8.1.2009 | 20:09
Hæðst að mótmælendum í bandaríska sendiráðinu
Undirtylla í bandaríska sendiráðinu tók á móti Sveini Rúnari Haukssyni formanni Ísland-Palestína skælbrosandi út að eyrum þegar hann tók fyrir hönd bandaríkjanna við yfirlýsingu Íslenskra mótmælenda.
Lítisvirðingin skein úr asjónu starfsmanns sendiráðsins sem eins og landsfeðrum virðist virðist þeim skítsama þótt verið sé að murka lífið úr börnum og saklausu fólki í Palestínu með stuðningi þjóðar sinnar.
Landsfeður okkur nær missa heldur ekki svefn yfir blóðugum ásýndum barnanna í Gaza. Íslenska demantsdrottningin Dorrit frá Jerúsalem og eiginmaður hennar forseti Íslands sofa værum blundi á Bessastöðum því Sveinn Rúnar Hauksson þorir ekki að ónáða þennan gamla samherja sinn úr Keflavíkurgöngunum með einhverru smákvabbi úr grenjandi krakkaskríl á Gaza.
Pissað upp í vindinn
Hvað þarf að myrða marga áður en formaður félagsins Ísland-Palestína bankar blygðunarlaust á allar dyr?
Hvar ert þú Ólafur Ragnar Grímsson og þín Ísraelska frú? Svarið mér!
Utanríkisráðherra fordæmir með froðusnakki
Á milli 300-400 mótmæltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Facebook
Athugasemdir
Ástþór, maður má ekki tala svona til þjóðhöfðingjans og eiginkonu hans. Það má síðan deila um hversu ísraelsk frúin er þar sem hún hefur oft og opinberlega fordæmt stefnu Ísraela gagnvart Palestínuaröbum?
Hver getur annars talað um fyrir Georg Runna í BNA eða ísraelskum stjórnvöldum?
Ég ætla svo sem ekkert að vera að afsaka framferði Ísraelsmanna en það er samt eitt nýtt í stöðunni sem var ekki áður en það er hið ógnandi Íran sem vinnur að þróun kjarnorkuvopna.
Ísraelar ætla sér mögulega að gera bandamenn og vopnaþiggjendur Írana í bakgarðinum hjá sér óvirka áður en þeir hefja lofthernað gagnvar Íran.
Hvað sem öllu líður þá hafa yfirleitt verið verri menn við stjórnvölinn í Ísrael á síðustu árum.
Palistínumenn hafa verið blásaklaus fórnarlömb á síðustu árum en staðan breyttist þegar íbúar Gaza kusu Hamas yfir sig. Ég vissi alveg þegar það gerðist að það væri vísun á vandræði og svo hafa Ísraelsmenn fengið áhyggjur af því að Íranar smygluðu miklu hættulegri vopnum, jafnvel kjarnorkusprengjum til Hamas og Hezbollah skæruliða í Líbanon. Þessir hópar eru í nánu sambandi við Írana og auðvitað hræðir það Ísraelsmenn. Þá er spurningin, af hverju sættast Ísraelsmenn þá ekki bara við Palestínumenn. Ástæðan er sú að Ísraelsmenn eru upp til hópa öfgamenn en það breytir því ekki að hófsamari gyðingar sem myndu kjósa aðra og mildari stefnu gagnvart Pallstínumönnum vita einnig að þeir breyta ekki öfgaþrýstihópum heima fyrir. Það á meira að segja við um stjórnvöld því þeir flokkar og leiðtogar sem stjórna Ísrael núna eru fráleitt þeir verstu sem Ísrael hefur átt. Hamas hefur sent um 3000 eldflaugar á Ísrael þ.e. fyrir innrásina núna og síðan bætist Íran við málið. Yfirleitt hafa Pallstínumenn verið alsaklaus fórnarlömb en núna er staðan pínulítið önnur.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 8.1.2009 kl. 23:08
Já einmitt það já, má ekki tala umbúðalaust um nauðsyn þess að þau segji eitthvað við fjöldamorðunum sem eru að grafa undan heimsfriðnum.
Snúa sér bara á hina hliðina og sofa áfram?
Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 11:28
Hvað þarf að ganga á til að þú sjálfur bankir á allar dyr?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.