Viðhorf forseta stolnar fjaðrir?

Í Morgunblaðinu gerir Guðjón Friðriksson grein fyrir "lofræðu" sinni um forseta íslands í nýútkominni bók. Þar segir Guðjón: "ég var fyrst og fremst að leita eftir viðhorfum forsetans sjálfs til embættis hans og embættisgjörða. ...Ef ég hefði ætlað að skrifa öðruvísi bók hefði ég hvorki fengið samvinnu og viðtöl við forsetann né heldur aðgang að skjölum hans". 

Samkvæmt grein Guðjóns eins og ég skil hann, þá er það forsetinn sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson sem barði sér á brjóst og sagðist hafa "tekið að brjósti sér kjörorð mitt í forsetakosningum og „Virkjað Bessastaði“." 

Ég lýsi eftir afsökunarbeiðni frá þessum mönnum, sem hafa með innistæðulausum lofsöng og rugli í "Bók um forseta" nauðgað mínum kjörorðum og baráttumálum með grófum hætti. Sjá grein úr Fréttablaðinu 21.12.08.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband