22.12.2008 | 11:38
Kjaftasögurnar breiðast út með leifturhraða
Það hringdi í mig blaðamaður frá visir.is og í kjölfarið birtist grein undir fyrirsögninni: "Ástþór játar hvorki né neitar ábyrgð á hótunum".
Takið eftir hvað þetta er skemmtilega orðuð fyrirsögn hjá blaðamanni Baugs veldisins sem einnig eiga fjölda annarra fjölmiðla þar á meðal Fréttablaðið, Stöð2, Bylgjuna, DV (nú nýlega leppað fyrir Jón Ásgeir af Hreini Loftssyni) og svo ræsisrottu Íslenskra fjölmiðla DV-malefnin.com sem er samtvinnað í tölvukóda síðunnar vefnum DV.is. Hér má lesa ofangreinda umfjöllun visir.is.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Athugasemdir
"Ástþór játar hvorki né neitar ábyrgð á hótunum".
Þú ert bara farinn að haga þér eins og sannur stjórnmálamaður. Það sem þjóðini vantar eru skýr svör og þá á eignig við um þig. Ef þú ætlar að bjóða þig fram til forseta eða alþingis verður þú að koma hreinnt fram við þjóðina því nú er krafan að allt sé sýnilegt.
Offari, 22.12.2008 kl. 11:52
Þú ættir að lesa það sem ég sagði við visir.is áður en þú leggur dóm á þetta mál. Og eitt sem þú ættir að vita, að rangfarið er með í fréttinni á visir.is að IP talan á sorprit.com tengst forsetakosningum.is. Þú getur opnað dos command glugga í þinni eigin tölvu og þar slegið inn ping command svona: ping sorprit.com og ping forsetakosningar.is. Þá færðu um leið uppgefnar réttar IP tölur og sérð þá um leið með óyggjandi hætti að IP tölurnar tengjast ekkert.
Ástþór Magnússon Wium, 22.12.2008 kl. 12:05
Svaraðu nú Ástþór. Sakandi aðra um nafnlausar dylgjur! og staðinn að verki sjálfur. Hjalti kerfisfræðingur á heiður skilinn fyrir að fletta ofan af tvöföldu siðferði.
Svaraðu nú! Ekki sem spilltur pólítíkus heldur með jái eða neii!
Svo einfalt er það nú.
Sleggjan (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:45
Fyrirgefðu Ástþór ég gat ekkert lesið úr því sem þú skrifaðir um vísir hvort þú neitaðir eða játaðir. Ég sé hinsvegar núna að þú segir að farið sé með rangt mál í fréttini. Það hinsvegar segir mér ekkert hvort þú neitar eða játar.
Ólgan þjóðarinnar stafar af upplýsingarskort og kjaftasögum. Sjálur veit maður ekki hvort fjölmiðlar eða kjaftasögurnar eru trúverðulegri en eftir því sem meir og meir kemur í ljós virðast kjaftasögurnar vera duglegar að hitta í mark.
Meðan ekki er komið hreint fram magnast ólgan. Meðan ólgan grasserar ríkir ekki friður. Því þarf að byrja á því að drepa ólguna með því að koma hreint fram. Sannleikurinn getur verið sár og kostað embætti en það er ekkert embætti þess virði að hægt sé að fórna friðnum.
Sjálfur er ég ósáttur við núverandi forseta í þessari kreppu. Því hann hefur ekkert gert í því að ávinna sér traust til að geta leitt þjóðina. Ég hef ekki lesið allar þær svívirðingar sem þú færð á netmiðlun landsins en ég held að þær séu varla aðkallandi vandamál eins og staðan er í dag.
Þú sem stofnandi friðar 2000 ættir frekar að leggja þitt að mörkun við að leiða þessa þjóð í sátt og ní friði í þínu eigin landi, þá tel ég að orðljótu ólátabelgirnir hverfi.
Offari, 22.12.2008 kl. 13:46
Ég hef eytt hér út spam pósti frá nafnleysingja sem hefur skráð sig með email hjá hotmail undir nafninu ninjaninjason og skrifar undir dulnefninu ninja. Hann hefur verið hér með ítrekuðum póstum að éta upp ruglið úr DV í dag, en á baksíðu blaðsins er fullyrt að IP tala vefsins sorprit.com tengist IP tölunni á forsetakosningar.is. Þetta er ekki rétt, DV fer rangt með þetta eins og margt annað. Duglegir að jarða sig í eigin lygaskít þessir sorpritstjórar á DV!
Ástþór Magnússon Wium, 22.12.2008 kl. 15:45
Það er 'lygaskítur' (svo ég noti þitt eigið orðalag) að ég noti email hjá hotmail - póstfangið mitt er þvert á móti ninjaninjuson@gmail.com. Með því var ég að senda póst á postur@lydveldi.is. Mæli með því að þú kíkir á hann fyrst þú hefur ekki þann manndóm til að bera að svara mér hér á blogginu þínu.
Svo ítreka ég fyrri spurningu, sem Sleggjan hefur endurtekið. Stendur þú að síðunni sorprit.com. Já eða nei?
Hananú - vonandi þykir þér stætt á því að birta lesendum þínum þessa athugasemd.
Ninja (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:05
Ég hef svarað þessu nú ítrekað að þetta rugl í DV um IP tölu tengingar á ekki við rök að styðjast. Þetta hlýtur að vera einhversskonar jólabrandari hjá þeim enda birt á slíkum stað á baksíðunni með mynd af mér, rétt eins og um jólakveðju sé að ræða. Þetta er allavegana bráðfyndið rétt eins og síðasti Spaugstofuþáttur, nema auðvitað lygin í DV og birting án þess að kanna áreiðanlegar heimildir er grafalvarlegt mál.
Annars er nú á mörkunum að ég nenni að svara nafnleysingjum sem kalla sig ninjaninjason og fyrir mér er hotmail og gmail sama skotgrafar tóbakið. Mitt email er ekki postur-hja-lydveldi.is heldur thor-hja-lydveldi.is. Annars er mjög líklegt ef þú ert að senda undir svona nafni sem augljóslega er tilbúningur þá fari sá póstur aldrei í gegnum spamsíurnar á servernum okkar og ólíklegt að hann komist til skila. En þú gætir reynt að nota þitt rétta email hér heima og þá er ég viss um að pósturinn kemst á leiðarenda.
Ástþór Magnússon Wium, 22.12.2008 kl. 16:21
Þú hefur harma að hefna gagnvart DV sem fjölluðu um þig á sínum tíma í blaðinu.
Ertu ekki bar að hefna þín á blaðinu???
Kæmi mér ekki á óvart.
ThoR-E, 22.12.2008 kl. 17:14
Það er eðlilegt að þú og margir aðrir álítið það, því víst er að fáir einstaklinga hafa lent jafn illa í einelti DV og ég og mín fjölskylda. En þetta rugl á baksíðu DV með að IP tölur á sorprit.com og forsetakosningar.is tengist stemmir bara ekki. Það virðist vera einhversskonar jólabrandari í DV lygasagan sú sem þeir hafa birt með sínum hætti, án þess að kanna áreiðanlegar heimildir fyrir slúðrinu!
Ástþór Magnússon Wium, 22.12.2008 kl. 18:53
Stendur þú að síðunni sorprit.com – já eða nei.
Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 19:20
Hér fer Ástþór undan í flæmingi og vill greinilega ekki svara af né á. Ég er ekki nafnleysingi og ég vil fá að vita hver þín svör eru.
Hvernig stendur á því að lénin
forsetakosningar.is
sorprit.com
althing.info
birthdaylottery.org
birthdaylotto.net
birthdaylotto.org
earthchild.net
handmadeiceland.com
officeportal.net
peace2000.org
peacecall.org
peacetraust.net
peacetv.net
pulsinn.com
voru öll í gær á IP tölunni 213.181.100.145
Þetta má allt skoða inn á heimasíðu minni sveinni.blog.is
Þar er screenshot af domaintools eins þetta leit út í gær. Greinilegt er að búið er að hreinsa heldur betur til í dag og færa lénin.
Nú skalt þú svara UNDANBRAGÐALAUST! Að öðrum kosti ertu bara það sem ég held; Vil ekki einu sinni nefna það en væntanlega vita allir við hvað ég á.
Sveinn Ingi Lýðsson, 22.12.2008 kl. 20:36
Eg profaði að pinga þetta og þessi ip tala kom reyndar upp þegar ég sló inn Sorprit.com "69.64.145.229" kannast einhver við þessa tölu??
Jónas Jónasson, 22.12.2008 kl. 21:40
Þú lofaðir að leggja 1 milljón inn á reikning til styrktar þeim sem standa að baki sorprit.com hér í öðrum þræði hjá þér.
Nú vil ég bjóða þér að leggja1 milljón inn á reikning minn og ég skal koma honum til skila, ef rétt reynist að þú sért einn af aðstandendum síðunnar mun féð leggjast inn á eitthver góðgerðarsamtök t.d mæðrastyrksnefnd.
Ég kem undir nafni og því auðvelt að sjá til þess að peningunum verði ekki komið undan.
Gerum þetta í hádeginu á aðfangadag.
S. Lúther Gestsson, 22.12.2008 kl. 21:43
Heill og sæll Sveinn Ingi Lýðsson. Gott að sjá að einhver kemur loks fram undir nafni. Kannski ádeilan mín að undanförnu og kærurnar til lögreglunnar á nafnlausu rotturnar á DV-malefnin.com sé að bera árangur? Kannski að Gróurnar þar séu að svælast úr ræsum sínum við alla umræðuna um þetta nafnleysi undanfarna daga? Allavegana kom góð frétt frá Morgunblaðinu í dag um að þeir loki á nafnlausu rotturnar eftir áramótin og það er viss sigur.
En Sveinn, varðandi þetta IP tölu mál, eigum við ekki bara að halda okkur við staðreyndir hvað það varðar? Þú ferð einfaldlega með rangt mál hér að ofan. Hinn ágæti vefur sorprit.com er alls ekki á þessari IP tölu sem þú nefnir í þinni athugasemd og hann var þar heldur ekki í gær. Það er STAÐREYND MÁLSINS! UMRÆDDUR VEFUR VAR EKKI FLUTTUR ÞAÐAN Í DAG OG VAR ÞAR EKKI Í GÆR, EKKI Í FYRRADAG OG HELDUR EKKI DAGINN ÞARÁÐUR EÐA DAGINN ÞARÁÐUR.....!!!
En þetta mál verður sífellt sprenghlægilegra. Gott að það sé verið að velgja DV mönnum undir uggum og þar sé að hitna í kolunum. Þeir hafa svo sannarlega unnið fyrir því með hátterni sínu undanfarin ár. Þær eru ótaldar fjölskyldurnar og fyrirtækin sem svíður undan rógburðinum, lygunum og ærumeiðingunum sem DV hefur borið á hér á torg.
Þú ert kannski einn af þessum huldumönnum bakvið tjöldin hjá DV? Varstu að æfa þig í photoshop? Ert þú með í þessu jólagríni?
Hinsvegar hljóta jólasprellarnir bakvið sorprit.com að ætla sér að koma fram í dagsljósið þegar fram líða stundir því það kemur fram á sorprit.com síðunni að keyra eigi í gang markaðsherferð gegn DV og auglýsendum DV m.a. í fjölmiðlum. Einhverjir hljóta þá að þurfa að koma fram í dagsljósið og borga fyrir þær auglýsingar.
Ástþór Magnússon Wium, 22.12.2008 kl. 22:20
Vildi að það væri gengið svona hart á eftir svörum stjórnmála og eftirlitsstofnanamönnum okkar...
Af hverju er í lagi að þeir víki sér stanslaust undan öllum spurningum?
Hvort Ástþór er ábyrgur fyrir þessu léni eða ekki finnst mér smámál. Notið eldmóð ykkar til að elta uppi þá sem hafa unnið þjóðinni tjón.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.