2.1.2009 | 14:08
Fylliraftar reyna að hræða mótmælendur
Ekki er mark takandi á skrílslátum fyllirafta sem um miðja nótt finna sér ástæðu að brjóta rúður hjá þeim sem hvetja til friðsamlegra mótmæla gegn ofríki ráðamanna sem sitja sem fastast eftir þjóðargjaldþrot langt yfir sinn vitjunartíma.
Ég vona að friðsamir mótmælendur láti ekki slíka rugludalla sem þarna brutu rúðu í miðbænum hafa áhrif á sig. Halltu áfram Eva ótrauð á þinni braut því á endanum sigrar réttlætið.
Uppskrift að friðsömum mótmælum
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta nóg til þess að þú skiljir afhverju margir velji að vera nafnlausir með grímu, til þess að forðast að lenda í svona ofsóknum af hendi hvítliða?
Björn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 14:24
Auðvitað hef ég vissan skilning á því að fólk vilji koma fram nafnlaust í mótmælum. Ég hef reynsluna fyrstu hendi eftir að gista fangageymslur og hótað 16 ára fangelsi dragi ég ekki mótmæli mín til baka gegn því að Íslendingar flyttu vopn og hermenn til Írak. Ég fékk öll uppnefni nánast undir sólinni í fjölmiðlum, kallaður þorpsfíflið og þaðan af verra.
En ég er þrátt fyrir þetta þeirrar skoðunar að til að mótmæli eigi að vera friðsamleg, þótt þau auðvitað geti truflað smávegis daglega lífið og til að þau séu marktæk og áhrifarík eigum við að koma fram undir nafni og ekki hylja andlit okkar.
Réttlætið sigrar ávallt að lokum.
Ástþór Magnússon Wium, 2.1.2009 kl. 14:39
skil vel ad drekka þurfi í sig kjark til þora ad brjóta rúdurnar í Nornabúdinni. Eva væri vís ad leggja einhvern "sakleysislegan" galdur á gungurnar sem ódæðid frömdu !
Birna Guðmundsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.