Lýðræðishreyfingin boðar byltingu í Íslenskum stjórnmálum

Lýðræðishreyfingin sem ég ásamt fleirum árið 1998 mun styðja 126 einstaklinga til framboðs við næstu alþingiskosningar.  Lýðræðishreyfingin verður frjáls og óháður vettvangur frambjóðenda sem kynna kjósendum málefni sín á eigin forsendum og án flokkafjötra. Óbundnir fyrirfram ákveðinni flokkslínu. Með því að samnýta gat í kosningalögum og nýja hugmyndafræði Lýðræðishreyfingarinnar verður bylting í Íslenskum stjórnmálum við næstu kosningar.

Opnaður hefur verið vefurinn www.lydveldi.is þar sem landsmenn geta skráð óskir sínar um framboð. Endanlegt val frambjóðenda verður síðan samkvæmt prófkjöri með nýstárlegum hætti og tækni sem þróuð hefur verið fyrir beint og milliliðalaust lýðræði.

Í ljósi vaxandi mótmæla og nýrrar skoðanakönnunar er ljóst að ríkisstjórnin hefur misst traust þjóðarinnar með afgerandi hætti.  Þetta þarf ekki að koma á óvart enda les þjóðin nú um glæpsamleg athæfi innan banka og stórfyrirtækja í dagblöðum. Óhætt er að fullyrða að í flestum lýðræðisríkjum væru stjórnendur þessara stofnana í gæsluvarðhaldi í stað þess að ganga frjálsir að eyða gögnum og jafnvel hefja spillingarleikinn að nýju.

Þótt Íslensk löggjöf geri ekki ráð fyrir að almenningur geti beitt áskorunum eða öðrum viðlíka tækjum innan ramma laganna til að fá burt ríkisstjórn sem misst hefur traust þeirra, þá stöðva einstakir valdhafar sem sitja í trássi við vilja þjóðarinnar ekki framgang lýðræðisins.

Forsætisráðherra ber tafarlaust að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti og leita til forseta Íslands um myndun utanþingsstjórnar skipaða sérfræðingum sem tæki að sér björgunarstarfið fram að kosningum. 

Lýðræðishreyfingin varar stjórnvöld við því að ganga svo fram af þjóðinni að fólkið þyrpist hundruðum eða þúsundum saman til að bera stóla þeirra úr Alþingishúsinu.

Stjórnmálamönnum ber að endurmeta stöðu sína í takt við vilja almennings. Geri þeir það ekki á lögregla að stíga til hliðar og gefa lýðnum kost á að bera út ráðherrastólana með friðsömum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband