Lögreglukæra og beiðni um álit frá Blaðamannafélagi Íslands

Undirritaður hefur kært til Lögreglustjórans í Reykjavík yfir 60 ærumeiðingar, upplognar sakir og ofbeldishótanir gegn undirrituðum sem birst hafa á DV vefnum malefnin.com.

Á umræddum vef eru 36,200 innslög um persónu undirritaðs, fleiri þúsund þeirra innihalda ærumeiðingar er varða við almenn hegningarlög. Um skipulagt einelti virðist að ræða sem birt er þarna opinberlega undir nafnleynd. Fram kemur á malefnin.com að sumir notendur þar eru með allt að 100 ritnöfn og er því hugsanlegt að örfáir einstaklingar standi að þeim þúsundum níðskrifa sem þarna hafa birst um undirritaðann.

Vefurinn malefnin.com er merktur dagblaðinu DV. Undirritaður hefur spurst fyrir um hver haldi út þessum vef og fengið þær upplýsingar m.a. frá ráðherra í ríkisstjórn Íslands að DV standi að vefnum.

Í þessu sambandi er óskað álits blaðamannafélags Íslands á eftirfarandi:

1. Er það eðlilegt að fjölmiðill eins og DV haldi úti vef þar sem ærumeiðandi ummælum, upplognum sökum og ofbeldishótunum er dreift undir dulnefni?

2. Samræmist það lögum og reglum að skrifaðar séu greinar og birt opinberlega undir dulnefni á vefsvæði sem upplýsir hvorki um höfunda né ábyrgðarmenn.

3. Hvað finnst B.Í. um þetta sjónarmið þeirra sem stjórna malefnin.com: „Mikið hefur verið rætt og ritað um nafnleysi stjórnenda hér á þessu spjallsvæði og sitt sýnst hverjum. Hér eru langflestir undir dulnefni, ekki endilega af því að þeir hafi eitthvað að fela heldur er fólk berskjaldaðri gagnvart klikkuðu fólki á internetinu sem gæti tekið upp á því að færa samskiptin yfir í raunheima. Slíkt er ekkert grin enda mörg dæmi um afar "óvinsamlegt" fólk hér, fólk sem vílar ekki fyrir sér ofbeldi eða ofsóknir án þess að ég nefni nein nöfn. Hinn venjulegi notandi hér sér ekki helminginn af því sem hér er gert

4. Hvað finnst B.Í. um að þessum vef sé haldið úti áfram með 36,200 innslög sem innihalda fleiri þúsund ærumeiðingar um einstaka persónu?

5. Mun B.Í. beita sér fyrir því að vefnum malefnin.com verði lokað. Ef ekki þá hversvegna?

Undirritaður vill árétta að hann er fylgandi opinni og gagnrýnni þjóðfélagsumræðu sem sett er fram með málefnalegum og ábyrgum hætti.

Hinsvegar er fjölmiðilinn DV malefnin.com lýsandi dæmi um það þegar tjáningarfrelsið hefur snúist upp í andhverfu sína vegna misnotkunar. Hér er hugsanlega um örfáa einstaklinga að ræða sem misnota kerfið m.a. með þvi að stofna fjölda notendanefna og leggja síðan einstaklinga og málefni í einelti til að skekkja umræðuna. Þetta hefur verið greinilegt á malefnin.com t.d. í aðdraganda forsetakosninga.

Þessvegna er það nauðsynlegt til að tryggja opið og lýðræðislegt þjóðfélag hér að vefnum malefnin.com verði umsvifalaust lokað. Ekkert er að því að opna malefnin.com síðan aftur eftir að lagfærðir hafa verið þeir ágallar sem hér hefur verið rakið óski notendur malefnin.com að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni með greinum og innslögum undir eigin nafni og sem birt er með ábyrgum hætti í samræmi við lög og reglur.

Kæra til Lögreglunnar. Beiðni um rannsókn á því hverjir bera ábyrgð á ærumeiðingum og ofbeldishótunum á malefnin.com.
KRAFIST AÐ VEFNUM VERÐI LOKAÐ

Í gær afhenti undirritaður ritara Lögreglustjórans í Reykjavík kæru vegna ólögmætar starfsemi vefsins malefnin.com og kærð 34 ærumeiðandi ummæli og upplognar sakir.

Undirritaður hafði einnig í gær samband við Guðmund Inga Hjartarson framkvæmdastjóra fyrirtækisins Netheimur ehf, Sóltúni 26, 105 Reykjavík, og krafðist þess að hann lokaði vefnum. Guðmundur sagðist ekkert hafa með þennan vef að gera þótt hann væri hýstur hjá hans fyrirtæki. Hann benti á Ásthildi Cesil Þórðardóttur, garðyrkjukonu á Ísafirði sem stjórnanda vefsins.

Á vefnum malefnin.com eru ekki gefnir upp neinir ábyrgðarmenn og þar sagt „við viljum vernda fjölskyldur okkar og okkur sjálf fyrir Málefnalífinu alveg eins og þið hin.”

Á innslagi sem birt var í gær á malefnin.com (Fskj. 2.1.) og öðru innslagi sem Ásthildur birti á bloggsíðunni lydveldi.blog.is í morgun (Fskj.1.1.) má ætla að eigandi vefsins sé Guðmundur Ingi Hjartarsson sem ekki vildi gangast við þessu er undirritaður ræddi við hann. Vefurinn malefnin.com er hinsvegar merktur bak og fyrir með vörumerki DV (Fskj. 23) og talað um það m.a. af ráðherra í ríkisstjórn Íslands, að vefurinn sé í eigu DV.

Þar sem eigendur, ábyrgðarmenn og höfundar vefsins malefnin.com virðast ætla að halda áfram þeim leik að fela sig á bakvið leppa og nafnleysingja, er nauðsynlegt að lögreglan rannsaki þetta mál án tafar. Einnig er þess krafist að vefnum malefnin.com verði umsvifalaust lokað enda eru þarna á ferðinni alvarleg lögbrot.

Innslög um á malefnin.com um persónu undirritaðs eru 36,200 talsins! Þúsundir þeirra innihalda ærumeiðandi, móðgandi og upplogin ummæli um undirritaðann. Skrif þessi varða við almenn hegningarlög nr. 19/1940. Sjá XXV. Kafla Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, greinar: 234, 235, 236, 237.

Ítrekuð er kæra 34 ummæla sem lögreglunni var sent með símbréfi 15.12.2008 og sem afhent var í frumriti ritara Lögreglustjórnas í Reykjavík í gær.

Í dag, 17.12.2008 eru til viðbótar eftirfarandi 31 ummæli og ofbeldishótanir kært:

Fskj. 3.1 : Málið snýst um hvort fólk vill leggja nafn sitt við meðmæli með þessu
vitfirringi.
Fskj. 4.1 : Já hann er eins og hvert annað hræ sem liggur í haganum, svona líkt og af
pestarrollu sem hefur drepist.
Fskj. 4.2 : ræfill
Fskj. 5.1 : vitleysingurinn
Fskj. 5.2 : ekkert annað en athlægi í augum íslendinga
Fskj. 6.1 : snarklikkaður
Fskj. 6.2 : innilega heimskur
Fskj. 6.3 : Sér nú hvert fíflið
Fskj. 6.4 : Athlægi þjóðar fyrir fávitaháttinn
Fskj. 7.1 : þú hefur marg sýnt og sannað að þér er ekki treystandi á nokkurn hátt
Fskj. 7.2 : ansi oft hefur þú sannað að þú ert gjörsamlega óhæfur til að sinna opinberum
embættum
Fskj. 7.3 : alger rugludallur
Fskj. 8.1 : Í innslagi settar fram órökstuddar dylgjur um óheiðarleika við happdrætti
Fskj. 9.1 : Í innslagi settar fram enn frekari dylgjur sem eiga ekki við rök að styðjast um
lögbrot eða óheiðarleika við happdrætti
Fskj. 10.1: Ástþór er þjófur. Punktur.
Fskj. 10.2: Hann tekur og stelur því sem er hendi næst.
Fskj. 11.1: hann er ekki heill á geði
Fskj. 12.1: fíbl eins og Ástþór ... sá maður mundi nauðga neitunarvaldinu
Fskj. 13.1: Innslag tilvísun í Lýðræðishreyfinguna. Kjörorðið er: Tómatsósa fyrir alla!
Fskj. 14.1: Maðurinn er siðlaus framapotari sem svífst einskis
Fskj. 14.2: Dylgjur um óheiðarleika/lögbrot við happdrætti: Hann sagði að bíllinn hafi
týnst en síðan fluttu fjölmiðlar ekki meira af því máli sem ég best man.
Fskj. 15.1: Lemur allt og alla
Fskj. 15.2: Fólk hvatt til ofbeldis gegn Ástþóri: „Ég held að fólk sem á egg sem komin
eru fram yfir síðasta neyzludag ætti að huga að senda Ástþóri kveðju“
Fskj. 16.1: Skrípi
Fskj. 17.1: Fólk hvatt til ofbeldis gegn Ástþóri: „Ástþór Magnússon er athyglissjúkur
loddari sem gæti gjöreyðilagt ímynd mæðrastyrksnefndar með því einu að troða sér í
forsvar fyrir hana. Það skipti engu máli hverskyns félags eða skipulagsstarfsemi ég væri
með, ef Ástþór ræki inn trýið fengi hann stól í andlitið.“
Fskj. 18.1: Þjófurinn sjálfur
Fskj. 18.2: Róni og ræfill ertu í mínum huga. Þjófur líka
Fskj. 18.3: Þú stelur hverju sem þér dettur í hug
Fskj. 18.4: auðvitað ert þú pirraður, búinn að svíkja og stela...sem sagt þjófur
Fskj. 19.1: Hvatt til ofbeldis gegn Ástþóri: „Þetta gerir bara ekkert til ef það er Ástþór
Magnússon sem á í hlut. Ef hann væri afklæddur og hellt yfir hann tjöru og fiðri og hann
síðan teymdur á hálsbandi um götur bæjarins, myndi það bara gleðja margann manninn
og þar á meðal Mikka-Ref“
Fskj. 20.1: „áras á persónu og heiðri“ Ástþórs? Hvaða heiður hefur þessi maður að verja?
Fskj. 20.2: Það er út í hött að hvaða kleppari sem er geti neytt þjóðina út í kosningar
Fskj. 21.1: Það vita allir að Ástþór er rugludallur

Lesa fyrri kæru hér

Eins og áður er rakið starfar vefurinn malefnin.com starfar undir algerri nafnleynd og skýringar stjórnenda (Fskj. 23) eru eftirfarandi:
Mikið hefur verið rætt og ritað um nafnleysi stjórnenda hér á þessu spjallsvæði og sitt sýnst hverjum. Hér eru langflestir undir dulnefni, ekki endilega af því að þeir hafi eitthvað að fela heldur er fólk berskjaldaðri gagnvart klikkuðu fólki á internetinu sem gæti tekið upp á því að færa samskiptin yfir í raunheima. Slíkt er ekkert grín enda mörg dæmi um afar "óvinsamlegt" fólk hér, fólk sem vílar ekki fyrir sér ofbeldi eða ofsóknir án þess að ég nefni nein nöfn. Hinn venjulegi notandi hér sér ekki
helminginn af því sem hér er gert.

Í kæru þessari eru gefin fleiri dæmi um hvatningar til ofbeldis gegn undirrituðum birt á vefnum malefnin.com. Þessar ofbeldis hvatningar eru birtar þar opinberlega en undir dulnefni. Ef marka má orð stjórnenda vefsins er raunveruleg hætta á því að fólkið sem þarna skrifar undir dulnefni beiti fyrir sér ofbeldi.

Það kemur fram í innslagi á malefnin.com (Fskj. 22) að sumir notendur eru með allt að 100 notendanöfn. Því er ekki útilokað að hið margra ára einelti og ofbeldishvatningarnar gegn undirrituðum sé birt þarna af sama aðilanum.

Kæra þessi á að ná til allra þeirra, sem með ólögmætum hætti halda úti þessari vefsíðu og skrifa á henni undir dulnefni ærumeiðandi ummæli svo og þeir sem hýsa þessa síðu og eiga þannig hlutdeild í þessum ólögmæta og refsiverða verknaði.

Fylgiskjöl með fyrri kæru dagsett 15.12.08 innhalda upplýsingar um skráningu vefsins.

Sýslumaðurinn á Ísafirði: Beiðni um rannsókn

Undirritaður hefur kært til Lögreglustjórans í Reykjavík yfir 60 ærumeiðingar, upplognar sakir og ofbeldishótanir gegn undirrituðum sem birst hafa á vefnum malefnin.com.

Á umræddum vef eru 36,200 innslög um persónu undirritaðs, fleiri þúsund þeirra innihalda ærumeiðingar er varða við almenn hegningarlög. Um skipulagt einelti virðist að ræða sem birt er þarna opinberlega undir nafnleynd. Fram kemur á malefnin.com að sumir notendur þar eru með allt að 100 ritnöfn og er því hugsanlegt að örfáir einstaklingar standi að þeim þúsundum níðskrifa sem þarna hafa birst um undirritaðann.

Á bloggsíðunni http://lydveldi.is birtist í gær yfirlýsing skrifað undir nafninu Ásthildur Cesil Þórðardótir en hún er sögð vera garðyrkjustjóri á Ísafirði. Þarna segir m.a.: ”Nú er það svo, að ég ber ábyrgð á Málefnunum.com, með mér eru svo 7 aðrir stjórnendur”

Hinsvegar er nafn Ásthildar Cecil Þórðardóttur hvergi að finna á vefnum malefnin.com eða í opinberum skrám um aðstandendur vefsins. Sjá nánar um þetta á meðfylgjandi kærum sem undirritaður hefur sent til Lögreglustjórans í Reykjavík.

Þess er farið á leit við Sýslumanninn á Ísafirði að hann hafi uppá og yfirheyri Ásthildi Cesil Þórðardóttur sé það rétt að hún sé búsett á Ísafirði, og fái frá henni staðfestingu á því að það sé hún sem beri ábyrgð á öllu efni vefsins malefnin.com. Þetta eru nauðsynlegar upplýsingar vegna undirbúnings málsóknar og skaðabótakröfu.

Nýleg samskipti Ástþórs Magnússon og Reynis Traustasonar:

Hljóðupptaka - Skítlegt eðli sorpritstjórans afhjúpað. Hér er greinin um upptökuna

 


mbl.is Sinnum okkar skyldum við lesendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að Þvi aðvera kallaður rugludallur

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Benóný, þessi mál voru rædd í útvarpsþætti á Sögu í morgun. Hér er innlegg um þáttinn og linkur til að hlusta: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/748525/

Ástþór Magnússon Wium, 18.12.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband