Ég horfði á þá spúla eins og í sláturhúsi blóðið innan úr sjúkrabílunum

Sjúkrabíll í PalestínuÞegar ég var í Palestínu fyrir nokkrum árum lenti ég inní miðri skothríð og horfði á fólkið falla allt í kringum mig.  Sjúkrabílarnir komu og fóru stöðugt, rennandi af blóði eins og í sláturhúsi.

Þeir spúluðu blóðið innan úr sjúkrabílunum á milli ferðanna meðan aðrir komu nýju fólki á börurnar.

 

Dauðastríð á sjúkrahúsi í PalestínuÁ sjúkrahúsi bæjarins horfði ég á þá síðan einn af öðrum látast á skurðaborðunum.  Ungt fólk, börn og gamalmenni, dauðinn fer ekki í manngreinarálit eftir skotbardaganna.

Það er erfitt að fordæma ekki Ísraelsmen eftir að verða fyrir slíkri lífsreynslu að sjá þetta með eigin augum. Enn erfiðra er að skilja hversvegna hjónin á Bessastöðum svara ekki ítrekuðum beiðnum um aðstoð.

Myndirnar með greininni eru mínar eigin. Smelltu á linkana:

Forsetahjón, Ólafur Ragnar og Dorrit, hversvegna svarið þið ekki?

Dorrit, ætlar þú að sitja aðgerðarlaus á meðan landsmenn þínir myrða þetta fólk?


mbl.is Ekki hægt að flytja særða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband