6.1.2009 | 13:37
Út með grísinn og Virkjum Bessastaði
Vonandi er gullkálfs dansvíman að renna af þjóðinni og spilltu fjölmiðlarnir að syngja sín síðustu kvæði spilltum forseta til lofs og dýrðar.
Þegar Íslendingar fara að sjá hlutina umbúðalaust í réttu ljósi verða þeir fljótir að átta sig á tækifærunum í boðskap Friðar 2000 og forsetaframboðum mínum 1996 og 2004 um að Virkja Bessastaði.
Ég er þess fullviss að í framtíðinni rís á Íslandi miðstöð friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Á Keflavíkurflugvelli stjórnstöð alþjóðlegrar friðargæslu, friðarháskóli og þjálfunarbúðir friðargæsluliða ásamt alþjóðlegri þróunarstofnun fyrir beint og milliliðalaust lýðræði.
Í nær tvo áratugi hef ég kynnt Ísland sem land friðarins víða um heim, m.a. á fjölda ráðstefna og fundum grasrótarsamtaka sem tengjast starfi Sameinuðu Þjóðanna og friðarháskóla S.Þ.
Hugmyndin vakti t.d. hrifningu hjá báráttufólki friðarmála í New York, heimaborg Yoko Ono svo og í Tokyo, Washington, San Fransisco, London og víðar þar sem ég hef talað fyrir þessum hugmyndum Friðar 2000.
Ég er tilbúinn að vinna að þessu verkefni ásamt fjölda erlendra sérfræðinga þjóðinni og heimsbyggðinni allri til heilla. Sjá nánar á www.forsetakosningar.is
Friðarsúlan hlaut bronsið | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Facebook
Athugasemdir
Og hvernig kemur það frímerkinu við? Að einhverjir frá New York klöppuðu fyrir ræðu hjá þér?
Rúnar Þór Þórarinsson, 6.1.2009 kl. 13:46
Rúnar Þór, sjáðu til, þetta er mjög einfalt. Ástþór er að senda skilaboð. Senda skilaboð, senda skilaboð til almennings. Hvernig getur maður sent skilaboð til almennings? Já, maður þarf frímerki. Frímerki, fólk hlustar ekki á skilaboð án frímerkis. Frímerki, skilaboð. Einfalt.
Daníel Tryggvi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:53
Já það er engin tilviljun að það lag sem ég yfirleitt alltaf valdi í útvarpsþáttum þar sem ég var í viðtölum var "Give peace a chance" eftir John Lennon.
Þetta síast allt inn að lokum, sannleikurinn, réttlætið og ljósið vinnur á myrkraöflunum.
Ástþór Magnússon Wium, 6.1.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.