13.12.2008 | 02:27
Sorpfréttastofa DV afhjúpuð
Reynir Traustason ritstjóri DV sagði í viðtali á Bylgjunni í gær 12.12.08 blaðið ekkert til þess unnið að hafa ekki trúverðugleika. Er ekki í lagi með manninn?
Sorpritið DV hefur með sinni dæmalausu lygaþvælum og uppspuna árum saman stundað mannorðsmorð með upploginni þvælu enda hafa dómar þar sem ummæli eru dæmd dauð og ómerk verið felldir nánast á færibandi gegn DV í Héraðdsdómi Reykjavíkur að undanförnu. Hyskið á DV með Jónas Kristjánsson læriföður sinn í farabroddi gekk meira segja svo langt að eitt fórnarlamba DV framdi sjálfsmorð. Þá missti þjóðin að sjálfsögðu gersamlega trú á þessum sorpblaðamönnum og Jónas hrökklaðist frá blaðinu í kjölfarið og skrifar nú skítinn á vefsíðu sína sem fáir nenna að lesa.
Við hlustun á viðtalið við DV ritstjórann sprakk ég úr samblandi af reiði og hlátri að hlusta á fáranlegan hvíttþvottinn á Bylgjunni. Á hvaða bylgjulengd er þessi ritstjóri? Hvar býr hann, á tunglinu? Er Reynir Traustason gersamlega búinn að tapa vitglórunni? Hvernig dettur honum í hug að fara með þá staðlausu stafi að DV hafi ekkert unnið til að glata trúverðugleika sínum?
Sorpblaðamenn DV hafa árum saman spunnið eigin lygasögur og tekið fagnandi hvaða endemis lygaþvælu sem er eftir hvaða rugludöllum sem er. Yfirleitt hefur nægt að birta lygasögur á vefsíðu eða bara hringja í númer DV, opið allan sólarhringinn fyrir allsgáða sem og blindfulla vitleysinga, og þar var þeim leyft að lepja inná símsvara hvaða lygaþvælu sem rugludöllunum datt í hug til að koma frá sínum sjúkum huga upplognum sökum á náungann sem sorpritið DV birti síðan sem dyggur þjónn slúðurþvælunnar án þess einu sinni að hafa fyrir því að kanna sannleiksgildið.
Starfsemi DV hefur ekkert breyst. Þetta er sama sorpritið og áður. Það eru sömu "rónarnir" eins og Reynir Traustason kallaði sjálfan sig og samstarfsmenn sína í símtali við mig. Ég skora á þig að hlusta á þetta samtal frá 26.11.08 sem sýnir og sannar með ótvíræðum hætti að ekkert hefur breyst á sorpfréttastofunni DV. Hlusta hér
Aðrar greinar um DV málið:
Lærisveinn Hreins Loftssonar
DV hvetur til ofbeldis gegn alþingismönnum
Kjaftasögurnar breiðast út með leifturhraða
Hringur þrengist um ritsóðana
Rógburður DV-malefnin heldur áfram. Kæra 3 til lögreglunnar
"Þorpsfíflið" Gunnar Smári Egilsson
DV = Shallow Throat?
Nafnlausir "harðjaxlar"!
DV hleypur í felur
Mótmælendur: Lokið DV og krefjist sannleikans!
Lögreglukæra og beiðni um álit frá Blaðamannafélagi Íslands
Sannleikann á borðið!
Afhjúpun hér: Bessastaðadraugurinn fundinn!
Sendum sorpritstjórann á Litla Hraun
DV sorpið - Hér annað samtal og lögreglukæra
Geðhvarfasjúkir nafnleysingjar undir hatti DV
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.12.2008 kl. 00:05 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála að því leyti að DV var óvandað slúðurblað en ég hélt að Reynir hafi reynt að bæta orðsporið. Ég á erfitt með að trúa einhverju slæmu um hann.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 07:39
Ertu búinn að hlusta á símtalið? Reynir skýrir þar frá því að hann vann þarna áður og innhald samtalsins staðfestir með ótvíræðum hætti að ekkert hefur breyst hjá DV. Sama dómgreindarleysið og sjúklegu vinnubrögðin og áður. Sama sorpritamennskan.
Ástþór Magnússon Wium, 13.12.2008 kl. 08:39
Það er nefnilega málið. Mér hefur ekki tekist að hlusta á símtalið ennþá. Kem heim á eftir og prófa þá mína eigin tölvu.
Það eru farnar að heyrast raddir um það að besta rannsóknarblaðamennskan sé á blogginu.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 08:51
Af hverju er ekki hægt að hlusta á þetta símtal?
Dunni, 13.12.2008 kl. 12:16
Líklegast alltof mikið álag á vefþjóninn. Það virðast fleiri hundruð manns vera að hlusa á þetta. Hér er annar linkur sem þú getur prófað:
http://www.soundlantern.com/UpdatedSoundPage.do?ToId=24355
Ástþór Magnússon Wium, 13.12.2008 kl. 14:25
Mér fannst nú bara þú vera að ögra manninum í þessu símtali, ekkert annað
Guðborg Eyjólfsdóttir, 13.12.2008 kl. 22:58
Reynir Trausta var þarna að bjóða þér að koma fram í blaðinu og segja þína sögu til þess að leiðrétta það sem áður hafði komið fram.
Algjör barnaskapur að vera að ögra svona fólki og bara hóta að kæra í staðinn fyrir að koma bara fram í blaðinu og leiðrétta það sem fram hefur komið. Bæði fréttastofa ríkisútvarpsins og fréttastofa stöðvar tvö þurfa oft að leiðrétta eitthvað sem misferst þar.
Kannski vissi fréttastofa dv né þessi bloggari um að þetta væri svona default útlit á kerfinu og taldi þess vegna að þú hafir afritað annan vef og notað kerfi í leyfisleysi. Af hverju ekki að koma þá bara fram og segja frá því að þetta sé útlit sem fylgdi vefumsjónarkerfinu og leiðrétta þetta.
Mjög auðvelt fyrir bæði fréttastofur og líka bloggara að sjá ekki muninn.
Mér finnst bara fíflagangur að þú hafir hótað því að kæra menn sem kannski vissu ekki að þetta væri bara útlit sem fylgir, þér var gefinn kostur á því að leiðrétta það en því hafnaðirðu og hótaðir að kæra.. Jú þetta var hótun.
Þeir vissu bara ekki betur og gáfu þér kost á því að leiðrétta það... En þig langar ekkert að leiðrétta það heldur bara kæra :)
Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, 14.12.2008 kl. 05:44
Þetta er nákvæmlega sorpblaðamennskan hjá DV sem ég er að lýsa. Þeir slá upp lygasögunni, og hafa gert það margsinnis hvað mig varðar, undanfarinn áratug, m.a. með stríðsletri á forsíðu blaðsins, birt síðan myndir af þeirri forsíðu í öðrum fjölmiðlum eða risaplakötum í Bónus verslunum og selja út á þetta blaðið. Selja út á lygar og rógburð. Selja út á staðlausa stafi jafnvel úr drafandi fullum vitleysingum sem hringja í einhversskonar fréttavaktsímsvara DV um miðja nótt. Hversvegna ætti ég eða aðrir að taka þátt í þessum leik með DV og leggjast í það ræsið að svara einhverju skítkasti eða upplognu rugli sem enginn ábyrgur fjölmiðill myndi birta. Hversvegna kanna þeir ekki sannleiksgildið áður en þeir birta sorann. Svarið við því er að DV er ekki fjölmiðill heldur skítlegt sorprit stýrt af vitleysingum sem hafa tamið sér þau ámælisverðu vinnubrögð að bera á torg og flytja upploginn rógburð rugludalla svo lengi sem þeim tekst með leiknum að selja eintök af ruslpósti sínum í blaðinu DV.
Ástþór Magnússon Wium, 14.12.2008 kl. 08:52
Ástþór, ég er þér sammála í að það eru léleg vinnubrögð hjá DV að kanna ekki sannleiksgildið. Það segir kannski bara meira um þá. Það að þú skulir samt fara í sama barnaleikinn gerir þig ekki að stærri manni.
Hvar er friðarboðinn ? Hvað með fyrirgefninguna ??? Ertu ekki búinn að fá verðlaun frá grískri kirkjuni ??? Fyrir hvað leyfist mér að spyrja ???
Með því að hóta manninum trekk í trekk ertu ekki að gera neitt annað en að reyna að æsa hann til að svara þér einhverju á móti og hóta manninum. Jafnframt brýturu lög með því að hljóðrita samtalið án þess að láta hann vita!
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 17:40
Arnar, friður getur ekki hlotnast hér né annarsstaðar með misnotkun á tjáningarfrelsinu. Til þess að raunverulegur friður geti skapast þarf að skapa grundvöll fyrir virkt lýðræði. Til þess þarf að umgangast tjáningarfrelsið af vissri nærgætni sem hefur svo sannarlega misfarist hjá DV. Gegn mér hafa þeir birt fleiri tugi ærumeiðinga og upplognar sakir á undanförnum árum. Að mestu hef ég þagað, en nú er tíminn kominn til að við rífum upp þetta illgresi í okkar þjóðfélagi og byggjum nýtt og betra Ísland.
Ég er ekki að hóta manninum öðru en að láta dómara skera úr um málið ef hann ætlar að halda því til streitu að birta áfram upplognar sakir á mína persónu. Það hlýtur að vera réttur hvers og eins að nota lögin sem sett hafa verið gegn slíku til að vernda sitt mannorð og fjölskyldu.
Ég braut engin lög með hljóðritun á þessu samtali. Samtalið var hljóðritað erlendis með fullkomlega lögformlegum hætti.
Ástþór Magnússon Wium, 16.12.2008 kl. 21:57
Jæja, það er ágætt að vita til þess að þú vitir upp á þig skömmina og passir að gera það ekki hérlendis.
En sem íslenskur ríkisþegn og maður sem sækist eftir embætti forseta þætti þér ekki nær að virða íslensk lög að vettugi ?
Auk þess mætti spurja þig hvað það hefði þurft að kyla Ghandi oft til að hann myndi kýla til baka ??? Þú ættir nú að vita það hefuru ekki fengið ghandi verðlaun líka ?
Þú ert með því að hóta honum málssóknum og leiðindum að setja þig á nákvæmlega sama plan og þessir menn. Sem gerir þig nákvæmlega ENGU betri.
En ég ætla samt ekki að standa hérna og predika yfir þér villur þíns eigin vegar þú verður bara að fá að átta þig á því sjálfur. Þínvegna vona ég að þú gerir það sem fyrst.
Megi guð bara vera með þér og gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 01:16
Ég opnaði biblíuna mína, það sem stóð var þetta.
Rómverjabréfið 9:30-32
30Hvað skal um þetta segja? Heiðingjarnir, sem sóttust ekki eftir réttlæti, hafa öðlast réttlæti - réttlæti af trú. 31En Ísraelsmenn, sem lögðu sig eftir lögmáli er veitt gæti réttlæti, náðu því ekki. 32Hvers vegna? Af því að þeir ætluðu sér að réttlætast með verkum, ekki af trú. Þeir hnutu um ásteytingarsteininn
Þetta er nákvæmlega sami hluturinn og á við um þig núna, þú villt sækja á þá eftir lögunum en ekki eftir því sem guðs trú myndi segja þér að gera!
Þú ert að setja þig á sama stall og Reynir og ert engu skárri fyrir vikið!
Guð sér sjálfur um að dæma og koma þeim sem ranglátir eru um koll. Sérð bara hvað Reynir er að ganga í gegnum núna. Hans eigin fréttamaður er að fara gegn honum! Og fyrir vikið mun orðspor DV bíða mikin hnekk og blaðið jafnvel líða útaf.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 02:00
Gandhi var einnig nokkuð harður í horn að taka í sinni baráttu. Ég hef aldrei "kýlt" einn einasta mann á ævinni.
Ég hef notað friðsamlegar leiðir í minni baráttu. Þegar á þér er brotið getur verið nauðsynlegt að nota þjónustu dómstólanna, til þess eru þeir og þeir eru friðsamlega leiðin til að leita réttar síns.
Starfsemi DV í óbreyttri mynd á ekki rétt á sér. Minni þig á að tveir fyrrum ritstjórar hrökkluðust frá DV eftir að einstaklingur í litlu bæjarfélagi sem borinn var sökum sem ekki var búið að sanna eða dæma hann fyrir framdi sjálfsmorð eftir aðför þeirra að honum.
Ástþór Magnússon Wium, 17.12.2008 kl. 03:24
Ég veit fullvel hvaða dæmi þú ert að tala um Ástþór. Lestu samt bara áfram ef þú flettir í Rómverjabréfið.
Róm 10:2-3
2Það ber ég þeim að þeir eru heitir í trú sinni á Guð en skortir réttan skilning. 3Þeir þekkja ekki réttlætið, sem Guð gefur, og reyna því að ávinna sér réttlæti sjálfir. Því hafa þeir ekki gefið sig á vald réttlætinu frá Guði.
Róm 12:21
21Lát ekki hið illa sigra þig en sigra þú illt með góðu.
Róm 15:18
18Ekki skal ég dirfast að nefna annað en það sem Jesús Kristur hefur unnið með mér til þess að leiða heiðingja til hlýðni. Til þess hefur hann styrkt mig til orða og verka
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.