúinn að gefa skýringar á því hvernig ég hef séð fyrir mér og mínum. Sögur um annað eru þvættingur úr fjölmiðlum eins og DV sem hafa stundað ófrægingarherferð gegn mér árum saman. Þetta er ósköp einfalt mál. Ég tapaði öllum mínum eigum hér heima árið 1983 þegar hagkerfið hrundi í kjölfar nær 200% óðaverðbólgu og annað hvert verslunarfyrirtæki varð gjaldþrota.
Ég fluttist til Danmerku og síðan Bretlands þar sem ég rak í áratug forritunarfyrirtæki sem seldi vörur um alla Evrópu. Um fertugt fékk ég í hugleiðslu nokkuð sem ég hef kallað uppljómun eða vitrun um friðarmál. Ég lýsti þessu með ljóðum í bókinni Virkjum Bessastaði. Ég fór að lesa mig til um friðarmál og fylgjast með hörmungum á stríðssvæðum. Eftir að hafa rætt þessi mál við ýmsa viðskiptafélaga fékk ég þér að segja hálfgert ógeð á afskiptaleysi þeirra og peningavaldinu og því hyski sem því oft og tíðum fylgir.
Stofnaði þá samtökin Friður 2000 ásamt rúmlega þúsund öðrum einstaklingum, og um hundrað erlendum friðarsamtökum. Opinn stofnfundur var haldinn í stóra salnum í Háskólabíó fyrir tæpum 14 árum. Okkar fjáröflun hefur að mestu verið í gegnum svokallaðan Ambassador klúbb þar sem félagar hafa greitt 895 krónur á mánuði. Nokkur hundruð manns hafa greitt í þennan klúbb í gegnum árin, sumir gera það enn þótt lögreglan hafi rústað öllu hér í félaginu okkar þegar þeir handtóku mig og gerðu allar okkar tölvur upptækar fyrir mótmælin mín og andóf gegn stuðningi stjórnvalda gegn Írak.
Ég bý vel að langri reynslu enda kominn yfir miðjan aldur. M.a. var ég upphafsmaður að stofnun Kreditkort hf, Eurocard á Íslandi. Undanfarin ár hef ég unnið sem ráðgjafi við að setja upp ýmsar vefsíður með kreditkortavinnslum. Hef m.a. aðstoðað nær 20 líknarfélög í Bretlandi við að setja upp slíkar síður. Þá hef ég að undanförnu rekið fyrirtækið Álftaborgir ehf og Islandus Europe ehf sem selja bifreiðar aðallega frá Bandaríkjunum til Evrópu og veitt ráðgjöf og upplýsingatækni til bílasala sem tengjast þeirri starfsemi. Er t.d. núna að aðstoða við að koma slíku fyrirtæki í gang í Hollandi.
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 22:41
Ástþór, ég er þeirrar skoðunar að þú hefðir átt að fá að ljúka þínu erindi á þessum fundi. Óþolinmæði þeirra sem þarna voru saman komnir gagnvart þessari uppákomu er afar mótsagnarkennd í ljósi þess að þarna var verið að ræða um rétt mótmælenda, beinar mótmælaaðgeðir og fleira í þeim dúr.
Þú fyrirgefur vonandi þó ég geri svolítið grín að þessu á bloggsíðunni minni í kvöld. Það er ekki illa meint.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.1.2009 kl. 00:25
Þú ætlaðir semsagt að röfla um sjálfan þig í klukkutíma.
barði (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:45
Ólína mér finnst greinin þín skemmtileg. Þú ert með það rangt að mér hafi ekki verið skemmt, en það sem mér hefur fundist furðulegt í þessu öllu saman, eins og þér sýnist mér, hvað hörðu mótmælendurnir á fundinum bara föttuðu ekki málið.
Ég myndi náttúrlega aldrei útfæra svona grínlega uppákoma nema geta hlegið sjálfur.
Ég ók skellihlæjandi heim yfir uppákomunni sem þetta olli, eftir að hafa horft á leikstjórann sótrauðann í framan af bræði og manísku lætin við að bera mig út.
Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 00:49
Ég er ekkert sérstaklega hlynntur þessum mótmælendum og alls ekkert hlynntur Ástþóri heldur eins og kemur fram þegar ég hef kommentað á hann á ýmsum stöðum.
Enn mig langar samt að vita hvort Gunnar sé að mótevera menn til að gera sem minnst úr Ástþóri til þess eins að ná sér niður á honum, nú er það alveg vitað að Gunnar og Ástþór hafa lengi eldað grátt silfur saman.
Eva: finnst þér þetta réttlát framkoma hjá Gunnari og hefur hann rétt til þess að taka sér þetta vald í hendur á almennum opnum borgarafundi?
S. Lúther Gestsson, 10.1.2009 kl. 03:14
S. Lúther. Nei mér fannst framkoma Gunnars ekki viðeigandi. Þessvegna stóð ég upp. Ég hélt svo andartak að Hörður hefði tekið við fundarstjórninni og þótti það góð lausn en Gunnar var kominn í pontu aftur stuttu síðar.
Það sem mér fannst pínlegast voru fullyrðingar fundarstjóra í lok fundar, um að okkur hefði tekist að standa saman. Hvað átti maðurinn eiginlega við?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 08:18
Borgaralegur fundur með takmörkun á tjáningafrelsi segir allt sem segja þarf ...
Nýi Jón Jónsson ehf, 10.1.2009 kl. 13:34
Nær væri að kalla þetta Óborganlegir fundir.
Nýi Jón Jónsson ehf, 10.1.2009 kl. 13:35
S. Luther, ég kannast ekki við þetta sem þú segir: "það alveg vitað að Gunnar og Ástþór hafa lengi eldað grátt silfur saman". Ég kannast bara ekkert við þetta og man ekkert eftir Gunnari áður en ég hitti hann þarna hjá Opnum borgarafundi. Ef ég hef átt við Gunnar samskipti áður þá í hlýtur það að vera fyrir áratugum síðan og er það allavegana horfið úr mínu minni nema fá nánari kennileiti til að muna slíkt.
Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 14:14
Ástþór. Ég las þetta einhverstaðar á blogginu um daginn, þar sem verið var að ræða þessi mál, hef svo sem engar frekari sannanir fyrir því. Vonandi er þetta þá bara einhver kjaftasaga. Þær eru örugglega orðnar margar.
Eva. Takk fyrir þitt innlegg, var að vísu búinn að heyra það að þú hefðir ákveðið að standa upp. Flott hjá þér.
S. Lúther Gestsson, 10.1.2009 kl. 15:33
S. Lúther, já kjaftasögurnar eru orðnar alltof margar og ýktar. Gróurnar hafa fengið að grassera í nafnlausum bloggum með góðri aðstoð DV sem oft á tíðum hafa annaðhvort startað þeim með lygafrétt, eða tekið lygaþvælu úr bloggi og birt sem frétt. Báðar leiðir að sama kjaftabrunninum sem er orðið mein í þessu þjóðfélagi.
Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 16:09
og Jón, þetta á ekki við, ætti t.d. ástþór að komast fram fyrir í röð? eða er nóg að koma í jólasveinabúning og þá ertu allt í einu orðinn rétthærri en aðrir?
ég beið í dágóða stund eftir tækifæri til að koma spurningu minni að, þó var ég talsvert frekur í að trana mér fram. Hvað í ósköpunum er óborganlegt við að maður sem ryðst fram fyrir í röð og byrjar að gala sé skikkaður til að vera til friðs?
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 11.1.2009 kl. 00:10
Guðjón Heiðar, hver var spurningin þín á fundinum?
Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.