Jónína Ben og Framsóknarflokkurinn

Það er áhugaverð hugmynd hjá Jónínu Ben að ganga í Framsóknarflokkinn ogsækjast þar eftir að komast í forystusveit til að breyta þessu spilltastagreini landsins eins og ég hef löngum kallað þetta flokksskrípi.

Égreyndi þetta fyrir nokkrum árum sjálfur, en þegar forkólfar Framsóknarflokksins fréttu af því aðég væri kominn með rúmlega 2000 manns sem ætluðu að ganga með mér íflokkinn til að vinna Finn Ingólfsson í varaformannsskjöri, þá lokuðuþeir fyrirvaralaust fyrir nýskráningar og við komumst hvergi.

Aðrir,m.a. framsóknarkonur á Útvarpi Sögu, hafa talað opinberlega um reynslusína af atkvæðum sem "gleymdust" í skókössum í mikilvægum "kosningum"innan Framsóknarflokksins.

Einn kunningi minn segirFramsóknarmenn með "rottueðli" (eftir honum haft orðrétt), og að ekki séhægt að breyta slíku eðli, rottur sæki ávallt í ræsið og þannig hafiþað verið í þúsundir ára. Umræddur kunningi minn óttast aðflokkseigendafélagi Framsóknar takist að spilla góðum áformum Jónínu Ben ástuttum tíma og hún verði fljótlega orðin samhljómaframsóknarpillingunni.

Ég vona svo sannarlega að ofangreindurvinur minn hafi rangt fyrir sér, og að Jónína Ben geti rekið spillingaröflin ádyr hjá Framsóknarflokknum. En hvernig ætlar hún að koma þeim úrflokknum? Henda þeim út á götu af fundum Framsóknar eins og mér varvarpað á dyr hjá Opnum borgarafundi?

ATH: Ég birti þetta fyrst sem athugasemd við þessa grein á bloggi Jónínu Ben.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband